AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2004, Qupperneq 42

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2004, Qupperneq 42
Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, M.s.c. umferðarverkfræðingur iR/il fjTjjr IkiHHJHLl Hjlj |UW Stofnbraut hjótreiða í Malmö, aðskilin í plani frá vélknúinni umferð um breið og björt göng. / The primary network of bicycle roads in Malmo is grade separated from vehicular traffic through a wide and well lit underpass. Af hverju auknar hjól- reiðar? Reiðhjólið hefur alla burði til þess að vera raunhæfur val- kostur í ferðum styttri en 5 km. í Evrópusambandsverkefninu WALCYNG sem fjallar um hvernig auka megi hlut fótgangandi og hjól- reiðamanna í samgöngum er talið að um 50% allra bílferða séu styttri en 5 km og þar af 30% styttri en 1 km. Ekkert bendir til þess að þessu sé öðruvísi háttað á höfuðborgar- svæðinu. Samkvæmt svæðisskipu- lagi höfuðborgarsvæðisins eru farnar næstum 700.000 bílferðir á höfuð- borgarsvæðinu á hverjum degi. Erlendis hafa menn uppgötvað og sætt sig við að umferðartepp- ur verða ekki byggðar burtu og beina því sjónum í ríkari mæli að aðgerðum sem fá fólk til að velja annan ferðamáta en einkabílinn (Mobility Management). Með því er ekki aðeins hægt að fresta eða hætta við dýrar og umfangs- miklar gatnaframkvæmdir heldur getur það einnig orðið til þess að fækka umferðarslysum. Á undanförnum árum hefur vitund manna fyrir umhverfismálum líka verið að aukast. Það birtist meðal annars í stefnumótun sveitarfélaga og ríkis, t.d. með Kyoto-bókun- inni og Staðardagskrá 21 sem og í skipulagsgerð sveitarfélaganna. Hjólreiðar skapa hvorki umferðar- hávaða né loftmengun. Auknar hjól- reiðar á kostnað bílaumferðar hafa því jákvæð áhrif á umhverfið bæði staðbundið og í víðara samhengi. Með því að hjóla til og frá vinnu eða skóla verður hreyfing hluti af dag- legu lífi fólks. Samkvæmt reikningum rannsóknarstofnunar samgöngumála í Noregi (Transportokonomisk insti- tutt) er þjóðfélagslegur ávinningur af lagningu hjóla- og göngustíga margfaldur á við kostnaðinn ef tekið er tillit til umhverfislegs og heilsufars- legs ávinnings. Hjólreiðar eru því ekki bara hagkvæmar fyrir einstakl- inginn heldur fyrir samfélagið í heild. Höfuðborgarsvæðið Höfuðborgarsvæðið er ekki eins stórt og menn vilja oft vera láta. Það sést best á myndinni þar sem hringur með 5 km radíus hefur verið settur með miðju á mótum Kringlumýrarbrautar og Listabrautar. Á þeim slóðum eru þrír fjölmennir skólar sem og stórt þjónustu- og atvinnusvæði. Innan marka hringsins er nánast öll Reykjavík, Kópavogur og Garðabær. Með góðu og vel skipulögðu neti stofnbrauta fyrir hjólreiðar væri því stór hluti höfuðborgarsvæð- isins í hjólafæri við þetta svæði. Af myndinni má einnig sjá hversu mikilvægt það er, til að halda sem stystum tengingum milli svæða, að hjólreiðamenn og fótgangandi verði ekki útilokaðir frá samgöngu- bótum eins og Sundabraut. Stofnbrautir hjólreiða Sé vilji til þess að hafa áhrif á val fólks á ferðamáta eru sóknarmögu- leikarnir fyrst og fremst ferðir til og frá vinnu og skóla. Net stofn- brauta hjólreiða þarf því að taka mið af og tengja saman stærstu vinnustaði, miðbæi, samgöngu- miðstöðvar, háskóla og sjúkrahús meðan þéttriðnara net hverfastíga tengir saman íbúðarsvæði, grunn- skóla og þjónustukjarna hverfa. Kröfur til stofnbrauta hjólreiða eru ekki ólíkar þeim sem gerðar eru til stofnbrauta í gatnakerfinu. Þær þurfa að mynda heildrænt, sam- hangandi, auðskiljanlegt net án króka og útúrdúra. Yfirborðið þarf að vera slétt, halli innan ásættan- legra marka og leiðirnar öruggar. Það þýðir m.a. að lýsing þarf að vera góð, útsýni fram á veginn gott og stígurinn að liggja um svæði sem ekki þykja skuggaleg. 42 avs avs 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.