Bændablaðið - 27.04.2023, Síða 14

Bændablaðið - 27.04.2023, Síða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 27. apríl 2023 FRÉTTIR Samkvæmt nýlegum niðurstöðum úr prófunum á Hvanneyri er virkni á endurunnu rúlluplasti á pari við annað rúlluplast. Það segir Tryggvi Marinósson, framkvæmdastjóri hjá Silfrabergi umbúðalausnum. Í fyrrasumar flutti hann inn lítið magn af endurunnu rúlluplasti, frá pólska framleiðandanum Folgos, til reynslu við íslenskar aðstæður. Landbúnaðarháskóli Íslands gerði samanburðarrannsókn á rúlluplastinu þar sem verkun heysins var könnuð. Úr þeim niðurstöðum má lesa að fóðrið sem pakkað er í endurunna plastið sé af sömu gæðum og heyið sem rúllað er í það rúlluplast sem LbhÍ notar að jafnaði. Öll notkun og umgengni var einnig áþekk því sem bændur hafa vanist. Samkvæmt Tryggva er kolefnis­ spor endurunna plastsins allt að 80 prósent minna en hjá hefðbundnu rúlluplasti, en verðið nánast það sama. Hann bætir við að framleiðandinn vilji gjarnan nota íslenskt plast sem hráefni í sína framleiðslu, en efnin er hægt að endurvinna aftur og aftur. Tryggvi ætlar að funda með innlendum söfnunaraðilum til að koma því í farveg. /ÁL Endurunnið rúlluplast kemur vel úr prófunum Jákvæðar niðurstöður komu úr samanburðarrannsókn á rúlluplastinu. Mynd / Aðsend Fjölbreytt lokaverkefni Nemendur í búvísindum og hestafræðum hjá Landbúnaðar- háskóla Íslands héldu í lok marsmánaðar kynningu á BS verkefnum sínum. Efnisval verkefna var með fjölbreyttasta móti. „Nemendurnir ljúka sinni BS námsvegferð við skólann með útskrift þann 2. júní nk. Hópurinn telur tíu manns og fjölbreytni verkefnanna jafn mikil og fjöldi nemendanna. Efnisval er háð áhugasviði nemenda og frumkvæðið oftar en ekki þeirra um endanlegt val viðfangsefnisins. Leiðbeinendur verkefnanna eru starfsmenn skólans og, eftir því sem við á, fræðifólk viðkomandi fagsviðs starfandi í greininni á öðrum stofnunum eða fyrirtækjum,“ segir í tilkynningu frá Landbúnaðarháskólanum. Í ár eru viðfangsefnin eftirfarandi: • Gunnhildur Birna Björnsdóttir: Tíðni magasára í íslenskum hrossum • Gunnhildur Gísladótt ir : Nýtt kynbótamat íslenska byggverkefnisins • G. Þórdís Halldórsdóttir: Samband brjóstmáls og þunga hjá kálfum í uppeldi fyrsta árið • Heidi Laubert Andersen: Riðu- veiki, saga og vörn gegn útbreiðslu í þrem löndum • Hera Sól Hafsteinsdóttir: Erfða- breytileiki í MC1R geninu í muskóttum (glóbrúnum) íslenskum hrossum • Melkorka Ægisdóttir: Atferlis- rannsókn kúa í burðarstíu og geldkúastíu • Oddleifur Eiríksson: Hagkvæmni- athugun kornþurrkunarstöðvar í Eyjafirði • Ragnheiður Árnadóttir: Saman- burður á ull á feldfjárlömbum og annarri lambsull • Sigurjón Már Kristinsson: Bætiefni í kjúklingafóðri • Stella Dröfn Bjarnadóttir: Hvernig best er að fóðra fleirlembur þannig að þær skili þrem eða fleiri lömbum að vori Í kjölfar útskriftar fara verkefnin í gagnabanka sem varðveitir loka ­ verkefni nemenda háskóla landsins. Fyrir áhugasama má finna verkefnin á vefslóðinni skemman.is þar sem m.a.má leita eftir höfundi, efnisorði og titli. /ghp Væntanlegir útskriftarnemar búvísinda og hestafræða LbhÍ vorið 2023. Frá vinstri: Sigurjón Már Kristinsson, Heidi Laubert Andersen, Ragnheiður Árnadóttir, Gunnhildur Gísladóttir, Gunnhildur Birna Björnsdóttir, Stella Dröfn Bjarnadóttir, Oddleifur Eiríksson og Melkorka Ægisdóttir. Á myndina vantar Heru Sól Hafsteinsdóttur og Þórdísi Halldórsdóttur. Mynd / LbhÍ Matvælastofnun: Eftirlit með svínum með því mesta sem framkvæmt er með dýrum Matvælastofnun (MAST) vekur athygli á því hvernig fyrirkomulagi dýraeftirlits með svínum er háttað, í umfjöllun á vef sínum. Það sé með því mesta sem framkvæmt er með dýrum hér. Einu sinni á ári sé farið í reglulegt eftirlit inn á svínabúin, daglegt eftirlit sé með velferð og heilsu svína við slátrun og þá þurfi svínabúin að vera með samning við þjónustudýralækni sem fari einu sinni í mánuði í heimsóknir. Þessum dýralæknum er skylt að gera þjónustusamning milli sín og búsins. MAST segir að með þessum samningi skuldbindi dýralæknar sig til þess að heimsækja búið að lágmarki mánaðarlega og fylgjast með heilsu og velferð dýra og ráðleggja um fyrirbyggjandi aðgerðir. Umfjöllun MAST kemur í kjölfar útgáfu skýrslunnar „Bætt dýravelferð ­ Staða og tillögur til úrbóta“ sem Ágúst Ólafur Ágústsson, hagfræðingur og lögfræðingur, vann fyrir Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) og