Bændablaðið - 23.03.2023, Page 32

Bændablaðið - 23.03.2023, Page 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2023 Gylfi Þór Orrason, fjármálastjóri Bænda- samtaka Íslands, mun láta af störfum innan skamms. Gylfi hefur unnið hjá samtökunum eða stofnunum sem voru undanfarar þeirra í rúm fjörutíu ár, auk þess sem hann var hér á árum áður landsþekktur knattspyrnudómari. „Ég er fæddur 3. desember 1959 og Reyk- víkingur í húð og hár og frá því að ég man eftir mér ólst ég upp í Voga- og Heimahverfinu en bý núna í Kópavogi.“ Foreldrar Gylfa eru Orri Gunnarsson heitinn, fyrrverandi innkaupastjóri málningar- verksmiðjunnar Hörpu, og Margrét Ólafsdóttir, sem auk húsmóðurhlutverksins starfaði hjá Tryggingastofnun og einnig við ýmis verslunarstörf. Gylfi er yngstur fjögurra systkina, tveggja bræðra og einnar systur. Ráðinn á staðnum „Mig vantaði sumarvinnu og eftir að hafa setið próf uppi í háskóla vorið 1979 ákvað ég að fara yfir götuna og athuga með starf í Bændahöllinni hjá Hótel Sögu eða samtökum bænda sem ég vissi að hefðu þar skrifstofur. Ég endaði uppi á þriðju hæð og hitti þar fyrir Gunnlaug Lárusson, skrifstofustjóra hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins. Svo vildi til að hann var þá akkúrat að leita að sumarafleysingamanni og taldi hann nýbakaðan Verzlunarskólastúdent henta vel í starfið og réði mig því á staðnum.“ Hlutverk Framleiðsluráðs landbúnaðarins var eftirlit með sölu, verðmiðlun og verðskráningu á íslenskum landbúnaðarvörum fyrir hönd ríkisins og framkvæmd búvöru- laganna gagnvart bændum. Þetta var í árdaga tölvubyltingarinnar og fólst starf mitt í því að færa framleiðslu-, birgða- og söluskýrslur frá öllum sláturleyfishöfunum og mjólkursamlögunum inn í gríðarlega stóra kladda og stemma af. Þetta var svo grunnurinn af niðurgreiðslum sem við síðan deildum út til sláturleyfishafanna og mjólkursamlaganna, auk þess sem innheimt voru svokölluð sjóðagjöld á grunni þessara upplýsinga, svo sem búnaðarmálasjóðsgjald, neytenda- og jöfnunargjald og framleiðsluráðsgjald. Þetta var mikil handavinna, en mjög lærdómsríkt fyrir ungan mann til að læra nákvæmni í vinnubrögðum,“ segir Gylfi. Fyrstu árin starfaði Gylfi hjá Framleiðsluráði með háskólanámi en síðan í fullu starfi 1982 og 1983. „Ég lét síðan af störfum hjá ráðinu vorið 1984 og fór tímabundið í fullt starf hjá Fram við knattspyrnuskólann og þjálfun sjötta flokks, auk þess sem ég sat í stjórn knattspyrnudeildar félagsins í fjölmörg ár. Haustið 1984 og fram á vor 1985 starfaði ég síðan til skamms tíma hjá Olís, fyrst á bensínstöð og svo í markaðsdeildinni.“ Stéttarsamband bænda og Bændasamtök Íslands Gylfi segir að um vorið 1985 hafi Hákon Sigurgrímsson haft samband og boðið honum vinnu við fjármálastjórn og almenn skrifstofustörf hjá Stéttarsambandi bænda. „Ég tók því fegins hendi og hef í raun haft þann starfa með höndum æ síðan. Hákon var þannig mikill áhrifavaldur í mínu lífi og alveg frábær yfirmaður en fyrir það er ég honum ævinlega þakklátur. Þess má geta að Hákon var, ásamt Hauki Halldórssyni, þáverandi formanni Stéttarsambandsins, aðalhvatamaðurinn að því að koma útgáfu Bændablaðsins á koppinn, en um mikilvægi blaðsins fyrir bændur og landsmenn alla þarf vart að fjölyrða á þessum vettvangi. Við sameiningu Stéttarsambandsins og Búnaðarfélags Íslands árið 1995 fékk ég síðan titilinn aðalbókari og átti þar í mjög góðu samstarfi við Gunnar Hólmsteinsson, sem kom frá Búnaðarfélaginu og tók við sem skrifstofustjóri sameinaðra samtaka. Er Gunnar lét síðan af störfum árið 2004 tók ég við sem skrifstofu- og fjármálastjóri Bændasamtakanna og hef starfað sem slíkur síðan þá.