Bændablaðið - 23.03.2023, Qupperneq 57

Bændablaðið - 23.03.2023, Qupperneq 57
57 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2023 Garn: Scheepjes Our Tribe (100g/420m), fæst hjá Handverkskúnst. 100g litur 970, Cypress Textiles 100g litur 967, Simy 100g litur 964, New Leaf 100g litur 963, Haak Maar Raak 200g litur 881, Blackberry Black Úr einni dokku af Scheepjes Our Tribe nást um 20 ferningar, jafnvel fleiri. Ein dokka af svörtu dugði í kant á um 55 dúllur. Heklunál: 3 mm Teppastærð: 115 x 80 cm eftir þvott Skammstafanir: L – lykkja, LL – loftlykkja, KL – keðjulykkja, HST – hálfstuðull, ST – stuðull, TBST - tvíbrugðinn stuðull (tvöfaldur stuðull), OTBST - opinn tvíbrugðinn stuðull, 3 OTBST - þrír opnir tvíbrugðnir stuðlar heklaðir saman Uppskriftin: Heklið 4 LL, tengið saman í hring með KL. 1. umf: Heklið 3 LL (telst sem 1 ST), 15 ST inn í hringinn, lokið umf með KL í þriðju LL af þeim þrem sem heklaðar voru í byrjun umf. (16 ST) 2. umf: Heklið 4 LL (telst sem 1 ST + 1 LL), *1 ST í næstu L, 1 LL*, endurtakið frá * að * 14 sinnum til viðbótar, lokið umf með KL í þriðju LL af þeim fjórum sem heklaðar voru í byrjun umf. (16 ST + 16 LL-bil) 3. umf: Heklið KL í næsta LL-bil, 3 LL, 2 OTBST í sama LL-bil (telst sem fyrsti 3 OTBST), 3 LL, *3 OTBST í næsta LL-bil, 3 LL*, endurtakið frá * að * 14 sinnum til viðbótar, lokið umf með KL í fyrsta 3 OTBST umf. 4. umf: Heklið KL yfir í næsta LL-bil, 4 LL (telst sem 1 TBST), [2 TBST, 3 LL, 3 TBST] í sama LL-bil, 3 ST í næsta LL-bil, 3 HST í næsta LL-bil, 3 ST í næsta LL-bil, *[3 TBST + 3 LL + 3 TBST] í næsta LL-bil, 3 ST í næsta LL-bil, 3 HST í næsta LL-bil, 3 ST í næsta LL-bil*, endurtakið frá * til * 2 sinnum til viðbótar, lokið umf með KL í fjórðu LL af þeim fjórum sem heklaðar voru í byrjun umf. 5. umf: Heklið 3 LL (telst sem 1 ST), 1 ST í næstu 2 L, [2 ST + 3 LL + 2 ST] í hornið, *1 ST í næstu 15 L, [2 ST + 3 LL + 2 ST] í hornið*, endurtakið frá * að * 2 sinnum til viðbótar, 1 ST í næstu 12 L, lokið umf með KL í þriðju LL af þeim þrem sem heklaðar voru í byrjun umf EÐA slítið frá og gerið ósýnilegan frágang. Skiptið um lit, byrjið næstu umferð hvar sem er á dúllunni. 6 umf: Tengið með KL í einhverja L, heklið 3 LL (telst sem 1 ST), heklið *1 ST í hverja L fram að horni, [2 ST + 3 LL + 2 ST] í hornið*, endurtakið frá * að * 3 sinnum til viðbótar, 1 ST í hverja L út umf, lokið umf með KL í þriðju LL af þeim þrem sem heklaðar voru í byrjun umf EÐA slítið frá og gerið ósýnilegan frágang. Ferningar tengdir saman: Ég vildi einfalda leið til að tengja saman ferningana og valdi því að hekla þá saman með keðjulykkjum að framan. Ég legg tvo ferninga saman og læt röngurnar snúa saman. Byrja á hornunum í miðju lykkjunni af þeim þremur loftlykkjum sem eru í horninu, sting nálinni í fremri lykkjuna á ferningnum sem snýr að mér og aftari lykkjuna á hinum ferningnum, svo hekla ég keðjulykkjur. Kantur: 1. umf: Tengið með KL í hvaða L sem er, heklið 2 LL (telst ekki með), heklið 1 ST í sömu L og