Bændablaðið - 23.03.2023, Síða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2023
Mesta orkunotkun í landinu felst í hita-
veitum og varmadælur sækja á. Hvað er
glatvarmi?
Hitaveita – lághiti
Á Íslandi eru yfir 250
lághitasvæði með
yfirborðsvirkni allvel
kunn. Lághitasvæði
teljast jarðvarmasvæði
þar sem hitastig er lægra
en 150°C á 1.000 metra
dýpi. Þau raðast utan við
eða í jaðri gosbeltanna
og sækja varmann djúpt til heitra jarðlaga.
Grunnvatnsrennsli og sprungukerfi stýra
að mestu yfirborðsvirkninni en hitaveitur
nýta borholur og langoftast líka dælur í
þeim. Lághitaveitur leiða borholuvatn til
neytenda beint úr borholum en sums staðar
hita varmaskiptar upp kalt neysluvatn með
því heita sem nýtist þar með notendum til
upphitunar og neyslu. Rannsóknir hafa leitt
í ljós að virkjanleg lághitasvæði eru víðar en
talið var og sum þeirra án þess að hverir eða
laugar sjáist að marki. Nýjar hitaveitur hafa
verið ræstar á svokölluðum köldum svæðum
undanfarin 10 til 20 ár.
Hitaveita – háhiti
Á Íslandi eru á milli 30 og 40 háhitasvæði
kunn og nokkur þeirra hulin jökulís.
Háhitasvæði eru með hitastigi yfir 200°C
á 1.000 m dýpi en hæstmældi hiti á nærri 5
km dýpi er um 430°C. Háhitasvæði koma
fram á eldstöðvakerfum gosbeltanna og
varmi þeirra rakinn til nálægra kvikuhólfa
og kvikuinnskota.
Svæðin eru mörg sýnileg í megineldstöðvum
kerfanna en önnur í nágrenninu. Gufa ásamt
fersku grunnvatni er grunnur hitaveitna
á háhitavæðum
Kynt hitaveita
Hitaveitur byggðar á lág- eða háhita sjá
um 90% landsmanna fyrir rýmisupphitun
og fjölda ylræktarfyrirtækja fyrir varma.
Þar sem þeirra nýtur ekki við eru reistar
orkustöðvar þar sem vatn er hitað til
rýmishitunar og neyslu með olíu, raforku
eða varmadælu og leitt um lagnir til notanda.
Hlutur orkuskipta felst í að fækka kyntum
hitaveitum og að koma á raforkukyndingu,
glatvarmabeislun eða vamadælum í stað
olíukyndingar þar sem kynt hitaveita verður
ekki leyst af hólmi með hefðbundinni
hitaveitu.
Varmadæla
Hröð þróun hefur orðið á varmadælum.
Raforku þarf til þeirra en tækin skila meiri
orku, á formi varma, en notuð er til þeirra.
Til varmadælu þarf lokaða hringrás með
vökva með lágu suðumarki og án neikvæðra
umhverfisáhrifa. Utanaðkomandi varmi,
t.d. úr hlutfallslega heitum, þurrum jarð-
lögum eða jarðhitavatni eða sjó, veldur
suðu vökvans. Með rafknúinni þjöppu er
þrýstingur á gasi frá sjóðandi vökvanum aukinn.
Hitastig þess hækkar mjög mikið. Varmi er
fluttur frá hringrásarvökvanum í inniloft eða til
hitaveitu- og neysluvatns í geymi. Varmadæla
er í raun „öfugur“ ísskápur.
Stæsta varmadælustöðin er í Vestmanna-
eyjum. Sex til 11 stiga heitur sjór er kældur
í 2 til 3 stig. Varminn sem losnar samsvarar
um 90% varmaorku til rýmishitunar í Eyjum.
Styrkir fást til uppsetningu varmadæla.
Glatvarmi
Varmaorka sem stafar frá framleiðsluferlum
og hverfur ónýtt til umhverfisins er nefnd
glatvarmi. Hann er unnt að virkja með ýmsu
móti, t.d. með varmadælum og með því að hita
upp ferskvatn í varmaskiptum eða framleiða
raforku með gufu- eða gashverflum og rafölum.
