AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2004, Side 34

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2004, Side 34
Mýr hlekkur í stofnbrautakerfi höfuðborgarsvæðisins Ólafur Daníelsson, MS verkfræöinemi / Þorsteinn Þorsteinsson, verkfræöingur ársdagsumferð, ÁDU, í þúsundum ökutækja á einstökum hlekkjum gatnakerfisins á því svæði sem yrði fyrir áhrifum af nýrri vegtengingu yfir Skerjafjörð. / Traffic volume in year 2024, without a iink across Skerjafjörður. The drawing shows annual daily traffic, ADT, in thou- sands of vehicles on individual links of the road network affected by a new roadlink across Skerjafjörður. í fjörutíu ár hefur verið til svonefnt reiknilíkan umferðar fyrir höfuðborg- arsvæðið. Reiknilíkan þetta hefur verið notað til að spá um umferð- arálag á götum á svæðinu að gefinni landnotkun og landnýtingu, þ.e. skipulagi. Reiknilíkan umferð- ar hefur þannig verið notað til að meta umferðina sem skipulagstölur framtíðar kalla fram og dreift er á það gatnakerfi sem fyrirhugað er. Hvað er reiknilíkan umferðar? Reiknilíkan umferðar er, aðferðafræði til að segja fyrir um umferð bíla á götum og vegum á tilteknu svæði. Svæði því sem er til meðhöndlunar er skipt í allmarga nokkuð einsleita reiti og svo nefndar skipulagstölur fundnar út fyrir hvern reit. Fjöldi umferðarreita er býsna misjafn og fer m.a. eftir stærð svæðis. Hér á höfuðborgarsvæðinu eru nú umferð- arreitir 236 talsins en voru 136 fyrir 20 árum. Með skipulagstölum er átt við landnotkun, íbúðabyggð, iðnað, verslun, þjónustu o.s.frv. mælt í íbúafjölda eða fermetrum notkunar á hvern umferðarreit. Hver reitur dregur til sín eða skapar svo og svo mikla umferð og dreifist sú umferð á götur og vegi til og frá þeim reit. Heildarumferðin verður svo lögð á samgöngukerfið og út frá ferðavenjum, s.s. hvenær dags- ins ferðir eru farnar, þá er hægt að spá um ýmsa þætti varðandi umferðina, meðalökuhraða, ekna heildarvegalengd, útblástur o.s.frv. Hvernig má nota reiknilíkan umferðar á annan hátt? Gengið er út frá fyrirfram gefnu skipu- lagi og prófað hvernig mismunandi kostir í aðalgatnakerfinu ráða við umferðarálagið. Niðurstöður reikni- líkans eru svo, auk þess að segja fyrir um umferðina á einstökum götum eða hlekkjum, heildarakstur, heild- araksturstími, heildartafir og eftir atvikum orkunotkun og mengun af umferðinni. Svo mætti einnig reikna út umferðina ef annað skipulag væri lagt til grundvallar. Þannig ætti að vera hægt að skoða breytilegar áherslur í byggðamynstri, s.s. þétt- ingu byggðar og annað það sem skipulagshöfundum dettur í hug. Það hefur að vísu verið nokkuð umhendis að gera slíkar athuganir og spár þar sem reiknivinnan hefur reynst umfangsmikil og tímafrekt að gera margs konar skipulagstölur fyrir alla þá reiti sem svæðið skiptist í. Nýr hlekkur Síðastliðið vormisseri var við verk- fræðideild Háskóla íslands nám- skeið um umferðarlíkön. Verkefni því tengt var að spá um hvaða afleiðingar það hefði að bæta við gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins nýjum hlekk án þess að breyta nokkru öðru varðandi skipulag eða aðrar götur og vegi á svæð- inu. Þessi nýi hlekkur var tenging yfir Skerjafjörð milli Vatnsmýrar í Reykjavík og Vífilsstaðavegar við 34 avs

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.