“ Gylfi er því búinn að starfa í tengslum við landbúnað í rúm fjörutíu ár og megnið af sinni starfsævi, en auk starfa sinna við fjármálin kom hann að undirbúningi ýmissa funda og ráð- stefna, svo sem aðalfunda SB og Búnaðarþings, auk sem sem hann ritaði fundargerðir stjórna SB og BÍ um langt skeið og einnig þinggerðir Búnaðarþings og margt fleira. Fótboltinn, Fram og dómaraferillinn „Fótbolti hefur ávallt verið stór hluti af lífi mínu og sem krakki fórum við Gunni bróðir alltaf í fótbolta strax eftir skóla enda komst fátt annað að. Fjölskyldan var öll meira og minna í íþróttum, en pabbi spilaði handbolta með Fram og var í fyrsta íslenska handboltalandsliðinu. Mamma lék einnig handbolta, en þannig kynntust þau skötuhjúin. Systir mín var margfaldur Íslandsmeistari í gullaldarliði Fram. Gunnar bróðir var meistaraflokksleikmaður í fótbolta hjá Fram og Ólafur var lykilmaður í stjórn knattspyrnudeildarinnar og unglingastarfinu þar um áratugaskeið.“ Þegar Gylfi er spurður um mikilvægi Fram í lífi fjölskyldunnar segir hann það í sjálfu sér ekkert skrítið. „Það kom aldrei neitt annað til greina þar sem Fram var stofnað af hópi ungra manna heima í stofu hjá afa á Tjarnargötunni þann 1. maí 1908 og við því öll með blátt blóð í æðum og þannig hefur Fram alla tíð verið stór partur af lífinu.“ Þrátt fyrir að hafa æft fótbolta af mikilli ástríðu í yngri flokkunum segir Gylfi að hann hafi áttað sig á því í kringum tvítugt að hann væri „ekki til útflutnings“ sem knattspyrnumaður. „Ég tók því ungur sæti í stjórn knattspyrnudeildar Fram og þjálfaði þar jafnframt barna- og unglingalið og síðar meir einnig hjá Stjörnunni í Garðabæ. Á þeim tíma var iðulega skortur á dómurum í yngriflokkaleikjunum og því tók ég fljótlega dómarapróf til þess að geta reddað málum þegar á þurfti að halda. Stundum þróast hlutirnir hins vegar á annan veg en maður ætlar, því það var síðan nánast fyrir algjöra tilviljun að ég var kallaður út þegar KSÍ vantaði dómara í meistaraflokksleik á Ísafirði. Ég sló til og svo vatt þetta upp á sig og í framhaldinu hætti ég að þjálfa og dómgæslan tók alveg yfir.“ Á 25 ára dómaraferli sínum, þar af 13 ár sem alþjóðlegur (FIFA) dómari, dæmdi Gylfi marga stórleiki bæði hér heima og erlendis, en samtals skiptu dómgæslustörfin allnokkrum hundruðum. Í kjölfar dómaraferilsins tók Gylfi síðan að sér það verkefni fyrir KSÍ að vera eins konar „lærifaðir“ fyrir unga og efnilega dómara og í framhaldi af því var hann síðan kosinn í stjórn KSÍ árið 2009 þar sem hann átti sæti í átta ár, lengst af sem varaformaður og síðan gjaldkeri, auk þess að vera formaður dómaranefndar sambandsins. Frá lokum dómaraferilsins og til dagsins í dag hefur Gylfi einnig starfað sem alþjóðlegur dómaraeftirlitsmaður fyrir hönd UEFA og FIFA, auk þess sem íslensk þýðing knattspyrnulaganna hefur verið á hans könnu í yfir 20 ár. West Ham Fyrir þá sem ekki vita þá er Gylfi mikill stuðningsmaður West Ham í enska boltanum. „Það verður einhver að halda með þeim,“ sagði Gylfi og hló. Ástæða