Bændablaðið - 27.04.2023, Page 44

Bændablaðið - 27.04.2023, Page 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 27. apríl 2023 Í undanförnum tölublöðum Bændablaðsins hafa Höskuldur og Stefán fjallað um sögu handverksbrugghúsanna á Íslandi og að þessu sinni er komið að RVK bruggfélagi. RVK bruggfélag er með eitt af þessum lógóum sem allir yfir fertugu staldra við, halla höfði og hugsa: „Hvar hef ég aftur séð þetta merki?“ Svarið er auðvitað í gamla Reykjavíkurarmi Strætó, Strætisvögnum Reykjavíkur eða SVR. Tildrög þessa brugghúss, sem í fyrstu bar hið eilítið óþjóðlega nafn RVK Brewing en breyttist svo í RVK Bruggfélag, íslenskri málnefnd til ómældrar ánægju, má þó rekja til veiðiferðar í Laxá í Mývatnssveit. Þar fékk Sigurður Snorrason, lengi þekktur sem Siggi saison vegna dálætis síns á þeim ágæta bjórstíl, en í seinni tíð einfaldlega Siggi í RVK, að dreypa á heimabrugguðum Wit-bjór. Heimabruggarinn sagði undan og ofan af tilurð bjórsins, en sem meira máli skipti þá benti hann Sigurði á spjallsíðu Fágunar, Félags áhugafólks um gerjun. Þar með fóru hjólin að snúast svo um munaði. Siggi hafði starfað á verð- bréfamörkuðum Wall Street í tæpa tvo áratugi þegar hann flutti heim 2004. Ekki grunaði hann að bruggið ætti endilega eftir að verða næsta stóra verkefni en aðdragandinn var í sjálfu sér kunnuglegur glöggum lesendum þessa greinaflokks: fólk á tímamótum í lífi sínu kemst í kynni við undraveröld heimabruggsins sem leiðir af sér ástríðu og loks opnunar á brugghúsi. Sprengju varpað Eftir þennan örlagaríka bjór í Mývatnssveitinni fór okkar maður að skoða og stúdera Fágunarspjallið þar sem hið litla en nána íslenska heimabruggarasamfélag skiptist á hugmyndum, skoðunum, tækjum og hráefnum. Eitthvað var hann þó tvístígandi en lét slag standa 2012 þegar sprengju var varpað á spjallborðinu! Ungur maður að nafni Hrafnkell Freyr Magnússon tilkynnti um að hann hefði flutt inn nokkra sekki af korni og væri að selja það í lausu út úr bílskúrnum hjá sér. Þessi póstur var upphafið af því sem í dag er Brew.is. Þetta varð til að ýta mörgum af stað, þar á meðal Sigga, sem keypti af Hrafnkatli grunnbúnað og hráefni og hóf að brugga. Fljótlega vatt tóm stunda gamanið upp á sig, tækin urðu stærri og betri, bjórarnir flóknari og stílarnir meira framandi. Beðinn og óumbeðinn lét Siggi vini og vandamenn smakka veigarnar og ýmist reyndi að lagfæra bjórana eða bæta smekk viðkomandi, eins og hann orðaði það í viðtali við Bruggvarpið, hlaðvarpi um bjór, sumarið 2021, allt eftir því hvernig viðbrögðin voru. Það var síðan æskuvinur hans, gamall lúðrasveitarfélagi, bekkjarbróðir úr menntó og kollegi í fjármálaheiminum, maður að nafni Steinþór Baldursson, sem hvatti hann til að taka skrefið til fulls og stofna brugghús. Saman fóru þeir og skoðuðu það af fullri alvöru en Steinþór lést í kjölfar erfiðra veikinda síðsumars 2016 og náði því ekki að klára þessa vegferð með vini sínum sjálfur. Þann 1. mars 2017, á sjálfan bjórdaginn, var fyrirtækið stofnað og nefndist það SB brugghús ehf. til að heiðra Steinþór og eftir það var ekki aftur snúið. Sögulegur dagur Sem fyrr segir voru bjórar brugghússins í fyrstu seldir undir engilsaxneska heitinu RVK Brewing company, enda sá Siggi fyrir sér erlenda gesti sem uppistöðukúnnahópinn, s é r s t a k l e g a á Bruggstofunni, en síðar þegar ljóst varð að Íslendingar höfðu mun meiri áhuga en reiknað hafði verið með var nafninu breytt í RVK Bruggfélag. Fyrirmyndin voru míkróbrugghúsin í Bandaríkjunum sem Siggi hafði verið duglegur að heimsækja, sem kannski útskýrði hugmyndirnar um samsetningu kúnnanna upphaflega. Í maí 2018 hófst bruggun í brugghúsinu sem komið hafði verið fyrir á neðstu hæð í atvinnuhúsnæði í Skipholti. Þann 16. júní fór svo fyrsti bjórinn í sölu á Skúla Craftbar, en varla mætti hræða á opnunina. Ástæðan var reyndar ekki áhugaleysið á bjórnum heldur var Ísland að keppa við Argentínu á HM þar sem frægasta víti Íslandssögunnar var vandlega varið og jafntefli gegn framtíðarheimsmeisturunum tryggt. Óhætt er að segja að RVK hafi kunnað að velja daginn, en bjórinn var tilbúinn og engin bulla í hópnum, þannig að svo fór sem fór. Brugg í stað bingós En fall er fararheill er stundum sagt. Litla brugghúsið í Skipholti óx og dafnaði en fyrst um sinn var einungis einblínt á veitinga- og kútamarkað og gekk það ágætlega. Fyrsti bruggmeistari RVK var Alyson Hartwig frá Bandaríkjunum, sem hafði numið bruggfræðin í Siebel Institude í Chicago en fljótlega fór hún í Ölgerðina og Valgeir Valgeirsson, sem áður hefur komið við sögu í þessum pistlum, hafði vistaskipti frá Borg til RVK. Valgeir hefur nú horfið á braut en Hjalti Einarsson hefur borið þungann af bruggun og þróun bjóra undanfarið ár. Rúmum tveimur árum eftir að fyrsti bjórinn kom á markað var farið að huga að stækkun brugghússins. Covid-bylgjan var farin að leika landsmenn LÍF&STARF Handverksbrugghúsin á Íslandi: Allir með strætó Sigurður Snorrason á bjórhátíðinni á Hólum 2018. Siggi hafði starfað á verð- bréfamörkuðum Wall Street í tæpa tvo áratugi þegar hann flutti heim 2004. Þann 16. júní 2018 fór svo fyrsti bjór RVK bruggfélags í sölu. Sigurvegarar í Bjórhlaupinu 2019. Siggi, eigandi RVK Bruggfélags, Einar Njálsson og Helga Jóna Jónasdóttir. Höskuldur og Stefán hoskuldur@bondi.is Litla brugghúsið í Skipholti hefur vaxið og dafnað en fram undan er opnun á nýrri bruggstofu í anddyri Tónabíós í sumarbyrjun.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.