Bændablaðið - 27.04.2023, Qupperneq 2

Bændablaðið - 27.04.2023, Qupperneq 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 27. apríl 2023 FRÉTTIR Gæði fyrir dýrin og þig! FB Reykjavík Korngarðar 12 570 9800 FB Selfoss Austurvegur 64 a 570 9840 FB Hvolsvöllur Duftþaksbraut 1 570 9850 www.fodur.is fodur@fodur.is Viðurkenningar á fagfundi sauðfjárræktarinnar 2023: Brúnastaðir ræktunarbú ársins – Galli var valinn besti lambafaðirinn og Viddi besti alhliðahrútur sæðingastöðvanna Á fagfundi sauðfjárræktarinnar 13. apríl voru veittar viður­ kenningar fyrir góðan árangur í sauðfjárrækt. Sauðfjárræktarráðunautar Ráð- gjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) útnefndu Brúnastaði í Flóahreppi ræktunarbú ársins 2022, besti lambafaðir sæðingastöðvanna á síðasta ári var Galli frá Hesti í Borgarfirði og þá var Viddi frá Fremri-Gufudal í Gufudalssveit valinn besti alhliða kynbótahrútur sæðingastöðvanna. Það var Eyþór Einarsson, ráðunautur hjá RML, sem kynnti niðurstöður fagráðsins. Í máli hans kom fram að ræktunarbú ársins væri nú útnefnt í annað skiptið. Forsendurnar fyrir valinu væru heildareinkunn kynbótamats fyrir ærnar á viðkomandi búi, en reiknuð er heildareinkunn á allar kindur fæddar 2012 til 2021. Meðalkynbótaeinkunn búsins er 108,1 BLUP-stig og sagði Eyþór að það stæði afgerandi hæst allra búa í landinu Brúnastaðir hljóta Halldórsskjöldinn Brúnastaðir hljóta því Halldórs- skjöldinn 2022. Í rökstuðningi Eyþórs kom fram að til að bú komi til álita þurfi það að uppfylla ýmsar kröfur um afurðir í takti við núgildandi ræktunarmarkmið og komast inn á lista yfir úrvalsbú sem birtur er á vef RML. Eyþór sagði að á Brúnastöðum hafi ræktun á þeim sauðfjárstofni sem þar er í dag hafist árið 1952 þegar tekið var nýtt fé eftir mæðuveikifjárskiptin. Stofnkindurnar komu úr Suður-Þingeyjarsýslu Að sögn Eyþórs komu stofnkindurnar í ræktun Brúnastaða úr Suður- Þingeyjarsýslu, úr Aðaldalnum, frá Húsavík og af Tjörnesinu. „Árið eftir var fenginn hrútur frá Hóli í Kelduhverfi sem Hrappur hét og reyndist happafengur. Ákveðin straumhvörf urðu síðan í fjárræktinni á búinu þegar byggð voru ný fjárhús 1983 sem skilaði því að afurðirnar jukust og ræktunaráhuginn magnaðist. „Sauðfjársæðingar hafa lengi verið stundaðar af kappi á Brúnastöðum, eða allt frá árinu 1968. Þannig hefur lengi verið sótt í það besta erfðaefni sem í boði er á hverjum tíma. Hrútar frá Hesti hafa mikið verið notaðir þar og reynst farsællega. Eyþór nefndi nokkra hrúta sem markað hafa spor í ræktuninni á Brúnastöðum; Jarl 90-311 frá Oddgeirshólum og síðan heimahrútana, Blæ 91-312, sem var sonur Fóla 88-911 frá Hesti og dótturson Arons 83-825 frá Hesti; Kristal 02-079, son Lóða 00-871 frá Hesti og dótturson Garps 92-808 frá Lækjarhúsum og Sorti 16-079, son Jónasar 12-949 frá Miðgarði og dótturson Guma 09-880 frá Borgarfelli. „Þá var til á búinu hrútur sem þótti algjört metfé sem Sómi hét 96-500, sonur Búts 93-982 frá Hesti og var hann falaður af stöðvunum en varð síðan of skammlífur til að það gengi eftir. Í meira en áratug hefur búið síðan ekki verið aðgengilegt sæðingastöðvunum þar sem sauðfjárveikivarnarhólfið hefur verið lokað,“ sagði Eyþór. Fjárfjöldi á bilinu 140–150 Eyþór sagði að á Brúnastöðum væri stundaður blandaður búskapur og hefur fjárfjöldi þar yfirleitt verið 140 til 150. Brúnastaðabændur væru landsþekktir ræktunarmenn, hvort sem um nautgripi, hross eða sauðfé væri að ræða. Þar fari greinilega saman góð fjármennska, áhugi og þekking á búfjárkynbótum. Sagði hann að líkt og birtist í niðurstöðum skýrsluhaldsins í sauðfjárrækt hefur búið lengi verið í fremstu röð fyrir afurðir og frábæra gerð sláturlamba og stundum staðið efst allra búa í þeim eiginleika. Galli í hópi mest notaðra hrúta Eyþór sagði Galla 20-875 frá Hesti vera kominn af þekktum kynbótahrútum Hestbúsins, en reki einnig ættir í Vestur-Húnavatnssýslu og Norður-Þingeyjarsýslu; sonur Mínusar 16-827 frá Mýrum 2 í Hrútafirði og föðurfaðir hans er því Hvati 13-926 frá Hesti. Móðurfaðir