KL var gerð í, *heklið 1 ST í hverja L að samskeytum ferninganna, 2 ST í LL-bil á fyrri ferning, 2 ST í LL-bil á seinni ferning*, endurtakið frá * að * að næsta horni, [2 ST + 3 LL + 2 ST] í hornið**, endurtakið frá * að ** 3 sinnum til viðbótar, 1 ST í hverja L að samskeytum ferninganna, 2 ST í LL-bil á fyrri ferning, 2 ST í LL-bil á seinni ferning út umf, lokið umf með KL í fyrsta ST. 2. umf: Heklið 2 LL (telst ekki með), heklið 1 ST í sömu L og KL var gerð í, *heklið 1 ST í hverja L fram að horni, [2 ST + 3 LL + 2 ST] í hornið* endurtakið frá * að * 3 sinnum til viðbótar, 1 ST í hverja L út umf, lokið umf með KL í fyrsta ST. Endurtakið 2. umf þar til kanturinn er orðinn eins stór og þú vilt hafa hann eða bara þar til garnið er búið. Heklkveðjur frá píunum í Handverkskúnst Elín, Guðrún & Henný. Pönnukökur & beikon best! Hún Katrín Eva er hress og lífsglöð stelpa sem býr með fjölskyldunni sinni í Svíþjóð. Nafn: Katrín Eva Pétursdóttir. Aldur: 9 ára, alveg að verða 10 ára. Stjörnumerki: Fiskur. Búseta: Bý í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar. Skóli: Örbyskolan. Skemmtilegast að gera: Sauma og leika með dúkkur og hestadót. Uppáhaldsdýr: Hestar. Uppáhaldsmatur: Pönnukökur og beikon. Uppáhaldslag: „Shallow“ úr myndinni „Star is Born“. Uppáhalds bíómynd/sjónvarpsefni: Sænska fjölskyldan og Home Alone. Æfirðu íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri: Æfi dans og er í skátunum. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór: Íslenskukennari fyrir íslensk börn í útlöndum, leikskólakennari eða grunnskólakennari. Mest spennandi sem þú hefur gert: Útilega á Íslandi. Minnisstæðast frá liðnu sumri: Húsbílaferðalag um Svíþjóð, Danmörku og Þýskaland. Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. SUDOKUÞRAUTIR Bændablaðsins Þung Þyngst Létt Miðlungs ERFINGJAR LANDSINS HANNYRÐAHORNIÐ Hádegisblóm Þetta dúlluteppi er heklað úr Scheepjes Our Tribe sem er nýlegt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Það er sjálfmynstrandi og því tilvalið í svona klassísk dúlluteppi. Garnið er merino ullarblanda sem gerir það mýkra en annað sambærilegt garn en samt má skella því í þvottavél. Uppskriftina er einnig hægt nálgast rafrænt á www.GARN.is með fleiri myndum og útskýringum. Við hvetjum sem flesta til að hafa samband ef ykkur langar að vera með! Hafið samband: sigrunpeturs@bondi.is Hluthafafundur Ferðaþjónustu bænda hf. 30. mars 2023 Stjórn Ferðaþjónustu bænda hf. boðar til hluthafafundar fimmtudaginn 30. mars. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum fyrirtækisins í Síðumúla 2 kl. 14.00. Dagskrá: 1. Tillaga um breytingu á samþykktum varðandi niðurfellingu á forkaupsrétti hluthafa. Lagt er til að 8. gr. falli niður og forkaupsréttur hluthafa felldur niður í 9. gr. og breytast númer greina því til samræmis þannig að 9. gr. verður 8. gr. og númer annarra greina lækka um 1. Reykjavík, 22. mars 2023 Stjórn Ferðaþjónustu bænda hf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.