Bændablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 31
31Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2023 Áreiðanlegir og sterkbyggðir rafgeymar fyrir flestar gerðir dráttarvéla. Veldu þaulreynda vöru frá gæðaframleiðanda. Ráðgjafar Olís veita allar nánari upplýsingar í síma 515 1100 eða pontun@olis.is. Betra start með Exide rafgeymum Helluhraun 4, Hafnarfirði sími 565 2727 & 892 7502 www.rag.is Verð 5.350.000,- Við auglýsum svo sannarlega ekki “verð frá”. VIÐ AUGLÝSUM ALDREI „VERÐ FRÁ“ SERES 3 Luxury Rafmagnsbíllinn býður upp á ríkulegan staðalbúnað og frágang í hæsta gæðaflokki! NT ryksugur HDS háþrýsti/hitadælur Hreinsibúnaður og vélar PGG rafstöðvar K háþrýstidælur HD háþrystidælur rafver.is - S: 581 2333 - rafver@rafver.is búnaðarframleiðslu í magni og það má alveg spyrja sig af hverju við erum að framleiða meira en fimm hundruð þúsund lítra í þessu fjósi, en svo viljum við samt að reksturinn sé þannig að hann sé „raunverulegur“ rekstur – svo þetta sé ekki einhver húsdýragarður,“ segir Egill. Nýlega tók LbhÍ metanbás til notkunar til að safna gögnum um metanframleiðslu íslenskra mjólkurkúa. Egill segir básinn vera mjög auðfæranlegan og einfaldan í notkun, en hann virkar eins og kjarnfóðurbás. Fóðurtrogið er nokkuð lokað og er undirþrýstingur þar sem kýrin stingur höfðinu inn. Þar með dregur básinn ropann og andardráttinn frá kúnum í gegnum gasgreiningarferlið. Enn fremur eru hreyfi- og nálægðarskynjarar sem sjá hvar höfuð kýrinnar er staðsett þegar ropinn á sér stað, sem eykur öryggi mælinga. Eftir að hafa verið notaður á Hvanneyri um tíma hefur hann verið sendur til gagnaöflunar að Litla- Ármóti. Til stendur að senda básinn á þriðja staðinn í kjölfarið, enda hafa erlendar metanmælingar sýnt fram á mikinn breytileika milli búa. Óttast ekkert eftir kennslu unglinga Egill útskrifaðist úr búvísindum árið 2012 og tók búfræði í kjölfarið. Að því loknu vissi hann ekki hvaða stefnu hann ætti að taka og flutti því aftur austur og gerðist menntaskólakennari eina önn. Hann segir að eftir að hafa kennt unglingum þar sem hor- mónastarfsemin er í hámarki sé hann ekki hræddur við neitt. „Fyrstu tvær vikurnar var þetta alveg hræðilegt,“ segir Egill, en hann byrjaði önnina á að kenna nemendum á félagsfræðibraut náttúrufræðifög og nemendurnir höfðu lítinn áhuga á því sem hann hafði fram að færa. Seinni hluta annarinnar kenndi hann nemendum á náttúrufræðibraut sömu fög og segir Egill þá upplifun hafa verið allt aðra og þá hafi hann skynjað hvernig kennsla getur verið gefandi. „Svo var ég að kenna lífsleikni einhverra hluta vegna – hvaða húmorista datt það í hug veit ég ekki. Ég fékk að fara í kennaraverkfall – það var geggjað! Ég fór á verkfallsbætur frá Kennarasambandi Íslands. Það var stórkostlegt – ég þurfti ekki að gera neitt.“ Óvænt vandamál viðbúin „Þetta er starf sem stýrist af hlutum sem maður ræður ekki við, eins og allir bændur þekkja,“ segir Egill, en þótt hann sé launamaður sem á rétt á sumarfríi stjórnist tímasetning þess af heyskap og veðurfari. Kýrnar hafa stöku sinnum sloppið, eins og frægt var þegar þær opnuðu sjálfar dyr á fjósinu um nótt að vetri og gengu hring í kringum fjósið áður en þær skiluðu sér allar inn. Þar sem búið er í návígi við þorpið á Hvanneyri segist Egill oft heyra frá íbúum ef kýr eru á víðavangi áður en mjaltaþjónninn sendir skilaboð um að eitthvað sé að. „Þessi lífsstíll er furðulegur fyrir mjög marga sem ég þekki. Ég held til dæmis að kærustunni minni finnist þetta oft erfitt. Ég get ekki sagt með afgerandi hætti að ég geti komið í eitthvert partí eða heimsókn með henni. Núna erum við að horfa á Clarksons Farm á Amazon Prime. Ég held að hún sjái mjög vel í þeim þætti að það getur allt farið í fokk hvenær sem er og það komi upp vandamál í þessum rekstri sem þú getur ekki beðið með til morguns að leysa. Að lokum legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði,“ segir Egill aðspurður um góð lokaorð og hvetur jafnframt fólk til að spila meira Catan á óvissutímum í efnahagslífi þjóðarinnar. Fjósið á Hvanneyri var byggt árið 2004 og er hugsað sem tilrauna- og kennslufjós. Þar er framleidd um hálf milljón lítra mjólkur á ári hverju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.