Bændablaðið - 27.04.2023, Page 49

Bændablaðið - 27.04.2023, Page 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 27. apríl 2023 Hvernig er stórnotandi skil-greindur með tiltekinni ársnotkun raforku? Er flutningstap óhjákvæmileg? Afl tapast ávallt í raflínum við flutning raforku frá virkjun til notenda. Það gerist vegna eðlilegs rafviðnáms í málmefni leiðara í loftlínu eða jarðstreng. Því lengri sem loftlína eða jarðstrengur er, og því meiri raforka sem flutt er á hárri spennu, þeim mun meira verður flutningstapið. Reikna má með að jafnaði um 2% flutningstapi í raflínukerfinu. Hægt er að minnka flutningstap í raflínum og benda hagaðilar á ólíkar leiðir á næstunni, t.d. byggingu smávirkjana og staðbundins raflínunets í einn stað en í annan frekari samtengingu stærri virkjana og öflugra, samtengds flutningsnets. Stórnotandi Stórnotandi er, skv. lögum, aðili sem nýtir a.m.k. 80 GWst raforku á ári, á einum og sama stað, til a.m.k. þriggja ára í senn. Slík notkun getur þurft 12- 14 MW rafafl. Ýmis verkefni eru í skoðun eða vinnslu þar sem notendur falla eða munu falla í þennan flokk. TDK Foil Iceland (fyrrum Becromal) á Akureyri og fiskimjölsverksmiðjur eru þar fyrir, rafvæddar hafnir, stór landeldisfyrirtæki og ylræktarver, samvinnuhópur ylræktenda, auðlinda- garðar og framleiðendur matvæla eða t.d. þörunga geta bæst við. Hugtakið stóriðja er jafnan notað um allra stærstu stórnotendur, svo sem álver sem notar ár hvert t.d. 550 MW rafafl til yfir 4.000 GWst orkunotkunar við framleiðsluna. Hugtakið orkufrek starfsemi sést líka og nær yfir nýtingu stórnotenda jafnt sem stóriðju og enn eitt hugtakið er orðið stóriðnaður. Uppsett afl Orkuver gefa jafnan upp afltölu (í kW eða MW) sem er fengin með því að ákvarða hve miklu rafafli tækjabúnaður orkuvinnslustöðvar getur skilað við fullt álag miðað við hönnun hennar. Allar vatnsaflsvirkjanir með afl að 10 MW falla undir lög um orku- nýtingu landsvæða (rammaáætlun) en jarðvarmavirkjanir hafa hærra viðmið í þessum efnum: 50 MW. Fyrir vindaflið, sem líka fellur undir rammaáætlun, gæti 10 MW viðmiðið sem best gilt. Smávirkjanir, undir umræddum viðmiðunarmörkum, eru margar fyrir í landinu og þeim fjölgar, allt vatnsaflsvirkjanir að svo komu máli, eða stækkanir jarðvarmavirkjana. Endanleg orkuframleiðsla virkjana, gefin upp sem MWst eða GWst, samsvarar oftast heldur lægri afltölu nýtingar en uppsetta aflið. Ýmsar orsakir koma til, t.d. vatns- eða gufuskortur, bilanir og svokölluð reglun (á fyrst og fremst við vatnsvirkjanir) þegar breyta þarf álagi í flutningskerfinu og t.d. flytja raforku milli landshluta. Orkugeta Orugeta er hugtak yfir árlega orkutölu (í kWst, MWst, GWst eða TWst), sem reiknuð er út miðað við möguleg afköst virkjunar, eða niðurstaða mælinga á ársgrunni. Kröfluvirkjun (framleiðir einungis rafmagn) er t.d. 60 MW en Hrauneyjafossvirkjun 280 MW. Hellisheiðarvirkjun framleiðir um 300 MW rafaafls og 120 MW varmaafls en Svartsengisvirkjun 75 MW rafafls og 150 MW varmaafls og verður brátt stækkuð. Tvö vindorkuver Landsvirkjunar sem eru í rammaáætlun eru samanlagt um 220 MW að rafafli. /ATG Mikilvæg hugtök – Fróðleikur um orkumál og orkuskipti – 6. hluti FRÆÐSLA Til sölu Hestaleiga í fullum rekstri Um ræðir stórglæsilega hestaleigu, ásamt tilheyrandi fasteignum og lausafé. Sólhestar er ferðaþjónustufyriræki sem er með daglegan rekstur allt árið um kring í Fjárborgum Reykjavik og Borgargerði í Ölfusi. Miklir vaxtamöguleikar Áætlaðir 12.000 viðskiptavinir árið 2023 solhestar@solhestar.is Tilboð óskast Hesthús í Reykjavík Starfsmannaaðstaða Ökutæki / Hestakerrur Viðskiptatengsl Bókunarkerfi / Vefsíða 60 Hross / Reiðtygi Möguleiki á að leigja aðstöðu í Ölfusi Söluyfirlit oli@olafur.is / 416-2220 - Selfossi Lækjarvellir land 2, Hörgársveit , breyting á deiliskipulagi, auglýsing deiliskipulagstillögu Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti á fundi sínum þann 23. mars 2023 að vísa deiliskipulagstillögu fyrir breytingu á Lækjarvöllum land 2 í auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í deiliskipulagsbreytingu athafna-, verslunar- og þjónustusvæðis við Lækjarvelli, felst að gerð er breyting á norðurhluta svæðisins þar sem legu vegar og göngustíga er breytt. Þá eru gerðar breytingar á lóða- mörkum og lögun byggingarreita og/eða á lóðanúmerum eftirfarandi lóða: 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 19, 21 og 23. Við skilmála deiliskipulags bætast við eftirfarandi kvaðir: Gerð er krafa um að manir sem skilgreindar eru í gildandi deiliskipulagi verði kláraðar og gróðursett í þær. Gerð er krafa um að lýsing á lóðum lýsi ekki upp umhverfið í kring heldur miðist að því að lýsa upp viðkomandi lóð og sé glýjufrí. Tillagan að deiliskipulagsbreytingunni er aðgengileg á sveitarskrifstofu Hörgársveitar, Þelamerkurskóla 604 Akureyri, milli 12. apríl 2023 og 24. maí 2023 sem og á heimasíðu sveitarfélagsins, horgarsveit.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugsemdir við skipulagstillögurnar til miðvikudagsins 24. maí 2023. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast til Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is. Skipulagsfulltrúi. Hörgársveit ÞÓR HF thor.is EK1-261 Virkjuð háhitaborhola. Um 60% svonefndrar frumorku sem notuð er á Íslandi felst í hitaveitunum en 25% er raforka hennar og 15% á formi innflutts jarðefnaeldsneytis. Mynd / Orka náttúrunnar

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.