Bændablaðið - 27.04.2023, Qupperneq 7

Bændablaðið - 27.04.2023, Qupperneq 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 27. apríl 2023 Í þessum vísnaþætti verður kynntur til sögu enn einn hagyrðingurinn úr Hrafnkelsdal. Snorri Aðalsteinsson er fæddur á Vaðbrekku á árinu 1962. Snorri telur föðurbróður sinn, Ragnar Inga Aðalsteinsson, eiga nokkurn þátt í því að á síðasta ári gaf Snorri út lítið ljóðakver er hann nefnir Gullvör. Kverið er góður vitnisburður um landlæga hagmælsku í Vaðbrekkuættinni, þar sem afburða vald er yfir stuðlum og rími. Nafn bókarinnar er dregið af hollvætti þeim er Gullvör nefnist, og fylgt hefur Vaðbrekkufólki sem og Jökuldælingum í framættir. Ég freistast þó til þess að álykta að Gullvör hafi einnig og ekki síður haldið utan um þá ríku siðferðiskennd sem héraðið hefur búið við um aldaraðir. Gullvöru tileinkar Snorri hið fyrsta hugverk þessa þáttar: Að ágæti bar af ófreskum konum, einlæg og sönn. Draumspeki lagði dalsins sonum, í dagsins önn. Hollvættur fylgdi í háskaförum, um holt og láð. Til giftu hrutu sem gull af vörum hin góðu ráð. Happaskipið Hnefill: Af göfgu nafni gæfa skín, ég greypti það við stafn. Fyrsta æskuástin mín innblés þetta nafn. Kveðja Allar stundir þú varst mér væn, þín vísdóm í hjartanu geymi. Er kveð ég þig nú í bljúgri bæn, blíðasta amma í heimi.. Tár Er sjávarbrim við sund og tanga seltukeim af vörum ber. Tár á þínum vota vanga víkja ei úr huga mér. Í orðastað Birgis frá Vaðbrekku-stökur. Hákon góðan geymir mann, þó gerðist róður tregur. Á æskuslóð sem engill hann, var alltaf bróðurlegur. Ferðir yfir urð og grjót, átti margur skrjóðurinn. Á jeppa sigldum jökulfljót, ég og Hákon bróðir minn. Hákoni var lag að ljúga, lét þá hafa eftir sér: “þú skalt alveg þessu trúa, þetta sagði Birgir mér.” Fyrsta vísa á hagyrðingamóti Þið hagyrðinga heyrið senn, henda frá sér drápunum, og kvíðafulla kvæðamenn, að koma út úr skápunum. Framtíð kvæðamennsku Kvæðið næstu kynslóð berst, og kannski ekki úr vegi. Það hugsanlega gæti gerst, að gömlu skáldin deyi. Að mæta Hákoni frænda á hagyrðingamóti Hagyrðings háð og spott, í hófi er nokkuð gott. En Hákon kjafthákur er hortugur strákur með skelfilegt skítaglott. Þó Guðsorð fengi blandað móðurmjólk, margvís lifði Hákon syndakynni. En það er alveg fyrirmyndarfólk, frændur hans af yngri kynslóðinni. Ég líkjast fullum frænda mínum vil, fara um sveit með hávaða og látum. Og ljúga eins og langur ég er til, er loforð gef ég heimasætum kátum. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com MÆLT AF MUNNI FRAM Slóðadráttur í Reykjadal í Ölfusi. Mynd / ghp Anguskálfar í Skagafirði. Mynd / Bessi Freyr Vésteinsson, Hofsstaðaseli LÍF&STARF Akrar plægðir undir Eyjafjöllum. Mynd / Þórarinn Ólafsson, Raufarfelli Dyttað að girðingum með staurasleggju. Mynd / Sveinn Rúnar Ragnarsson, Akurnesi Tvílemd golsótt ær. Mynd / Sveinn Rúnar Ragnarsson / Akurnesi Víðáttumiklir akrar í Gunnarsholti. Auðunn Magni Björgvinsson, Laxárdal Fyrstu lömbin komin. Mynd / Kristín Magnúsdóttir, Austurhlíð Sáð í kornakra í Hornafirði. Mynd / Birgir Þór Ragnarsson, Flatey Kartöfluútsæði flutt í garðana. Mynd / Sveinn Rúnar Ragnarsson, Akurnesi Vorverkin hafin Sumardagurinn fyrsti var fyrir viku síðan. Þótt sumarið sé ekki komið af fullum krafti eru vorannir hafnar hjá bændum. Lesendur sendu Bændablaðinu nýjar myndir héðan og þaðan af landinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.