Bændablaðið - 27.04.2023, Side 45

Bændablaðið - 27.04.2023, Side 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 27. apríl 2023 AMMANN JARÐVEGSÞJÖPPUR Í MIKLU ÚRVALI GÆÐI SEM ENDAST Tangarhöfða 1, 110 Reykjavík / 551 5464 / wendel.is Helluhraun 4, Hafnarfirði sími 565 2727 & 892 7502 www.rag.is Verð 5.350.000,- Við auglýsum svo sannarlega ekki “verð frá”. VIÐ AUGLÝSUM ALDREI „VERÐ FRÁ“ SERES 3 Luxury Rafmagnsbíllinn býður upp á ríkulegan staðalbúnað og frágang í hæsta gæðaflokki! grátt og þegar veitingastaðir lokuðu færðist fókusinn af því að þjónusta veitingastaðinn og yfir í Vínbúðina. Veltan óx jafnt og þétt og margfaldaðist framleiðslan þannig að stækkunin var ákveðin. Ekki var þó leitað langt yfir skammt, heldur var útbúið nýtt brugghús í næsta húsi, í kjallaranum á gamla Tónabíói, sem hefur raunar verið kunnara sem bingósalurinn Vinabær síðustu áratugina. Það er ef til vill tímanna tákn að bingóspil Templara hafi að lokum vikið fyrir handverksbruggurum? Bjórarnir frá RVK bruggfélagi hafa spannað litróf bjórstílanna, frá Imperial Grisette og þungum Hnallþórustátum yfir í léttari Yzuz hrísgrjónalagerbjór og allt þar á milli. Hverfi Reykjavíkur hafa fengið bjóra nefnda í höfuðið á sér: Hlíðar, Skuggi og Holt eru allir bjórar sem komið hafa á markað og svo má nefna bjórinn Verum bara vinir, súröl með ástaraldin. Þar er orðagrín sem lesendum er eftirlátið að geta sér til um. Þá er varla hægt að sleppa því að minnast á Ora jólabjórinn sem sló rækilega í gegn jólin 2021 en það samstarfsverkefni var tilnefnt til ýmissa verðlauna utan bjórheima. Ora-bjórinn rataði alla leið í Landann, sem er næstum eins gott og að komast í skaupið! RVK bruggfélag hefur gert ýmislegt annað en að framleiða bjóra, eins og t.d. að skipuleggja í þrígang alþjóðlegt bjórhlaup, sem hefðu verið fleiri ef ekki hefði verið fyrir Covid. Þá var til skamms tíma starfrækt Bruggstofa og Honkitonk BBQ-staður á afar viðeigandi stað á Snorrabrautinni, þar sem áður var ÁTVR vínbúð til húsa og þar áður höfuðstöðvar Strætó, en verkstæði var rekið þar á efri hæð hússins. Það ævintýri varð einnig veirunni slyngu að bráð, eins og margar aðrar góðar hugmyndir. Fram undan er síðan að opna nýja bruggstofu í anddyri Tónabíós og er hún fyrirhuguð í sumarbyrjun. Þar hefur Siggi nostrað við hlutina og endurnýjað eins mikið upprunalegt og hann hefur getað til að halda í anda hússins. Lesendur Bændablaðsins ættu líka að finna þar góða strauma en bæði bar og kælirinn í kjallaranum eru fengnir frá Hótel Sögu og endurbyggðir í Skipholtinu. Ljóst er hverjum sem þar kemur að einkunnarorð RVK bruggfélags, „gríðarlega vandað“, sem fengin voru frá æskuvininum Steinþóri, eru í hávegum höfð. Alyson Hartwig, fyrsti bruggmeistari RVK, í fyrsta brugginu þann 7. maí 2018. Sömmer lövin, sumarbjór RVK bruggfélags.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.