Galla er Durtur 16-994 frá Hesti. „Galli var valinn á sæðingastöð á grunni afkvæmarannsóknar á Hesti haustið 2021. Galli var í hópi mest notuðu stöðvahrúta bæði árin sem hann hefur verið á stöð. Haustið 2022 voru stigaðir rúmlega 200 synir hans vítt og breitt um landið. Þeir voru yfir meðaltali fyrir flesta eiginleika. Synir hans voru með næstþykkasta bakvöðvann, aðeins undir í lífþunga og á meðaltali fyrir ull og samræmi. Hann átti mikið úrval glæsilegra ásetningshrúta og átti Galli meðal annars fjóra lambhrúta með 90,0-90,5 í heildarstig. Dæmdar voru rúmlega 300 gimbrar undan Galla og voru 2/3 af hópnum með 18,0 stig eða meira í lærastig og nokkuð yfir 100 gimbrar voru með 33 millimetra bakvöðva eða meira og alveg upp í 42 millimetra,“ sagði Eyþór. Afgerandi efstir í afkvæmarannsókn Það var Árni Bragason sem afhenti viðurkenninguna fyrir Vidda 16- 820. Hann sagði að Viddi væri einn þeirra kollóttu stöðvahrúta sem eru afkomandi Hnokka 12-047 frá Árbæ í Reykhólasveit. „Hnokki hefur haft mikil áhrif á ræktun kollótta fjárins í landinu þó að hann yrði aldrei stöðvahrútur sjálfur. Faðir Vidda, Deddi, 15-410 var fæddur í Árbæ og sonur Hnokka 12-047. Móðir Vidda var einnig undan hrúti sem fenginn var í Árbæ og var hann sonur Dags 11-034 frá Árbæ. Dagur þessi stendur einnig að baki nokkurra kollóttra stöðvahrúta sem eiga ættir að rekja að Árbæ. Viddi rekur því ættir sínar að stórum hluta til öflugra kynbótahrúta í Árbæ. Móðir Vidda, Katnis 15-568, var svartbotnótt og frábær afurðaær. Hún bar 14 lömbum á sex árum, tvílembd sem gemlingur, síðan tvisvar fjórlembd og tvisvar tvílembd en geld síðasta árið. Hún var með 9,5 afurðastig fyrir æviferilinn. Viddi var valinn til notkunar á sæðingastöðvunum sumarið 2019. Hann, tveir synir hans og hálfbróðir höfðu þá staðið afgerandi efstir í afkvæmarannsókn heima í Fremri- Gufudal haustið 2018. Viddi byrjaði ferilinn í Þorleifskoti og voru sæddar með honum 572 ær. Veturinn eftir var hann í Borgarnesi og sæddar með honum 480 ær. Honum entist síðan ekki aldur fram til næsta fengitíma og nýttist því aðeins tvö ár í þjónustu stöðvanna.“ /smh Einar Hafliðason, Fremri-Gufudal, Elín Magnúsdóttir og Ágúst Ingi Ketilsson, Brúnastöðum, Eyjólfur Kristinn Örnólfsson frá Landbúnaðarháskóla Íslands fyrir Hestbúið og Logi Sigurðsson, bústjóri á Hesti. Mynd / Rósa Björk Jónsdóttir Galli frá Hesti í Borgarfirði. Viddi frá Fremri-Gufudal í Gufudalssveit. Afurðaverð nautgripa að hækka Töluverðar verðhækkanir hafa átt sér stað undanfarna mánuði á afurðaverði til nautgripabænda. Hækkanir hafa numið allt að rúmum tuttugu prósentum. Aukin eftirspurn eftir nautakjöti hefur birst í hækkunum afurðastöðva á afurðaverði á undanförnum mánuðum. Nú þegar hafa allar afurðastöðvarnar hækkað verð sitt það sem af er ári og sumar þeirra hafa hækkað verðskrár sínar þrisvar. Rafn Bergsson, formaður búgreinadeildar nautgripabænda, segir að hækkanirnar séu vissulega kærkomnar enda hafi staða nautakjötsframleiðslu verið afar erfið að undanförnu. „Við höfum séð fækkun á ásettum gripum en vonandi er þróunin að snúast við. Það er auðvitað þriggja ára ferli að framleiða gripi þannig að áhrifin koma kannski ekki fram strax.“ Ef skoðuð er hækkun UN gripa frá janúar til og með hækkununum sem tóku gildi 17. apríl sl. nemur hún allt að rúmum 20% í flokkum yfir 200 kg. Undir 200 kg flokkur UN gripa hækkar mun minna og flestar afurðastöðvar hafa ekki hreyft þá verðskrá það sem af er ári, að SS undanskildu. VATN vísitalan, sem búgreinadeild nautgripabænda hefur haldið utan um, hefur hækkað um 6% frá janúar til mars. Stærstu verðhækkanirnar áttu sér þó stað í mars og apríl en tölur til að uppfæra vísitöluna fyrir apríl liggja ekki enn fyrir. Búast má við því að hækkanirnar komi sterkar fram við næstu uppfærslu VATN vísitölunnar. /HS-ghp VATN vísitalan hefur hækkað um 6% frá janúar til mars. Appelsínugula línan táknar VATN vísitöluna en sú gráa vísitölu neysluverðs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.