Bændablaðið - 23.03.2023, Síða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2023
FRÉTTASKÝRING
Þessar tölur koma fram í ítarlegum
tillögum sem ráðgjafarfyrirtækið
Environice skilaði nýverið til
matvælaráðherra um eflingu
lífrænnar matvælaframleiðslu á
Íslandi. Stefna stjórnvalda er að
auka þetta hlutfall markvisst með
tímasettri áætlun og eru tillögurnar
ein birtingarmynd stefnunnar.
Efling lífrænnar framleiðslu er
þannig ætlað að auka sjálfbærni
íslensks landbúnaðar, þar sem
eftirspurn eftir vottuðum lífrænum
vörum fari vaxandi.
Stefnt verði að tíu prósent
landbúnaðarlands 2030
Tillaga Environice er að stefnt verði
að því að árið 2030 verði tíu prósent
af landbúnaðarlandi á Íslandi orðið
lífrænt vottað.
Í tengslum við landbúnaðarstefnu
Evrópusambandsins, „Farm to
Fork“, hefur framkvæmdastjórn
sambandsins sett sér markmið um
að það ár verði að minnsta kosti 25
prósent af öllu landbúnaðarlandi
þess lífrænt vottað.
Einnig eru markmið um að þá
hafi orðið veruleg aukning í lífrænt
vottuðu lagareldi.
Skortur á nauðsynlegum gögnum
Á það er bent í tillögum Environice
– og aðgerðaráætlun sem fylgir
– að skortur sé á gögnum um
markaðshlutdeild lífrænt vottaðra
matvara á Íslandi. Þessi gögn eru hins
vegar nauðsynleg forsenda þess að
hægt sé að meta markaðsforsendur
fyrir vöruflokk og tiltekna vöru.
Samkvæmt upplýsingum frá
stærstu dagvöruverslunum á Íslandi
heldur engin þeirra formlega utan um
þetta hlutfall í dag. Melabúðin var
eina verslunin sem svaraði efnislega
fyrirspurn, en þar er áætlað að um
fjögur til fimm prósent af matvöru
sé lífrænt íslenskt yfir vetrartímann,
mest þurrvara. En svo eykst hlutfallið
aðeins á sumrin með auknu framboði
af ávöxtum og grænmeti. Talið er
að í Melabúðinni sé lífrænt erlent
um 12 til 15 prósent, en það hlutfall
hefur minnkað eftir Brexit vegna
aukins kostnaðar og pappírsvinnu
við innflutninginn.
Í aðgerðaráætlun Environice er
grein gerð fyrir stöðu mála í Evrópu
að þessu leyti. Þar er staðhæft að
eftirspurn eftir lífrænt vottuðum
vörum hafi almennt farið vaxandi
og árið 2020 hafi heildarvelta numið
121 milljarði evra á heimsvísu.
Markaðshlutdeild lífrænnar vöru
var hæst í Danmörku þetta ár, eða
13 prósent, Austurríki og Sviss voru
með um tíu prósent.
Í einhverjum tilvikum hafa lönd
Evrópu sambandsins sett sér markmið
um tiltekna markaðs hlutdeild líf
rænnar matvöru. Til að mynda ætla
Finnar að vera búnir að ná fimm
prósentum árið 2030 og sömuleiðis
Ungverjar. Í Svíþjóð eru háleit
markmið um að hlutdeild lífrænna
matvæla í opinberum innkaupum
verði 60 prósent árið 2030.
Framleiðslumagn óljóst
Einnig skiptir máli í þessu samhengi
hversu mikið er framleitt á Íslandi
í tilteknum framleiðslugreinum
og markaðshlutdeild innlendra
vara. Þessar upplýsingar eru ekki
heldur til, að sögn Eyglóar Bjarkar
Ólafsdóttur, formanns VOR (Verndun
og ræktun) – félags um lífræna
ræktun og framleiðslu. „Það eru
ekki til opinberar eða áreiðanlegar
tölur, VOR tekur ekki saman tölur
um magn eða verðmæti vegna
samkeppnissjónarmiða – einhver þar
til bær stofnun verður að hafa þetta
hlutverk,“ segir Eygló.
Ein tillaga Environice gerir
einmitt ráð fyrir að leitað verði
samstarfs við Vottunarstofuna Tún
um árlega samantekt og birtingu
heildartalna úr árlegum skýrslum
skráðra og vottaðra framleiðenda,
innflytjenda og vinnsluaðila, með
það að markmiði að hlutdeild lífrænt
vottaðrar vöru, innfluttrar sem
innlendrar, verði þekkt á hverjum
tíma. Í nokkrum framleiðslugreinum
er vitað með nokkurri vissu hvert
framleiðslumagn lífrænt vottaðrar
framleiðslu er og í fáeinum tilvikum
er markaðshlutfallið af innlendri
framleiðslu ljóst. Hlutfallið er hæst
í garðyrkju. Þar eru 13 af um 200
framleiðendum lífrænt vottaðir, eða
um 6,5 prósent.
