Bændablaðið - 23.03.2023, Qupperneq 4

Bændablaðið - 23.03.2023, Qupperneq 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2023 FRÉTTIR Svínabændur: Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum Aðalfundur deildar svínabænda Bændasamtaka Íslands var haldinn í Saltvík 16. mars síðastliðinn. Endurskoðun tollverndar og fjárfestingastuðningur mikil- vægustu málefna næstu missera var m.a. á dagskrá. Ingvi Stefáns- son var endurkjörinn formaður. Samkvæmt skýrslu formanns um stöðu búgreinarinnar kemur fram að ný reglugerð um velferð svína sé stjórn ofarlega í huga. Sú reglugerð var samin 2014 og mun innleiðing á auknum aðbúnaðarkröfum taka gildi 1. janúar 2025. Stjórnvöld þurfa að koma til móts við bændur eigi greinin að dafna. Í þessu samhengi var nefnt að fjárfestingastuðningur sem ætlaður er í endurnýjun á húsakosti skipti miklu máli. Ríkisvaldið hefur úthlutað fé til þessa, en svínabændur segja fjármagnið hafa dugað skammt. Skipulagsmál reynast bænd um erfið og eru mun meiri fjarlægðarmörk við smíði nýrra svínahúsa hérlendis en tíðkast í löndunum í kringum okkur. Þetta atriði vill deild svínabænda taka upp við endurskoðun búvörusamninga ásamt því að fá áheyrn viðeigandi ráðuneyta. Tollamál voru tekin til umræðu á fundinum, en aukningu á neyslu svínakjöts hefur í auknum mæli verið svarað með innflutningi á erlendu kjöti. Tollkvótinn, eða það magn sem má flytja tollfrjálst, hefur verið 700 tonn á ári síðan 2019 vegna samninga við ESB. Tollar á svínakjöti eru föst krónutala sem hefur ekki breyst frá árinu 1995 og er því magn svínakjöts sem flutt er inn á fullum tollum alltaf að aukast. Á síðasta ári voru flutt inn 1.400.000 kílógrömm erlends svínakjöts, sem þýðir að helmingurinn var utan tollkvóta. Félag svínabænda er enn starfandi, þó svo að nær öll starfsemi þess hafi flust yfir í deild svínabænda BÍ eftir uppstokkun félagskerfisins. Svínabændur vilja halda gamla félaginu lifandi fyrst um sinn og snúa helstu verkefni þess að umsýslu og sölu á erlendu kynbótasæði. Svínabændur borga 11-12 milljónir á ári fyrir aðgang að kynbótastarfi Norðmanna og spyrja þeir hvort ekki sé rétt að gera breytingar á lögum til að veita Íslendingum aðgang að kynbótastarfi fleiri þjóða. Frjósemi gyltanna er eitt mikilvægasta atriðið í kynbótum og mikilvægt að greinin fái aðgang að erfðaefni með skilvirkari hætti til að dragast ekki úr þeim í Danmörku og Þýskalandi. Í stjórn voru kosnir Ingvi Stefánsson formaður, Geir Gunnar Geirsson og Sveinn Jónsson. /ÁL Stjórn deildar svínabænda BÍ. Geir Gunnar Geirsson, Sveinn Jónsson og Ingvi Stefánsson formaður. Mynd / ÁL Eyjafjörður: Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra Matvælaráðherra fundaði með eyfirskum bændum síðastliðið sunnudagskvöld í mötuneyti Hrafnagilsskóla. Margvísleg landbúnaðarmál voru til umræðu, ný kornræktarskýrsla og stuðningur stjórnvalda við þá grein, endurskoðun búvörusamninga og nýjar stefnur stjórnvalda um landbúnað og matvæli. „Þetta var góður fundur og bara nokkuð vel sóttur miðað við fundartímann,“ segir Hermann Ingi Gunnarsson, bóndi á Klauf og oddviti sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, en hann skipulagði bændafundinn. „Það komu um 50 manns og það sköpuðust góðar umræður um eiginlega allt sem við kemur landbúnaðinum. Það var auðvitað farið dálítið yfir kornræktina og það var áhugavert að heyra matvælaráðherra segja að það fjármagn sem á að setja inn í greinina kemur til viðbótar við annan stuðning sem nú þegar er til staðar. Svo var farið nokkuð yfir þá alvarlegu stöðu sem bæði sauðfjárbændur og ekki síður nautgripabændur glíma nú við, sem varðar rekstrarafkomu búanna. Á síðasta ári kom auðvitað inn rekstrarstuðningur úr spretthópnum en því verður ekki til að dreifa núna. Síðan hefur staðan ekkert lagast en ofan á óhagstætt afurðaverð, sérstaklega í nautakjötinu, leggst svo aukin skuldabyrði ofan á vandann hjá mörgum. Bændur fengu alveg hljómgrunn hjá ráðherra en það komu svo sem engar lausnir fram. Hins vegar sagði hún alveg skýrt að það ætti að standa vörð um tollverndina – og jafnvel að herða hana.