Bændablaðið - 23.03.2023, Qupperneq 12

Bændablaðið - 23.03.2023, Qupperneq 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2023 FRÉTTIR | S t r ú k t ú r e h f | w w w . s t r u k t u r . i s | s t r u k t u r @ s t r u k t u r . i s | | B æ j a r f l ö t 9 | 1 1 2 R e y k j a v í k | S í m i : 5 8 8 6 6 4 0 | Límtré-Timbureiningar Stálgrind Yleiningar PIR Steinull Málþing: Tillaga um dýravelferðarstofu Þann 14. mars stóð Dýraverndar- samband Íslands (DÍS) fyrir málþingi um stöðu dýravelferðar á Íslandi. Til umræðu var meðal annars skýrsla sem Ágúst Ólafur Ágústsson lög- og hagfræðingur vann fyrir DÍS um stöðu mála og tillögur um framtíðarskipulag dýravelferðarmála. Ein af megintillögunum er að sett verði á fót sérstök dýravelferðarstofa Íslands og þar með væri eftirlit með dýravelferð aðskilið frá starfsemi Matvælastofnun. Hugmyndin með aðskilnaðinum er að klippa á hugsanleg hagsmunatengsl matvælaframleiðslu og dýravelferðar. Með honum yrði gerður greinar- munur á því þjónustuhlutverki sem Matvælastofnun sinnir núna og eftirlitshlutverki þess. Stjórnsýsla dýravelferðar yrði þannig óháð stjórnsýslu matvælaöryggis. Slíkt fyrirkomulag myndi stórauka traust almennings á eftirliti með dýravelferð. Dýravelferðarmál verði sett undir umhverfisráðuneytið Í tillögunni er gert ráð fyrir að dýravelferðarstofan heyri undir umhverfisráðuneytið en ekki matvælaráðuneytið eins og málefnin gera nú. Meðal annarra tillagna sem stillt er fram í skýrslunni er að leyfisskylda ætti allt búfjárhald á Íslandi, stórauka upplýsingagjöf Matvælastofnunar um meðferð mála og dýraathvarf verði sett á fót þannig að stofnunin geti tryggt aðbúnað þeirra dýra sem hafa verið tekin úr umsjá umráðamanns. Þá er lagt til að með stofnun nýrrar dýravelferðarstofu verði tíðni eftirlitsheimsókna aukin, ekki síst óboðað eftirlit með alifuglum og svínum, og áhættumat bætt. Tryggja verði skilvirka og skjóta verkferla ásamt auknum málshraða þegar vaknar grunur um illa meðferð á dýrum. Talin er þörf til að auka sektar- og kæruheimildir Matvælastofnunar og rétt almennings til að kæra hugsanleg brot til lögreglu. Lagt er til að auka valdheimildir stofnunarinnar og tryggja hlutleysi hennar og þeir aðilar sem gerast brotlegir við dýravelferð missi opinberan stuðning við búrekstur sinn. Loks er lagt til að fagráð um velferð dýra verði eflt og sjálfstæði þess tryggt, auk þess sem stuðningur og samvinna verði aukin við félög sem vinna að velferð dýra. Reynslusögur af samskiptum við Matvælastofnun Í skýrslunni er farið yfir starfsemi Matvælastofnunar í dýravelferðarmálum; verkefni og skyldur, úrræði, verklag, auk fyrirkomulags tilkynninga og ábendinga við illri meðferð sem stofnuninni berast. Þá hefur verið safnað saman reynslusögum fólks af samskiptum við Matvælastofnun vegna ábendinga, þar sem erindum þeirra þótti ekki vera sinnt eða sinnt illa. Í skýrslunni kemur fram að erfitt sé að sannreyna hver viðbrögð Matvælastofnunar voru í einstökum málum eða hvenær þau áttu sér stað þrátt fyrir fullyrðingar viðkomandi einstaklinga. Hins vegar séu frásagnirnar það margar að ástæða er talin vera fyrir stjórnvöld og ekki síst MAST til að taka þessi mál til algerrar endurskoðunar. Skýrslan er aðgengileg á vef DÍS, dyravernd.is. /smh Frá málþingi Dýraverndarsambands Íslands (DÍS) um stöðu dýravelferðar á Íslandi. