Bændablaðið - 23.03.2023, Qupperneq 24

Bændablaðið - 23.03.2023, Qupperneq 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2023 MENNING Midea Varmadæla Arctic Series - Loft í vatn - Nýtt útlit - tekur lítið gólfpláss Innbyggður neystluvatnstankur Wifi tenging - hægt að stjórna og fylgjast með úr snjalltæki Hafðu samband við okkur og við finnum réttu dæluna fyrir þig Frábær verð Umhverfisvænn kælimiðill Allt að 80% orkusparnaður www.kaelitaekni.is Leikfélag Hofsóss stendur nú í æfingum á verkinu Saumastofan, skrifuðu af Kjartani Ragnarssyni í tilefni kvennafrídagsins, 24. október árið 1975. Er verkið í raun þjóðfélagsádeila þar sem kjör kynjanna eru tekin fyrir en það ár er kallað kvennaárið, er Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað að það skyldi sérstaklega helgað málefnum kvenna. Segir frá sex konum, starfandi á saumastofu sem ákveða að slá upp afmælisveislu og deila með viðstöddum sögum sínum á litríkan hátt. Inn í skemmtunina fléttast svo umræðan um hlutverk kvenna í samfélaginu. Í sýningunni eru níu leikarar á aldrinum 15 til 60 ára eða þar um bil og hefur heilt á litið gengið ótrúlega vel samkvæmt formanni félagsins, henni Fríðu Eyjólfsdóttur. Leikstjóri verksins er svo María Sigurðardóttir, en hún hefur áralanga reynslu sem leikstjóri bæði hjá hinum ýmsu áhugaleikfélögum sem og í atvinnuleikhúsi. Sýnt verður í Höfðaborg á Hofsósi, en miðapantanir og frekari upplýsingar eru í s. 854-6737. /SP Flestir ættu að kannast við klassíska söngleikinn Rocky Horror sem hefur farið sigurför um heiminn eftir frumsýningu sína í Royal Court leikhúsi Lundúnaborgar árið 1973. Um ræðir tímamótaverk sem hefur bæði komið við á sviði og hvíta tjaldinu auk þess sem mörg laganna eru vel þekkt og vinsæl. Er höfundurinn Richard O‘Brian nú um áttrætt, en að sögn hefði hann ekki órað fyrir þeim vinsældum sem skrif hans ollu. Í þessum sígilda söngleik lendir kærustuparið Brad og Janet í ógöngum í ofsaveðri, en svo vill til að dekk springur á bílnum þeirra. Þau ganga fram á gamlan kastala þar sem þau leita skjóls og beiðast ásjár heimamanna. Þar ræður ríkjum klæðskiptingurinn Frank-N-Furter og fylgifiskar hans sem eru hver öðrum litríkari. Margir þekkja sköpunarverk hans, „Rocky“, yfirþjóninn Riff-Raff (sem Richard O‘ Brian sjálfur leikur í kvikmyndinni „The Rocky Horror Picture Show“), systur hans, þjónustustúlkuna Magenta, grúpppíuna Columbiu og kærasta hennar, Eddie (sem var leikinn af söngvaranum Meat Loaf í kvikmyndinni). Heldur gengur þessi hópur fram af unga parinu sem þó glatar sakleysi sínu smátt og smátt enda freistingarnar fleiri en góðu hófi gegnir. Boðskapur verksins er þó að nokkru leyti sá að allir ættu að mega vera eins og þeir kjósa, helst án þess að hljóta bágt fyrir. Þetta er líflegur og afar skemmtilegur söngleikur í höndum leikstjórans Árna Grétars Jóhannssonar. Sýnt verður á Heiðarvegi 19, Vestmannaeyjum, miðasala fer fram á staðnum og eru áætlaðar tólf sýningar – frumsýningin þann 6. apríl kl. 20.00. Daginn eftir verður sýnt bæði klukkan 19 & 22, en er seinni sýningin svokölluð „POWER“-sýning þar sem leikarar setja sprengikraft í leik sinn á sviðinu og má búast við sannkallaðri flugeldasýningu. Frekari sýningar eru svo frá 14.-30. apríl, en upplýsingar varðandi þær má fá í síma 868 2139. /SP Sunnudaginn 26. mars frumsýnir Leikfélag Hólmavíkur gaman- leikinn Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund Backman, í leikstjórn Skúla Gautasonar. Fjallar verkið um ekkjuna Steindóru sem búsett er í blokk eldri borgara og lifir frekar tilbreytingasnauðu lífi. Dag einn er hún kemur út úr verslun og ætlar að aka heimleiðis, situr ókunnur maður í farþegasætinu i bílnum hennar. Maður þessi veit hvorki nafn sitt, né hvar hann býr eða hvert hann er að fara. Hann gerir sér þó grein fyrir að hann er klæddur mislitum sokkum. Í einhverju fáti ákveður ekkjan að taka hann með sér heim í blokkina enda óviss um hver hann er eða hvað á að gera við hann. Þar fléttast vinkonur hennar og aðrir nærstaddir inn í málið með tilheyrandi vandræðagangi. Er um bráðskemmtilega atburðarás að ræða og býður sýningin í raun bæði upp á hlátur og grátur og ætti enginn að láta sýninguna framhjá sér fara. „Þetta er notalegur gamanleikur og ég held að allir ættu að geta haft gaman af sýningunni,“ segir Skúli Gautason leikstjóri, en þetta er í sjöunda sinn sem hann leikstýrir Leikfélagi Hólmavíkur. „Þetta er held ég eina leikfélagið á landinu sem hefur haldið í þá hefð að fara jafnan með sýningar sínar í leikferð,“ bætir hann við. Frumsýning er eins og áður segir 26. mars, en sýndar verða fimm sýningar í félagsheimilinu Sævangi þar sem Sauðfjársetrið er til húsa. Þar er að panta súpu á fyrir sýningar, en þeim lýkur laugardaginn fyrir páska. Í framhaldinu er svo stefnt að því að fara í leikferð eftir sauðburð. Miðasölusími er 693 3474 og hefjast aðrar sýningar en sú fyrsta kl. 20. /SP Leikfélag Hofsóss: Saumastofan Leikarar og hluti af starfsmannahópi sýningarinnar ásamt leikstjóranum, Maríu Sigurðardóttur. í forgrunni. Leikfélag Hólmavíkur: Maður í mislitum sokkum Hér má sjá þær Ester Sigfúsdóttur og Ástu Þórisdóttur í hlutverkum sínum. Einar Indriðason, Ingibjörg Sigurðardóttir og Ester Sigfúsdóttir á sviðinu. Ef vel er að gáð má sjá að Einar er í mislitum sokkum. Myndir / Jón Jónsson. Leikfélag Vestmannaeyja: Rocky Horror Það er líf og fjör á fjölunum hjá Leikfélagi Vestmannaeyja með formanninn Albert í hlutverki hins ástsæla Frank-N-Further, Valgerði Elínu Sigmarsdóttur og Árna Þorleifsson sem parið Brad & Janet auk Arnars Gauta Egilssonar sem Rocky – svo upp séu talin nokkur aðalhlutverkin. Til viðbótar við líflega leikara er svo hljómsveitin svo afar vel mönnuð ...!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.