AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2004, Side 59

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2004, Side 59
Nú er byrjað að framleiða þenn- an stól á nýjan leik. Það gerir danska húsgagnafyrirtækið Hansen og Sörensen, sem leggur áherslu á vandaða nútímahönn- un og hefur m.a. framleitt hús- gögn hönnuð af Finn Juhl, einum hinna frægu kennara Sveins í Kunsthaandværkerskolen. Stólinn er nú til sýnis og sölu í Epal. Annar íslenskur hönnuður, Erla Sólveig Óskarsdóttir, hefur líka hannað húsgögn, sem fram- leidd eru hjá þessu fyrirtæki. Húsgögn og húsbúnað sem Sveinn Kjarval hannaði má víða sjá. Hér að framan var frá því greint, að fyrsta stóra verkefn- ið sem honum var falið var að hanna búnað í Þjóðminjasafnið. Verk hans má einnig sjá í veit- ingahúsinu Naustinu í Reykjavík, Bókasafni Hafnarfjarðar, bóka- safninu að Bessastöðum, Alþingi, íþöku, bókasafni Menntaskólans í Reykjavík, heimavistum menn- taskólanna á Laugarvatni og Akureyri og í Landspítalanum. Sveinn vann líka að hönnun ýmissa innréttinga, húsgagna og muna í fjölda kirkna víða um land. Þau verk getur að líta í kirkju Óháða safnaðarins í Reykjavík, Hvammstangakirkju, safnaðar- heimili Langholtskirkju í Reykjavík, Péturskirkju í Görðum á Álftanesi, Reykhólakirkju og Hólmavíkurkirkju. Hann vann líka að margvíslegum verkum fyrir verslanir og önnur fyrirtæki, auk fjölda verkefna fyrir Skeifustóllinn. / The hourseshoe chair. einstaklinga, stórra og smárra. Húsgögn hannaði Sveinn Kjarval ýmist sem sjálfstæð viðfangs- efni fyrir framleiðslu eða sem hluta af afmörkuðu verkefni. ■

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.