var kynnt á málþingi DÍS 14. mars. Þar birtist einmitt gagnrýni á ýmsa þætti í starfsemi Matvælastofnunar og tillögur til úrbóta, meðal annars um tíðari eftirlitsheimsóknir á bæi. Í skýrslunni kemur fram að markmið MAST sé að farið sé í eftirlitsheimsóknir á starfsstöðvar hrossa fjórða hvert ár, með nautgripum þriðja hvert ár, með sauðfé þriðja hvert ár, með alifuglum annað hvert ár og með svínum á hverju ári. Þar segir að framlag ríkisins til Matvælastofnunar hafi lækkað að raunvirði á undanförnum árum. Helmingi færri stöðugildi sinni nú eftirliti með búfénaði en áður var. Í skýrslunni segir að skoðunaratriði MAST vegna dýravelferðar hafi tvöfaldast á þremur árum. Mun lægra hlutfall sé á „óboðuðu eftirliti“ í svínarækt og alifuglarækt heldur en hjá hrossabændum og sauðfjárbændum. Yfir fimm þúsund ábendingar um grun um illa meðferð á dýrum bárust til MAST á undanförnum níu árum. Ábendingum vegna búfjár hefur farið fjölgandi undanfarin ár og eru þær flestar vegna hrossa en nánast engar ábendingar berast vegna svína. Er í skýrslunni leiddar líkur að því, að því meira sem starfsemin er hulin, því færri ábendingar berist. Er í skýrslunni lagt til að eftirlits­ tíðnin verði aukin, ekki síst óboðað eftirlit með alifuglum og svínum og áhættumat stofnunarinnar bætt. Hefðbundin svínabú eru 18 talsins Í umfjöllun MAST kemur fram að hefðbundin svínabú séu nú 18 talsins á landinu. Gyltur séu haldnar á átta þeirra og afgangurinn eru eldisbú þar sem grísir eru aldir til slátrunar. Samkvæmt lögum skal opinbert eftirlit vera áhættumiðað. Árið 2018 vann MAST mat á eftirlitsþörf í frumframleiðslu og öðru dýrahaldi. „Til þess að forgangsraða eftirliti með dýrum út frá áhættu fyrir dýra­ velferð og matvælaöryggi hafa verið skilgreindir ákveðnir áhættu­ þættir sem horft er til við áhættu­ flokkunina. Fyrir hvern áhættuþátt eru gefin stig eftir því hve mikil áhættan er, þ.e. eftir því sem áhættan er meiri eru gefin fleiri áhættustig. Þannig er horft til áhættu varðandi skort á eigin eftirliti umráðamanna hvaða möguleika dýr hafi til að sýna eðlilegt atferli og afleiðingar það hefur ef þau geta það ekki, mögulegan skort á umhirðu og afleiðingar þess, sjúkdóma­ og slysahættu og sýnileiki gagnvart almenningi. Á grundvelli áhættumatsins er tíðni reglubundins eftirlits ákveðin og dýrategundir/starfsemi áhættuflokkuð. Svínahald er metið í áhættuflokk 1 sem gerir tíðni reglubundins eftirlits einu sinni á ári sem er sú mesta hjá öllum búfjártegundum. Í reglubundnu eftirliti er dýravelferð og hollustu­ hættir skoðaðir á búum auk ýmissa skráninga. Þá er daglega fylgst með þáttum sem gefa vísbendingar um heilsu og velferð svína á búum, með eftirliti opinberra dýralækna í sláturhúsum,“ segir í umfjöllun MAST. /smh Ungir grísir í eldi. Mynd / ÁL www.vallarbraut.is vallarbraut@vallarbraut.is S-4540050 SOLIS 50 StageV Ný og endurbætt vél með vendigír við stýri. Túrbína og intercooler Endurhannað stjórnrými Verð nú 4.680.000+vsk Með ámoksturstækjum og skóflu. Verð nú 5.880.000+vsk SUMARTILBOÐ - 300.000 U m h v e r f i s s t o f n u n g a f nýverið út skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Þar er skoðuð þróun frá 1990 og gerðir framreikningar til 2050. Ítarleg yfirferð verður á Loftslagsdeginum 4. maí í Hörpu. Losun fór vaxandi frá 1990 til 2008, en dróst saman fyrstu árin eftir efnahagshrunið. Frá 2011 til 2020 hélst losunin stöðug en dróst saman í heimsfaraldrinum. Aukning var milli áranna 2020 til 2021 og er spáð enn frekari aukningu 2022. Árið 2021 var heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi 14,1 milljónir tonna af koltvísýringsígildum, ef alþjóðasamgöngur eru ekki teknar með. Þar af ber landbúnaðurinn ábyrgð á 620 tonnum. Stærstur er liðurinn landnotkun og skógrækt, sem ber ábyrgð á 9.398 tonnum losunar. Ísland sker sig úr frá öðrum Evrópuríkjum að þessu leyti, en flest eru þau með meiri bindingu en losun. Losun frá framræstu votlendi vegur þar þyngst. Miðað við að árlegur samdráttur verði 0,6 prósent á hverju ári hér eftir, má reikna með að heildarlosun koltvísýringsígilda verði 13,4 milljónir árið 2030 og 11,7 milljónir árið 2050. Framreikningarnir byggja á spám um þróun mannfjölda, eldsneytisnotkun, verga landsframleiðslu ásamt Aðgerðaráætlun Íslands í loftslagsmálum. /ÁL Mynd / Luca Baggio Losun 6% meiri en 1990

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.