Bændablaðið - 23.03.2023, Side 35
35Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2023
ÖFLUG VÖKVADRIFIN VERKFÆRI FRÁ HYCON
DÖNSK GÆÐASMÍÐI OG ÁRATUGA REYNSLA
Tangarhöfða 1, 110 Reykjavík / 551 5464 / wendel.is
Brothamrar Kjarnaborvélar Steypusagir Vatnsdælur GlussadælurNiðurrekstarhamrar
Varahlu�r í Bobcat
Hér er ágætt að draga það inn í
söguna að þegar Stulli hafði verið
í bjórlæri vestanhafs hafði eitt af
skilyrðunum verið að hann þyrfti að
gangast undir lærlingsstöðu. Fyrsta
val Stulla gekk ekki, en annað valið
hins vegar gekk vel, en þar munstraði
hann sig í brugghús á vesturströnd
Bandaríkjanna sem heitir Russian
River en þar ræður bruggmeistarinn
Vinnie Cilurzo ríkjum.
Vinnie og Russian River
brugghúsið var einna frægast fyrir
bjórinn sinn Pliny the elder, sem var
einn eftirsóttasti vesturstrandar IPA
bjórinn og oft nefndur í sömu andrá
og bestu bjórar heims.
Jólasveinarnir
Velgengni Úlfs, nr. 3, sem byggður
var á Pliny the elder bjórnum hefði
því raunar ekki átt að koma á óvart en
segja má að sá bjór hafi að einhverju
leyti sett handverksbylgjuna sem hófst
með Kalda í næsta gír, enda ferskur
IPA allt í einu til hérlendis. Í dag þykir
hálfasnalegt að opna vínveitingastað
án þess að bjóða upp á slíkan bjór en
þarna fyrir um 13 árum þekktist hann
varla á börum og þá alls ekki ferskur.
Jólabjórar Borgar eru síðan flestum
landsmönnum kunnir, en þeir bera nöfn
jólasveinanna 13 eins og þeir koma
fyrir í kvæðum Jóhannesar úr Kötlum
en ef til vill var sá sem kom næstur
Úlfi að áhrifamætti bjórinn Surtur, nr.
8. Þarna hafði Valgeir, sem áður var
bruggari Ölvísholts komið til starfa hjá
Borg Brugghúsi og hafði getið sér gott
orð fyrir Lava bjórinn sem áður var
fjallað um í Bændablaðinu.
Var sannfæring birgðastjóranna hjá
Borg að upplagið myndi endast út árið,
en það dugði varla vikuna! Eftir þessi
ósköp nutu bjórgerðarmeistarar Borgar
Brugghúss algjörs frelsis til að skapa
og afraksturinn sýnir að þeir létu ekki
segja sér það tvisvar. Bjórsamfélagið
spenntist upp í hvert sinn sem fréttist
af nýjum Borgarbjór og biðraðir
mynduðust jafnvel við Vínbúðir.
Vissulega hefur Borg brugghús
ávallt starfað í skjóli Ölgerðarinnar
sem hefur kannski gefið
fovígismönnum brugghússins meira
hugrekki í tilraunum en ýmislegt
nýtt sem aldrei hafði litið dagsins
ljós áður kom í gegnum Borg. Má
þar með áðurnefndum fyrirvörum
minnast sem dæmi á taðreykta bjóra,
áfengislausa handverksbjóra, það
að nota 100% íslenskt og ómaltað
bygg til framleiðslu, notkun íslensks
blóðbergs, auk þess sem Borg
brugghús var í fararbroddi að stofna
til samstarfs við erlend brugghús og
koma þannig með nýja þekkingu
sem bruggmeistararnir hafa alltaf
verið til í að miðla. Borg brugghús
hefur þannig haft mjög jákvæð áhrif
á bjórsamfélagið en einnig á rekstur
Ölgerðarinnar, því ýmislegt jákvætt
þar virðist hafa smitast yfir í stærra
brugghúsið. Þannig var Bjartur lengi
vel Sumargull, Skógarpúki, bjór nr.
6, varð Þorragull og svo mætti lengi
telja. Nokkru síðar varð Ölgerðin
stærsti framleiðandi á bjór á Íslandi og
hvort það er Bjórskólanum eða Borg
brugghúsi að þakka skal ósagt látið.
En rúmlega 200 bjórum (102 með
fast númer þegar þetta er skrifað, 29
á undirnúmerum, 34 samstarfsbjórar
og 44 bjórar úr tilraunalínu) og einum
Rússajeppa síðar er augljóst að
Borg brugghús er eitt afkastamesta
handverksbrugghúsið á Íslandi og
þótt víðar væri leitað.
IPA
IPA stendur fyrir bjórstílinn Indian
Pale ale, en stíllinn á sögulegar
rætur sínar að rekja til loka 18. og
upphafs 19. aldar þegar Bretar voru
að senda bjór frá heimalandinu til
nýlendu sinnar Indlands, en til
þess að bjórinn lifði af ferðina var
dælt í hann humlum, sem er nátt
úrulegt andoxunarefni, náttúrulegt
rotvarnarefni í bjór. Meira af huml
um þýðir að bjórinn endist betur.
Rússajeppinn og bruggmeistararnir, Árni, Sturlaugur og Hlynur.