Bændablaðið - 27.04.2023, Side 24

Bændablaðið - 27.04.2023, Side 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 27. apríl 2023 MENNING Leikritið Á svið eftir Rick Abbot, í þýðingu Guðjóns Ólafssonar og leikstjórn Ingridar Jónsdóttur, fjallar um leikhóp sem stendur að æfingum og sýningum á leikverki. Fá sýningargestir að upplifa æfingarferli leikrits í fyrsta og annars hluta þess og þar er nú ýmislegt sem kemur upp á. Í þriðja hluta er svo komið að frumsýningu og þá ætti nú allt að vera löngu tilbúið – en auðvitað getur allt gerst á frumsýningum. Er sýningin kómísk á köflum – enda ekki þrautalaust að setja á svið heilt leikrit. Í hlutverkum eru ellefu meðlimir leikfélags Sauðárkróks og verður frumsýnt þann 30. apríl kl. 20. Áætlaðar eru tíu sýningar í kjölfarið og sýnt í félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki – lokasýning er sunnudaginn 14. maí klukkan 20. Miðapantanir og frekari upplýsingar eru í síma 8499434. /SP Leikfélag Sauðárkróks: Allir á svið Leikfélag Blönduóss: Dýrið & Blíða Félagsmenn Bandalags íslenskra leikfélaga athugið! Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga verður haldinn í Neskaupstað helgina 5.–7. maí nk. Gestgjafi er Leikfélag Norðfjarðar. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Fulltrúar Þjóðleikhússins mæta á hátíðarkvöldverð á laugardeginum og tilkynna val á Athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins en það hefur farið fram allt frá leikárinu 1993–1994. Sýningar Leikfélags Vestmannaeyja á hinu klassíska verki Rocky Horror halda áfram. Sýnt er á Heiðarvegi 19, Vestmannaeyjum, miðasala fer fram á staðnum og nú er um að gera að hraða sér því lokasýning er sunnudaginn 30. apríl kl 20 og það er jafnframt partísýning. Frekari upplýsingar má fá í síma 868 2139. Síðustu sýningar eru annars dagana 27. og 29. apríl kl. 20. Leikfélag Hugleiks sem þekkt er fyrir frumsamin verk sín hefur í sýningum dans- og söngleikinn Húsfélagið. Enn má nálgast miða á vef Hugleiks, www.hugleikur. is og eru sýningar í húsakynnum Leikfélags Kópavogs, Funalind 2, 201 Kópavogi. Á döfinni ... Límtréshús, bogahús og færanlegar byggingar Hýsi.is Færanlegar byggingar Bogahús Límtréshús Leikfélag Blönduóss kynnir með stolti fjölskyldu- sýninguna Dýrið og Blíðu, sem þekkist á enskunni sem Beauty and the Beast. Er þetta fyrsta sýning leikfélagsins í níu ár og segir forynjan Eva Guðbjartsdóttir að mikil eftirvænting sé í fólki að stíga á sviðið. Sigurður Líndal leikstýrir en honum er innan handar eiginkonan Greta Clough. Í leikhópnum eru níu manns og er Eva vongóð um að takist að rétta úr kútnum eftir langa hríð og hefja hið blómlega leikstarf sem áður einkenndi Leikfélag Blönduóss. Lengi vel var frumsýnt annað hvert ár, þá í kringum páskana eða sumardaginn fyrsta, en síðastliðin ár hafa Covid og svo áfall í samfélaginu litað starfsemi leikfélagsins. Gaman væri að fjölga meðlimum leikfélagsins svo og fólki sem hefur áhuga á að vinna bakvið tjöldin – sviðsmenn, sminkur, ljósamenn … allir sem áhuga hafa er því hér með boðnir velkomnir. Eva segir að nokkuð sé um að vanti fólk á milli tvítugs og fertugs, en Emilía Íris Benediktsdóttir, aðalleikona verksins um Dýrið og Blíðu, er rétt þrettán ára gömul Hvammstangamær sem áður hafði gert góða hluti í leiklistinni þar í bæ. Tekið skal fram að mótleikari hennar er tvítugur, og sagan því ekki jafn mikill rómans og oft. Áhugavert er að segja frá því að árið 1897 var fyrsta leiksýningin sett upp á Blönduósi, „Kómedía“, og voru flytjendur liðsmenn „Leikfimifélags Blönduóss“. Árið 1944 var leikfélagið svo formlega stofnað og starfaði nánast óslitið fram að aldamótum, sýning sett upp hvert einasta ár. Langar Evu að endurvekja þennan kraft samfélagsins sem kemur einnig fram í 1. árgangi Húnavöku árið 1961, grein eftir Tómas R. Jónsson „Það er áreiðanlega ósk og von okkar allra að leikstarfsemi megi eflast og þroskast hér á Blönduósi í framtíðinni til skemmtunar og menningarauka fyrir héraðsbúa. Til þess að það megi verða er fyrsta og aðalskilyrðið það, að hér rísi upp fyrirhugað félagsheimili, með nægilega rúmgóðu leiksviði, búningsherbergjum og geymslum. Slík breyting á öllum aðstæðum mundi hvetja uppvaxandi æskufólk og starfandi leikfélag til stærri átaka. Stærri og fjölbreyttari verkefni yrðu tekin til meðferðar, og þá mundi auðveldara að fá hingað hæfa leikstjóra og tjaldamálara en nú er. Sýningar á Dýrinu og Blíðu verða fjórar talsins – enda tekið tillit til sauðburðar – en þær verða dagana 29. apríl- 3. maí. Eva er bjartsýn á framhaldið og segir að félagið hafi nýverið gert 3 ára samning við Húnabyggð þar sem stefnt er á að sýna annað hvert ár, en að auki verið með námskeiðshald og annað þess utan. Kostnaður er mikill við sýningar og því sé gaman að bjóða upp á minni viðburði, skemmtikvöld og annað þar sem t.d. verði sýnt upptekið efni síðustu áratuga er viðkoma leikfélaginu. Er von til þess að það kveiki undir frekari áhuga þeirra sem hafa einhvern hug á að ganga til liðs við leikfélagið enda er tilvera leiklistar jafnan sálin og lífið í samfélögum. /SP Leikarar, leikstjóri og hluti af starfsfólki sýningarinnar til vinstri en sjá má að glatt er á hjalla hjá Leikfélagi Sauðárkróks. Myndir / Gunnhildur Gísladóttir Þau Víkingur Leon Þórðarson og Emelía Íris Benediktsdóttir í hlutverkum sínum. Jens: Pálmi Ragnarsson, Jakob: Hafþór Örn Laursen Ólason. Frú Klemma kaupakona: Anna Margrét Jónsdóttir. Dýrið/Prinsinn: Víkingur Leon Þórðar- son. Skuggar: Óskar Sólberg Róberts- son og Baltasar Guðmundsson. Gala galdraþula / Maríanna Þorgríms- dóttir. Doddi dreki: Freydís Ösp Stefánsdóttir. Blíða: Emelía Íris Benediktsdóttir.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.