AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2004, Síða 55

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2004, Síða 55
 Það, að endurheimta ána Gavia og umbreyta henni þannig að hún hafi stöðugt flæði, mun gera bátum kleift að sigla um hana. / To reclaim the Gavia river and provid- ing it with constant flow of water will make it navigable. i innbyrðis afstaða brots hvaða hlut- ar sem er, er lík innbyrðis afstöðu stærri eða smærri brota - eins og oft má sjá á blöðum plantna, hvernig þau skipta sér í brot eða einingar sem eru eins innbyrðis. Hringrásin hefst með því að vatn- inu er dælt frá hreinsunarstöðinní í „vatns-tré“ A, þar sem mæling efna fræðilegrar súrefnisþarfar (BOD) fell- ur úr 20 í 2 einingar. Hér, í fjögurra daga þróunarferli, fer vatnið í gegn- um ólík síunarferli og setmyndun. í fyrstu, síast vatnið í gegnum gljúpt malarlag. Síðan leysa örverur sem lifa á botninum upp lífrænu efnin, vatnaplöntur eyða innihaldi köfn- unarefnis og fosfórs og loftrör gefa vatninu súrefni. Að lokum nýtur vatnsyfirborðið sólarljóss sem tekur þátt í dauðhreínsun þess. Um leið og vatnið skilur við þessi „vatns-tré“ A, rennur það í ólíka farvegi í átt að Gavia-ánni eða að „vatns-trjám“ B. Þau síðastnefndu eru staðsett víðs vegar um garðinn, mismunandi djúp og að lögun, vatnsmagni og hreyfingu. „Vatns-tré“ B, eru grunngerðir sem hugsaðar eru sem staðir fyrir mismunandi frí- stundir þannig að almenningur njóti snertingarinnar við vatnið. í heild sinni viðhalda „vatns-trén“ náttúrlegu lífkerfi eins og fríðsælu aðsetri fyrir fugla, skordýr, dýr og vatnajurtir. Fyrirhugaðar eru 123 trjátegundir og runnar sem skýla og fæða fuglaríkið. Auk þess er lýsingunni í garðinum stjórnað svo að hún verði ekki mengunvaldandi fyrir villta lífríkið. Sólarorka framleiðir rafmagn í lágreist rauð Ijós, sem blinda ekki við sjóndeildarhringinn, fyrir þá sem fara um garðinn. Skilvirk orkunýting Hönnun almenningsgarðsins tekur þá stefnu að draga úr eftirspurn- inni á náttúrlegum auðlindum, ekki aðeins við gerð hans heldur líka á meðan hann er notaður. Hönnunin hvetur til þess að notuð séu endur- unnin efni, efni sem krefjast lítillar orku við framleiðslu og að vatn og orka séu nýtt til fullnustu. Ennfremur til þess að mínnka færslu jarðvegar á byggingarlóðinni ábyrgist tillagan að rúmmál uppgraftar sé hið sama og uppfylling. Einnig er hugsað fyrir hagkvæmu viðhaldi með því að leyfa gróðri að vaxa óháð lögun eða stífum samsetningum, blanda saman ólíkum tegundum eftir líf- rænu ástandi hvers staðar fyrir sig og að fyrirhuguð starfsemi geti skapað fjölbreytileika í lífríkinu. Toyo Ito er að hanna almennings- garð þar sem orkan er framleidd út frá náttúrlegri hringrás vatnsins, á meðan það fer í gegnum ákveðið endurvinnsluferli. Hringrásinni er lokað við sköpun mismunandi líf- kerfa, þar sem hugtakið um sjálf- bæri er skilið í stærra samhengi en að bæta umhverfið og nýta orkuna á skilvirkan hátt. Arkitektinn túlkar sjálfbæra hönnun sem viða- meira hugtak. Það tekur líka tillit til þátta eins og náttúrlegra auðlinda, umhverfisins, þjóðfélagsins og fjár- magnsaðila. Sjálfbært verkefni er ekki bara það sem dregur úr þeim áhrifum sem náttúrlegar auðlindir verða fyrir og sýnir meira næmi fyrir umhverfinu, heldur er það verkefni sem hefur líka jákvæð áhrif á þjóðfé- lagið og er fjárhagslega hagstætt. ■ avs 55

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.