Algengt er að mikill glatvarmi fylgi
orkufrekum iðnaði, t.d. framleiðslu álvera og
framleiðslu málmblendis og kísils. Glatvarmi
fylgir líka orkuvinnslu með jarðvarma og
affallsvatni hitaveitna.
Ari Trausti Guðmundsson,
jarðvísindamaður, rithöfundur
og fyrrverandi þingmaður.
Á Landsmóti hestamanna eru
keppnis- og kynbótahross heil-
brigðisskoðuð eftir fyrirkomu-
laginu „Klár í keppni“.
M a t v æ l a -
stofnun hefur
umsjón með
skoðuninni sem
ætlað er að
uppfylla ákvæði
9. gr. reglugerðar
um velferð hrossa
þar sem stendur:
Aðeins má nota
heilbrigð hross í
góðri þjálfun til keppni eða sýninga.
Um er að ræða einfalda
heilbrigðisskoðun sem að jafnaði
fer fram daginn fyrir hverja keppni
og felur í sér skoðun á munni, fótum
og hreyfingum hestsins auk almenns
ástands.
1. Skoðun á almennu ástandi
(holdafari, eitlum, öndun)
2. Skoðun á fremsta hluta
munnsins. Tungan tekin til hliðar
(án deyfingar)
3. Fætur þreifaðir og einföld
heltiskoðun (hreyfingar á feti og
brokki)
Skoðunin „Klár í keppni“ er
í stöðugri þróun með það í huga
að fanga álagseinkenni og leggja
mat á velferð hrossa í mismunandi
keppnisgreinum og frá einum tíma
til annars. Hver skoðun endurspeglar
það álag (þrýsting) sem á undan
er gengið. Í gæðingakeppni gefur
skoðun fyrir milliriðla mynd af álagi
í forkeppninni.
Þau hross sem komast áfram eru
skoðuð aftur fyrir úrslitin.
Hér verður fjallað sérstaklega
um skoðun á munni hestanna en slík
skoðun hefur nú verið framkvæmd
með sama hætti undanfarin 5
Landsmót.
Skoðun á munni keppnishesta
gefur upplýsingar um þrýsting frá
mélum og öðrum beislabúnaði. Með
því að taka tunguna varlega til hliðar
má skoða fremsta hluta munnsins án
þess að deyfa hestinn eða þvinga á
nokkurn hátt. Þannig fæst yfirlit yfir
tannlausa bilið sem er það svæði sem
helst tekur við þrýstingi frá mélum
og múlum. Þrýstingsáverkar í
munni endurspegla taumtakið, bæði
hversu miklum þrýstingi er beitt og
hversu lengi. Algengast er að finna
áverka í munnvikum og innanverðum
kinnum. Þar getur slímhúðin klemmst
milli méla (og múla) annars vegar
og tanna hins vegar. Langvarandi
þrýstingur veldur súrefnisþurrð og
vefjaskemmdum í slímhúðinni. Einnig
sjást þrýstingsáverkar á kjálkabeini
neðri kjálka þar sem þunn slímhúðin
hefur gefið eftir. Beinhimnan sem
umlykur beinið er viðkvæmur vefur
með mikið sársaukaskyn og því hafa
þessir áverkar verið taldir alvarlegri
en aðrir. Tungan er hins vegar sterkur
vöðvi sem er vel til þess fallinn að bera
mélin og er hún þakin þykkri slímhúð
sem þolir álag vel.
Þrýstingsáverkar þar eru sjaldgæfir.
Tungan nær alla jafna að vernda
kjálkabeinið gegn þrýstingi frá mélum.