“ Endurskoðun búvörusamninga verður gerð í sátt Hermann Ingi segir að ráðherra hafi aðeins sýnt á spilin í endurskoðun búvörusamninga sem nú er í gangi, í það minnsta hvernig nálgunin væri af hálfu stjórnvalda. „Það kom alveg skýrt fram að full sátt myndi verða með þær breytingar sem gerðar yrðu á samningunum. Það þýðir að stjórnvöld ætla ekki að breyta neinum ákvæðum nema báðir aðilar séu sammála um að breyta þeim,“ segir Hermann Ingi. /smh Frá bændafundinum í Hrafnagilsskóla. Mynd / Hermann Ingi Áburðarframleiðsla á döfinni Á Búnaðarþingi mun Þorvaldur Arnarsson, verkefnastjóri hjá Landeldi hf., kynna væntanlega áburðarframleiðslu fyrirtækisins. Landeldi sótti í október sl. um styrk til Evrópusambandsins fyrir verkefnið en það verður unnið í samvinnu við Bændasamtök Íslands, Ölfus Cluster, Orkídeu, færeysku verkfræðistofuna SMJ og Blue Ocean Technology frá Noregi. Verkefnið heitir Terraforming LIFE og sótt var um styrk að upphæð fimm milljón evra, sem samsvarar um 750 milljónum íslenskra króna. „Markmið verkefnisins er að safna úrgangi úr landeldi og blanda við búfjárúrgang til að framleiða áburð til nota í landbúnaði, skógrækt og uppgræðslu lands. Verkefnið hefur hlotið brautargengi hinna ýmsu sjóða innanlands og má þar nefna styrki Tækniþróunarsjóðs, Matvælasjóðs og styrk umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins til eflingar hringrásarhagkerfisins. Þótt Landeldi hf. sé aðalumsækjandi í verkefninu hefur hver og einn með- u m s æ k j a n d i sínu hlutverki að gegna í því og kemur þannig hver þeirra með sína sérfræði- þekkingu og reynslu að borðinu,“ segir Þorvaldur. Hann bendir á að gríðarleg tækifæri felist í endurnýtingu úrgangs úr bæði landbúnaði og landeldi. „Innlend framleiðsla áburðar teljum við geta eflt hringrásarhagkerfið til mikilla muna, auk þess sem slíkt myndi auka bæði innlent fæðuöryggi og styrkja áfallaþol íslensks samfélags.“ Svars við styrkumsókninni má vænta á vormánuðum. „Spennan í hópnum er áþreifanleg. Í það minnsta er undirritaður farinn að standa sig að því að sofna með alla putta krossaða og vakna að morgni með greipar kirfilega spenntar.“ /ghp Kjötskortur, hvað? Sé horft til ásetningsfjölda gripa á landinu er fyrirsjáanlegt að framboð á kjöti verður minna en neysla hér heima í náinni framtíð. „Nauðsynlegt er fyrir afurðastöðvar að horfa til framtíðar svo bændur geti gert áætlanir um framleiðslu, ekki bara á morgun heldur til lengri framtíðar,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Gunnar segir ástæðu þess að framboð verði ekki til að fullnægja innanlandsmarkaðinum minni ásetning gripa. Nýverið var haft eftir Steinþóri Skúlasyni, forstjóra Sláturfélags Suðurlands, að miðað við kjötframleiðslu í landinu stefni í skort á íslensku svína-, nauta- og kindakjöti á næstu árum. Gunnar segir að slíkt sé ekki sýnilegt þar sem heimildir til innflutnings eru umtalsverðar. „Það er aftur á móti umhugsunarvert af hverju afurðaverð hafi ekki haldið í við kostnaðarauka við frumframleiðslu hér á landi. Í framleiðslu er nauðsynlegt að hafa skýra framtíðarsýn og áætlanir um hvað markaðurinn þarf annars vegar og verð til framleiðenda hins vegar. Það er ekki langt síðan að afurðageirinn var með skila- boð til fram- leiðenda að draga úr framleiðslu þar sem vitnað var til að um verulega birgðasöfnun væri að ræða og nauðsynlegt að draga úr framleiðslu, þetta var nefnt í frétt frá janúar 2021. En á grunni nautakjöts tekur rúm tvö ár að ala naut til slátrunar. Nauðsynlegt er fyrir afurða- stöðvar að horfa til framtíðar svo bændur geti gert áætlanir um fram- leiðslu, ekki bara á morgun heldur til lengri framtíðar. Stöndum vörð um okkar framleiðslu á grundvelli fæðuöryggis til lengri tíma og heilnæmar landbúnaðarvörur.“ /VH Gunnar Þorgeirsson. Þorvaldur Arnarsson. www.bbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.