Bændablaðið - 23.03.2023, Page 18

Bændablaðið - 23.03.2023, Page 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2023 Fiskeldi stærsta búgrein Íslands innan fárra ára? HAGTÖLUR LANDBÚNAÐARINS Nýlega var birt skýrsla Boston Consulting Group um framtíðarhorfur lagareldis og kynnt á viðburði á Hótel Nordica. Skýrslan var gerð fyrir tilstilli matvælaráðuneytisins og reynir að gera grein fyrir hvernig hinar mismunandi lagareldisgreinar (fiskeldi og þörungaeldi) munu þróast á næsta áratug miðað við ákveðnar forsendur. Greiningin er áhugaverð og er þar birtur fjöldi staðreynda um magn og virði sem gaman er að setja í samhengi við hefðbundinn landbúnað. Sér í lagi er það fiskeldi á landi, einnig kallað landeldi, sem er áhugavert í þessari umræðu því að í raun er lítinn greinarmun hægt að gera á landeldi og öðrum búgreinum, að því undanskildu að fiskar eru aldir í vatni. Þegar hafa fimm fyrirtæki hafið undirbúning að fiskeldisstarfsemi og þar af er eitt þegar hafið að rækta lax. Í dag eru ræktuð um 8.000 tonn af fiski á landi en þegar öll fyrirtækin sem hafin eru sína vegferð verða komin upp í fulla framleiðslu verður magnið 105-125.000 tonn. Er þetta augljóslega langt umfram alla innanlandsþörf, áætluð ársframleiðsla er um það bil 300 kílógrömm á hvern einstakling miðað við mannfjöldaspá ársins 2023. Hins vegar eru háleitar væntingar um útflutningsverðmæti vörunnar þar sem neysla á fiski er vaxandi á heimsvísu með fólksfjölgun og stækkandi millistétt. Samkvæmt greiningu Boston Consulting Group er búist við að verð á laxi muni hækka á næstunni en nú þegar er útflutningsverð á íslenskum eldislaxi mjög hagstætt miðað við rekstrarkostnað og útflutningsverð annarra íslenskra landbúnaðarafurða. Auk þess hafa íslensku landeldisfyrirtækin tekið stór skref til þess að takmarka umhverfisáhrif og hámarka dýravelferð við framleiðsluna. Aukin vitund neytenda á þessum málefnum fram í tímann verður vonandi til þess að eftirspurn eykst enn frekar og afurðaverð samkvæmt því. Vöxtur landeldis er viðbót við íslenskan landbúnað sem var eflaust ekki fyrirséð fyrir nokkrum árum síðan, en nú horfum við fram á að þetta verði stærsta búgrein landsins innan fárra ára. /SFB Markaðir 150,1 kr Evra 140,06 kr USD 171,43 kr Pund 320,1623 kr 95 okt bensín 323,4506 kr Díesel 18,04 USD Mjólk (USD/100 pund) 6,91 USD Korn (USD/sekkur) 29,9 EUR Kartöflur (EUR/100 kg) 1317 AUD Ull (AUD/100 kg) 1,93 USD Ostur (USD/pund) 4800 EUR Smjör (EUR/tonn) Kjöt- og fiskframleiðsla á landi Meðalútflutningsverð 2022

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.