Bændablaðið - 27.04.2023, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 27.04.2023, Blaðsíða 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 27. apríl 2023 Ekki heimanaut síðan 2002 Búið á Helgavatni fékk verðlaun fyrir besta kynbótanautið á búgreinaþingi fyrir nokkrum vikum. „Þetta er bara tilviljun,“ segir Pétur aðspurður um ástæður árangursins. Eftir að sæðingar urðu mjög útbreiddar er sjaldgæft að sami bærinn fái þessa viðurkenningu oftar en einu sinni. „Öll hjörðin á Íslandi er einn erfðahópur. Samsetningin í þessu tilfelli var rétt – það er ekki til neins að segja neitt um þetta.“ Árið 2002 tóku þau þá ákvörðun að hætta alfarið að nota heimanaut á bænum og hafa allar kvígur og kýr verið sæddar með sæði frá Nautastöðinni síðan þá. Þau keyptu hreyfiskynjara þegar þau létu slag standa og þakka þau góðri aðstöðu fyrir að geta haldið þessu til streitu. „Það breytir samt ekki því að þú þarft að hafa fyrir því að ná í kvíguna, í staðinn fyrir að láta nautið sjá um þetta.“ Viðtekin venja er að bændur hleypi heimanauti í kvígur sem hafa ekki haldið eftir aðra eða þriðju sæðingu. Pétur segir að ef kvígur hjá honum séu orðnar eldri en 400 daga, án þess að hann hafi séð þær yxna, eigi viðvörunarbjöllur að fara í gang. Allar heilbrigðar kvígur verða yxna. Hann segir skipta miklu máli hvernig kvígur eru fóðraðar á þessum aldri, en ef þær eru á of sterku fóðri eru þær fljótar að fitna, sem gerir erfitt að koma í þeim kálfi. Sé ekki gætt að fóðruninni endi þær sem „spikfeitir gripir í hamborgara“. Þau láta dýralækni skoða kvígur sem ekki festa fang og sker hann úr um hvort þær séu þess virði að halda í. Pétur segir að erlendis hafi verið gerðir útreikningar sem sýna fram á að kostnaðurinn við að fá sæðingarmann og/eða dýralækni til að sæða alla gripi með besta erfðaefninu sem býðst á hverjum tíma, komi til baka með erfðaframförum. Einnig sé rétt að taka inn kostnaðinn sem fylgir því að fóðra og ala heimanaut. „Mér fannst líka svo leiðinlegt að ná í sæðiskvígurnar og vera með einhvern bola þarna inn á milli sem enginn veit fyrir hvað stendur. Það þarf að átta sig á því að heimanautið kemur yfirleitt aldrei til greina sem naut á sæðingastöð – það er oftast mörgum klössum fyrir neðan,“ segir Pétur. Rúllutæknin fór framhjá þeim Bændurnir á Helgavatni hafa verið frumkvöðlar í verkun heys í útistæður. Lengi vel var allur heyforðinn verkaður í yfirbyggðar flatgryfjur og þurrhey. Í kringum aldamótin var búið stækkandi og þörf fyrir meira fóður. Þau gátu ekki hugsað sér að koma upp rúlluverkun og héldu því áfram að verka heyið í lausu, nema í stæðum utandyra. Hérlendis var enginn annar búinn að taka upp þessa aðferð, en Pétur hafði séð verklagið á ferðalagi til Danmerkur og innleiddu nokkrir bændur heyverkunaraðferðina rétt fyrir aldamót. Fyrsta útistæðan var gerð á Helgavatni árið 1999, og hafa þau útbúið slíkar á hverju sumri síðan þá. Þurrheysverkun var hætt 2004. „Við vorum auðvitað með flatgryfjurnar og áttum allan nauðsynlegan búnað. Þá lá beinast við að gera nákvæmlega það sama með útistæðurnar með sömu tækjunum, þannig að rúllutæknin fór framhjá okkur. Það eru ákveðin lögmál sem þarf að virða. Í fyrsta lagi þarf að vera með almennilegt hey og í öðru lagi þarf að nenna að ganga frá þessu. Við tókum þetta strax föstum tökum, en við þekktum auðvitað flatgryfjuna.“ Hann viðurkennir að þetta sé ekki einfalt á snjóþungum vetrum og þessu fylgi ákveðnir gallar. Með því að vera með vetrarheyið fyrir mjólkurkýrnar í yfirbyggðum flatgryfjum nái þau að komast yfir helstu erfiðleikana. Í flestum útistæðunum er geldneytahey sem ekki þarf að nálgast á hverjum degi ásamt mjólkurkúaheyi sem hugsað er sem fóður á sumrin. Ókostirnir við þetta samanborið við rúllurnar er að það þarf fleira fólk í heyskapnum á sumrin, en að lágmarki þarf þrjá á hverjum tíma til að láta þetta ganga nógu hratt. Þá einn niðri á túni til að raka og slá, annar á heyhleðsluvagninum og þriðji heima á bæ að jafna út og þjappa hey í stæðuna. Má ekki kosta hvað sem er „Ég held að einhver stærsta áskorunin fyrir okkur Íslendinga núna er að manna þessa grein. Við þurfum að fá fólk með þekkingu. Þjóðfélagið er orðið eitt allsherjar þekkingarsamfélag og landbúnaðurinn er ekkert undanskilinn. Það er mikil áskorun fyrir þessa grein að fá öflugt fólk, þar sem búin stækka og krafan um að hlutirnir gangi vel vex í hlutfalli við fjárbindingu. Þetta er púra rekstur þar sem menn eru að kaupa inn vörur til að skila frá sér afurðum. Bóndinn er ekkert annað en milliliður í þessari atburðarás. Ég hef alltaf verið harður á því að bændur þurfa að leggja sitt af mörkum til að láta þennan rekstur ganga og við megum ekki láta það kosta hvað sem er. Eftir allar þessar tollabreytingar og aukinn innflutning, er eina leiðin til að láta landbúnaðinn lifa af að hann verði samkeppnishæfur. Markaðurinn hefur áhuga á því að fá vöru á samkeppnishæfu verði og ef við ætlum að halda landbúnaði í landinu verðum við bændur að taka þátt í þessu. Það er bara lífið eða dauðinn í þessu máli. Það þýðir ekkert fyrir okkur bændur að vera með gamla íhaldssemi. Við verðum að vera þátttakendur í því að auka framleiðni í landbúnaðinum alveg eins og allt þjóðfélagið er á fleygiferð í.“ Á Helgavatni þurfti aukinn heyforða með stækkandi búi rétt fyrir aldamót og vildu bændurnir ekki innleiða rúllutæknina. Pétur sá útistæður á ferðalagi í Danmörku og hefur verkað hey með þeim hætti síðan 1999. Afi núverandi bænda keypti Helgavatn árið 1947, en hann sá mikla möguleika í heitu vatni á jörðinni. 570cc fjórgengismótor 44 hestöfl, 48 Nm tog 2WD/4WD hátt/lágt drif 26” dekk / 14” beadlock felgur Læsanleg mismunadrif 23 l. bensíntankur Þyngd 384 kg. 27 cm. undir lægsta punkt T3b dráttarvélaskráning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.