þess að West Ham varð fyrir valinu er sú að þegar Englendingar urðu heimsmeistarar árið 1966 voru þrír „Hamrar“ þar í lykilhlutverkum, Bobby Moore, fyrirliði, Geoff Hurst, sem skoraði Með blátt Framblóð í æðum – Borgarbarnið sem starfaði hjá bændum í rúm 40 ár Gylfi Þór Orrason, fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands. Mynd / VH Týndum Sigurði á Lækjarmóti í Coventry Árið 1987 fengu Samvinnuferðir/Landsýn mig og Eirík Helgason til að taka að okkur fararstjórn fyrir yfir hundrað manna hóp bæn- da og starfsmanna landbúnaðarfyrirtækja á Smithfield landbúnaðarsýninguna sem haldinn var í Earl‘s Court í London í byrjun desember. Meðal dagskráratriða var skoðu- narferð í Massey Ferguson verksmiðjuna í Coventry og því þótti líka tilvalið að nota tækifærið og skoða hina merku dómkirkju borgarinnar í leiðinni. Meðal þátttakend anna var bændahöfðinginn Sigurður Líndal á Læk- jarmóti í V-Húnavatnssýslu, en þegar hon- um tók að leiðast þófið við kirkjuskoðunina hugðist hann fara aftur í rútuna og bíða þar samferðamanna sinna. Hann fann hins vegar ekki rútubílastæðið og lenti því í villu vegar í miðbæ Coventry og þegar við síðan töldum inn í rútuna var hann hvergi að finna. Við leituðum hans skipulega á nálægu svæði og höfðum síðan samband við lögregluna vegna málsins. Um síðir gátum við hins vegar ekki frestað leng ur ferðinni til baka og því var ekki laust við að fararstjórarnir tveir hafi verið orðnir verulega áhyggjufullir er við skiluðum okkur inn á hótel í London. En viti menn, hver sat þá þarna í and dyrinu og tók glaðbeittur á móti hópnum og spurði hvað hafði tafið okkur annar en Sigurður sjálfur. Þegar hann áttaði sig á því að hann hafði ekki ratað á rútubí- lastæðið rambaði hann á lestarstöðina og keypti sér miða til London og skilaði sér þan- nig til baka langt á undan hópn um. Þetta var NB langt fyrir tíma gsm-símanna. Formenn & framkvæmdastjórar Þegar Gylfi kom fyrst til starfa hjá Framleiðslu- ráði landbúnaðarins árið 1979 var Gunnar Guðbjartsson, Hjarðarfelli, formaður SB, en hann var þá jafnframt framkvæmdastjóri FL. Á eftir honum sem formaður SB komu svo Ingi Tryggvason, Kárhóli (1981-1986) og loks Hauk ur Halldórsson, Sveinbjarnargerði (1987-1995). Hákon Sigurgrímsson var fram- kvæmdastjóri SB (1977-1995). Fyrsti formaður Bændasamtak anna eftir sameiningu SB við Búnaðarfélagið var síðan Ari Teitsson, Hrí- sum (1995-2004), en á eftir honum komu svo Haraldur Benediktsson, Rein (2004-2013), Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, Bakkakoti (2013-2019), Guðrún Sigríður Tryggva dóttir, Svartárkoti (2019-2020) og loks núverandi formaður, Gunnar Þorgeirsson, Ártanga (frá 2020). Fyrsti framkvæmdastjóri BÍ var Sigur- geir Þorgeirsson (1995-2007), en á eftir hon- um komu svo Eiríkur Blöndal (2008-2015), Sigurður Eyþórsson (2015-2020) og loks núverandi framkvæmdastjóri, Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir (frá 2021). Samstarfið við alla ofangreinda yfirmenn og gagnkvæmt traust kvað Gylfi alla tíð hafa verið hnökralaust og aldrei hafi borið þar á nokkurn skugga. Halldóra Ólafsdóttir, Gylfi Þór Orrason og Hákon Sigurgrímsson fara yfir málin á skrifstofu Stéttarsambands bænda árið 1985. Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is VIÐTAL

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.