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra flutti ávarp í upphafi málþingsins, en á myndinni eru einnig Ágúst Ólafur Ágústsson skýrsluhöfundur, til vinstri, og Sigursteinn Másson fundarstjóri. Mynd / Dýraverndarsamband Íslands Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti Í heimsókn sinni til Íraks á dögunum færði Birgir Þórarinsson alþingismaður landbúnaðarráðherranum Abbas Jabur Al-Maliky lambakjötsvöru frá Íslandi. Í framhaldi barst honum fyrirspurn sem gætu leitt til mögulegra viðskipta. „Ég var í sendinefnd frá Kanada með kanadískum þingmanni og auk þess fulltrúum frá Bretlandi. Við áttum fund með forseta Íraks og nokkrum ráðherrum. Ég óskaði sérstaklega eftir því að fá að hitta landbúnaðarráðherrann þar sem ég vildi kynna fyrir honum íslenska lambakjötið. Ráðherrann tók mér mjög vel og var greinilega áhugasamur. Áður en ég lagði í ferðina fékk ég pakka hér heima frá Icelandic Lamb markaðsstofu, með ýmsum upplýsingum um lambakjötið og síðan sýnishorn af þurrkuðu lambakjöti eða Lamb Jerky frá Norðlenska. Þetta vakti að sjálfsögðu mikla lukku að fá að smakka á þurrkuðu íslensku lambakjöti í Írak,“ segir Birgir. Eftir heimsókn sína fékk Birgir svo orðsendingu með beiðni um frekari upplýsingar um lambakjötsframleiðslu á Íslandi. „Eftir að ég var kominn heim fékk ég fyrirspurn frá landbúnaðarráðuneytinu í Írak um hversu mikið magn við gætum skaffað. Ég sendi þeim viðbótarupplýsingar sem ég fékk frá Icelandic Lamb. Ég sá að ráðherranum þótti mikið til koma um gæði vörunnar og það að hún væri framleidd á fjölskyldubúum. Við vonum það besta, en ég mun fylgja þessu eftir.“ Hann segist hafa skynjað mikinn uppgang í Írak. „Í viðræðum mínum við ráðherrann kom meðal annars fram að Írakar eru með stórtæk áform um kornframleiðslu og hyggjast hefja kornrækt í eyðimörkinni með áveitukerfi. Þessi áform má að hluta til rekja til stríðsins í Úkraínu og áhrif þess á kornmarkaðinn í heiminum.“ /ghp Landbúnaðarráðherra Íraks, Abbas Jabur Al-Maliky, smakkaði á þurrkuðu íslensku lambakjöti sem Birgir Þórarinsson færði honum á dögunum. Mynd / BÞ Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram Víða um land er að finna stök tré sem setja svip á umhverfið og hafa jafnvel staðið í tugi ára. Má þar t.d. nefna hlyninn á horni Vonarstrætis og Suðurgötu í Reykjavík. Mynd / EES Fimm þingmenn úr fjórum þingflokkum lögðu á dögunum fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um menningar- minjar (nr. 80/2012 friðlýsing) sem felur í sér að heimilt verði að friðlýsa trjálundi, stök tré og garðagróður sem hafa menningar- sögulegt, ræktunarsögulegt eða fræðilegt gildi. Líneik Anna Sævarsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson, Vilhjálmur Árnason, Jakob Frímann Magnússon og Orri Páll Jóhannsson eru flutningsmenn frumvarpsins. Að mati þeirra er mikilvægt að heimild til friðlýsingar sé tryggð með lögum enda ljóst að tré, trjálundir og garðagróður geti haft sams konar verndargildi og hús og aðrar menningarminjar og auk þess gildi vegna þekkingaröflunar og varðveislu erfðaauðlinda. Frumvarpið er lagt fram í þriðja sinn. Vekja flutningsmenn athygli á því, í greinargerð með frumvarpinu, að umhverfis- og samgöngunefnd hafi í nefndaráliti beint því til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins að finna slíkri vernd stað í lögum. Greinargerð Garðsöguhóps Félags íslenskra landslagsarkitekta, „Garðar- lifandi minjar. Aðferðir við verndarmat og skráningu gamalla garða“, inniheldur tillögur um nálgun við slíkum friðlýsingum en hópurinn telur að fagnefnd innan Minjastofnunar ætti að hafa umsjón með þeim. Í Bændablaðinu í apríl árið 2022 gerðu landslagsarkitektarnir Auður Sveinsdóttir og Einar E. Sæmundssen grein fyrir greinargerðinni og komu með tillögu að friðlýsingum tíu gamalla garða. /ghp Fengu ný verkfæri Nemendum og kennurum í pípulögnum í Verkmennta- skólanum á Akureyri voru á dögunum færð ýmis rafmagns- verkfæri frá Verkfærasölunni. Verðmæti verkfæranna var á aðra milljón króna að því er fram kemur í tilkynningu. Haft er eftir Elmari Þór Björnssyni, verslunarstjóra Verkfærasölunnar á Akureyri, að með gjöfinni vildi fyrirtækið leggja öflugu námi í byggingadeild VMA lið. Sigríður Hulda Jónsdóttir, skólameistari VMA, og nemendur tóku við gjöfunum af hendi þeirra Elmars Þórs og Brynjars Schiöth sölumanns. /ghp Nemendur og kennarar VMA í pípulögnum skoða nýju Milwaukee verkfærin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.