Bændablaðið - 27.04.2023, Page 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 27. apríl 2023
Sauðburður er á næsta leiti og
þá er gott fyrir bændur að hafa
aðgengi að góðu leiðbeiningarefni
um burðarhjálp.
Fyrir þremur árum voru fyrstu
leiðbeiningarmyndböndin úr smiðju
þeirra Karólínu Elísabetardóttur,
bónda í Hvammshlíð, og Axels
Kárasonar dýralæknis gefin út á
YouTube-rásinni „Leiðbeiningarefni
um burðarhjálp“ og síðan hafa
þau stöðugt verið uppfærð og
endurskoðuð. Að sögn Karólínu hafa
margir haft not af myndböndunum
og fær hún iðulega fyrirspurnir um
hvar sé hægt að nálgast þau, þegar
líður að sauðburði.
Vandamálið greint í skrefum
Myndböndin eru alls 23 í dag á
íslensku, auk þess sem öll helstu
myndböndin eru einnig til á þýsku og
ensku. Í tengslum við myndböndin
var útbúið „ákvarðanatré“ sem er
að sögn Karólínu gagnlegt tól til
að greina aðsteðjandi vandamál við
sauðburðinn skref fyrir skref.
Leiðbeiningarmyndböndin eiga
að ná til nærri allra hugsanlegra
burðarvandamála og liggja mynd-
bönd Karólínu til grundvallar sem
hún hefur tekið upp á mörgum
og mismunandi sauðfjárbúum á
undanförnum árum. Þá veitir Axel
innsýn inn í hvað á sér stað inni í
ánni, með notkun á lambalíkönum
og mjaðmagrind í raunstærð.
Öll myndbönd og ákvarðanatréð
má nálgast á eftirfarandi vefslóðum:
www.tinyurl.com/saudburdar
hjalp (á íslensku)
www.tinyurl.com/schafgeburt
shilfe (á þýsku)
www.tinyurl.com/burdarhjalp (öll
youtube-rásin - velja spilunarlistann
„á ensku/in English“ til að sjá ensku
útgáfurnar) /smh
Stórt lamb, þar sem leiðbeint er um hvernig hægt er að nota vír með
handfangi á til að ná því út.
Burðarhjálp
– Leiðbeiningarmyndbönd í stöðugri uppfærslu og endurskoðun
LEKTOR
Í BÚVÍSINDUM
STÖRF
Í BOÐI
Framundan eru mörg spennandi verkefni til að bæta þekkingu
á losun gróðurhúsalofttegunda frá búfé og ræktun í þeim tilgangi
að undirbyggja losunarbókhald Íslands. Starfsmanninum er ætlað
að vera einn af leiðtogum LBHÍ í þeim störfum.
NÁNARI UPPLÝSINGAR
Þóroddur Sveinsson, deildarforseti
- thorodd@lbhi.is - 433 5000
Guðmunda Smáradóttir, mannauðs- og gæðastjóri
- gudmunda@lbhi.is - 433 5000
Umsóknir berist í gegnum Starfatorg.is.
UMSÓKNARFRESTUR 28.04.2023
SÉRFRÆÐINGUR
Á RANNSÓKNA- &
ALÞJÓÐASKRIFSTOFU
Vegna aukinna umsvifa í alþjóðlegum samstarfsverkefnum m.a.
UNIgreen - European University Initiative, auglýsum við eftir sérfræðingi
á sviði gæðamála á rannsókna- og alþjóðaskrifstofu háskólans.
NÁNARI UPPLÝSINGAR
Christian Schultze, rannsókna- og alþjóðafulltrúi
- christian@lbhi.is - 433 5000
Guðmunda Smáradóttir, mannauðs- og gæðastjóri
- gudmunda@lbhi.is - 433 5000
Umsóknir berist í gegnum Starfatorg.is.
UMSÓKNARFRESTUR 17.04.2023
WWW.LBHI.ISHlutverk Landbúnaðarháskóla Íslands er að skapa og miðla þekkingu á sviði sjálfbærrar
nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu á norðurslóðum
Ásta Nikulásdóttir, nýbúin að bera Víði og Engjarós í Hvammshlíð. Lína og Sóley fylgjast spennt með.
Er þetta eðlilegur burður?
FRÆÐSLA