Skoðun keppnishrossa á
landsmótum hefur undangenginn
áratug náð til hesta í öllum keppnis- og
sýningargreinum í fullorðinsflokkum
og í ungmennaflokki. Þau gögn hafa
lagt grunn að áhættumiðuðu eftirliti og
tekur Matvælastofnun ákvörðun fyrir
hvert landsmót hvar áherslan liggur
hverju sinni. Á öllum landsmótum á
þessu tímabili hafa hross sem komust í
milliriðla í A- og B- flokkum gæðinga
og í ungmennaflokki (B-flokkur)
verið skoðuð með sambærilegum
hætti. Þarna er um að ræða um 30
hross í hverri grein á hverju móti
eða um 450 skoðanir. Sem fyrr segir
endurspeglar þessi skoðun fyrst og
fremst forkeppnina og gefur því ekki
heildarmynd af álaginu. Þau hross sem
að lokum standa í verðlaunasætum eiga
eftir að mæta a.m.k. tvisvar til viðbótar
á keppnisvöllinn. Þessi skoðun er hins
vegar vel til þess fallin að bera saman
tíðni þrýstingsáverka milli landsmóta
og gefur dýrmætar upplýsingar um
þróun á ástandi afrekshesta.
Líta má á þrýstingsáverka í munni
sem óbeina þrýstingsmælingu sem
gefur mynd af taumtaki og álagi í
víðara samhengi. Tíðni áverkanna
er því hentugur velferðarvísir fyrir
keppnishesta.
Tíðni þrýstingsáverka í munni
keppnishesta er nú helmingi lægri
en árið 2012. Heildartíðnin hefur
lækkað úr 60% í 30%. Algengast er
að finna fremur væga þrýstingsáverka
í munnvikum, kinnum og á kjálkabeini
sem þó sýna að þrýstingur hafi
farið yfir þolmörk slímhúðarinnar.
Tíðni alvarlegri þrýstingsáverka á
kjálkabeini hefur líka helmingast á
undangengnum áratug, er nú 7,7% í
stað 15% árið 2012.
Eins og sjá má á myndinni varð
mesta breytingin árið 2014 en þá
hafði bann við notkun stangaméla
með tunguboga tekið gildi (reyndar
til bráðabirgða til að byrja með, en
var staðfest við útgáfu reglugerðar um
velferð hrossa seinna sama ár).
Á landsmótinu 2016 leit út fyrir að
um varanlega breytingu til batnaðar
væri að ræða og senn tækist að útrýma
áverkum á kjálkabeini. Því miður
kom bakslag á LM 2018 og það eru
vonbrigði að enn hafi ekki náðst nema
hálf leiðin að því marki.
Þess ber þó að geta að alvarlegustu
áverkarnir, sem fundust árið 2012,
eru nær horfnir. Þar var um að ræða
umfangsmiklar bólgur í slímhúð,
beinhimnu og jafnvel sjálfu beininu
á aftari hluta tannlausa bilsins. Í stað
þeirra finnast nú litlir, en oft mjög
aumir punktar framan og utan við
fremsta jaxl í neðri gómi þar sem
þrýstingur frá mélum hefur eyðilagt
slímhúðina á afmörkuðu svæði þannig
að beinið og beinhimnan liggja óvarin.
Þessar breytingar flokkast sem
alvarlegir áverkar á kjálkabeini
vegna sársaukans sem hestar sýna
við þrýsting á þessa punkta þó þeir
séu vart sýnilegir.
Til að ná frekari árangri þarf
dýpri skilning á því álagi sem lagt
er á keppnishross á öllum stigum
þjálfunartímabilsins og hvaða
áhættuþættir liggja að baki þegar
álagið verður of mikið.
Áframhaldandi rannsóknir á
heilsu og velferð keppnishesta eru
því forsenda nauðsynlegra framfara.
Sigríður Björnsdóttir,
dýralæknir hrossasjúkdóma
hjá MAST.
Sigríður
Björnsdóttir.
Velferðarvísir fyrir keppnishross
sýnir jákvæða þróun
Námafjall. Jarðhiti er ein verðmætasta náttúruauðlind landsins og hitaveitur á há- og
lághitasvæðum aðal orkuuppspretta landsmanna miðað við orkugildi. Mynd / Feodor Pitcairn
Þrenns konar hitaveitur (og meira til)
– Fróðleikur um orkumál og orkuskipti – 5. hluti
Ari Trausti
Guðmundsson.
Á FAGLEGUM NÓTUM