Á síðasta ári störfuðu 86 aðilar
innan vottunarkerfis Evrópulaufsins
eða vottunarmerki Túns. Í landbúnaði
eða frumframleiðslu störfuðu 36, í
vinnslu við náttúrunytjar var 31
og aðföng voru 11 og utan ramma
reglugerða, í snyrtivörum, voru
átta aðilar. Eftirfarandi vörur voru
framleiddar: mjólk, egg, nautakjöt,
lambakjöt, korn (bygg og heilhveiti)
olía (repjuolía), grænmeti (útiræktað
og ylrækt), jurtir, sjávargróður
(þörungar og þari) og salt. Í undir
búningi er lífrænt vottað laxeldi.
Lífrænt vottuð egg með um 5
prósenta markaðs hlutdeild
Móðir Jörð í Vallanesi ræktar um
100 tonn af korni á ári af um 9.500
tonna heildarframleiðslu í landinu,
eða tæplega eitt prósent. Kornið frá
Vallanesi er hins vegar allt ræktað til
manneldis – og má telja að sé stór
hluti af þeirri heildarframleiðslu
í landinu.
Biobú er eina lífrænt vottaða
mjólkurvinnsla landsins. Helgi Rafn
Gunnarsson framkvæmdastjóri segir
að á síðasta ári hafi verið framleitt úr
441.000 lítrum af lífrænni mjólk og
stefnt sé að því að vinna úr 700.000
lítrum á þessu ári af um 800 þúsund
lítra heildarmagni sem er í boði.
Til samanburðar er heildar
mjólkurkvóti ársins 149 milljónir
lítra, þannig að lífrænt
vottuð mjólkurfram
leiðsla er um 0,54
prósent af heildar
framleiðslunni.
Nesbú hóf markaðs
setningu á lífrænt
vottuðum eggjum
á árinu 2015 og
að sögn Stefáns
Más Símonarsonar
framkvæmdastjóra
hefur framleiðsla og
sala gengið mjög vel
frá upphafi.
„Við teljum að
lífrænu eggin hafi
um fimm prósenta
markaðshlutdei ld
á neytendamarkaði
í dag.
Varðandi framtíðina þá kom
smá bakslag á síðasta ári í lífræna
fóðrinu, en það hækkaði mun meira
en annað fóður þannig að það verður
að viðurkennast að samkeppnisstaða
lífrænna eggja hefur versnað. En
við erum þó ákveðin í að hluti
framleiðslunnar hjá okkur verði
áfram lífrænn þrátt fyrir erfiðari
aðstæður. En alla vega er ljóst að
hluti neytenda sækir í þessi egg og
er tilbúinn að borga hærra verð fyrir
lífræna framleiðslu,“ segir Stefán.
Raunhæft markmið
Drjúgur hluti af tillögum Environice
snýst um uppbyggingu innviða
á Íslandi fyrir markaðssókn
lífrænnar framleiðslu; fjárhaglega
hvata, eflingu rannsókna og
markaðsstarfs. Það er í samræmi
við áherslur framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins um rannsóknir
og nýsköpun. Þar er gert ráð fyrir að
30 prósent af öllum rannsókna og
nýsköpunarstyrkjum þess, vegna
landbúnaðar, verði varið til verkefna
innan lífræna geirans eða verkefna
sem nýtast í lífrænni framleiðslu.
„Mér líst vel á tillögurnar, en það
er löngu tímabært að Ísland finni
sér sína leið að því markmiði að
auka lífræna ræktun og framleiðslu
hér á landi,“ segir Eygló um
aðgerðaráætlun Environice.
„Okkur í VOR finnst þessi tíu
prósenta tala mjög raunhæf. Þetta
yrði fljótt að koma ef sauðfjárræktin
myndi taka við sér og aukin
akuryrkja til dæmis.“
Stuðningskerfið og
markaðshliðin
„Það eru þarna stór viðfangsefni og
mikilvægt að kveikja ljósin í öllum
stofnunum sem þurfa að koma að
og veita fjármagni í verkefnin.
Rannsóknir og þróunarstarf eru hér
í skötulíki og Ísland mjög aftarlega
þegar kemur t.d. að rannsóknum á
okkar sviði. Mér
finnst sérstaklega
áhugaverðar til
lögurnar sem
lúta að kennslu
og rannsóknum,
svo sem að
efla kennslu á
háskólastigi innan
Lífrænt vottuð matvælaframleiðsla:
Skortur á gögnum um framleiðslu
magn og markaðshlutdeild
– Formaður félags framleiðenda segir markmið raunhæft um að tíu prósent af landbúnaðarlandi verði vottað árið 2030
Ísland er langt á eftir öðrum Evrópulöndum í framleiðslu á lífrænt
vottaðri matvöru. Árið 2020 var einungis 0,3 prósent af íslensku
landbúnaðarlandi lífrænt vottað en 3,4 prósent af landbúnaðarlandi
Evrópusambandsins. Í 15 löndum sambandsins var hlutfallið hærra
en tíu prósent. Á heimsvísu var hlutfallið 1,6 prósent.
Sigurður Már
Harðarson
smh@bondi.is
Sími 570 9090 • frumherji.is
Komdu með hestakerruna á næs
skoðunarstöð og hafðu hana klára
rir vorið og sumarið.
Talið er að markaðshlutdeild lífrænt vottaðra eggja sé um fimm prósent. Mynd / smh
Móðir Jörð í Valla
nesi framleiðir
árlega um 100 tonn
af korni, mest af því
er bygg og er því
með stóra hlutdeild
þess sem ræktað
er til manneldis á
Íslandi.