Bændablaðið - 27.04.2023, Síða 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 27. apríl 2023
AF VETTVANGI BÆNDASAMTAKANNA
Í dag eru rúmlega 2.500 færri lifandi naut í landinu en þau voru fyrir tveimur árum. Fækkunin á sér stað í öllum
aldursflokkum nauta, að aldrinum 18-20 mánaða undanskildum, en sveiflur geta verið á milli aldursflokka á milli
ára. Mest er fækkunin í nautum yngri en 12 mánaða, eða í ásetningsnautum en þau eru í dag tæplega 1.200 færri
en þau voru fyrir tveimur árum.
Nú er endurskoðun búvörusamninga hafin. Það er nauðsynlegt að stjórnvöld setji aukið fjármagn í búvörusamninga
til að tryggja framleiðslu og til að bæta afkomu bænda.
Eflum fæðuöryggi: Er
stjórnvöldum alvara?
Undanfarið hefur mikið verið
rætt og skrifað um fæðuöryggi
þjóðarinnar.
Ráðamönnum
verður tíðrætt um
það og mikilvægi
þess að auka
f æ ð u ö r y g g i .
Það er eðlilegt
þ a r s e m
heimsfaraldur
Covid-19 og
síðar innrás
Rússa í Úkraínu hefur sýnt okkur
að kerfið okkar er viðkvæmara en
við töldum. Það hefur sýnt sig að
það er hverri þjóð nauðsynlegt að
vera sjálfri sér næg á sem flestum
sviðum. Í ljósi þessa er nauðsynlegt
að við framleiðum eins mikið og
mögulegt er af þeim matvælum
sem við þurfum hér innanlands.
Aðfangakeðjurnar hafa hökt og verð
á aðföngum rokið upp. Há verðbólga
og miklar vaxtahækkanir í kjölfarið
hafa svo gert ástandið enn verra.
Minni ásetningur nauta
Nautgripabændur hafa ekki farið
varhluta af þessu, reksturinn hefur
þyngst og afkoman versnað mikið,
hvort sem litið er til mjólkur- eða
nautakjötsframleiðslu. Þó er staðan
hjá nautakjötsframleiðendum sýnu
verri, en þar erum við farin að sjá
umtalsverða fækkun á gripum og
því ljóst að framleiðluvilji bænda er
að bresta! Í dag eru rúmlega 2.500
færri lifandi naut í landinu en þau
voru fyrir tveimur árum. Fækkunin
á sér stað í öllum aldursflokkum
nauta, að aldrinum 18-20 mánaða
undanskildum, en sveiflur geta verið
á milli aldursflokka á milli ára. Mest
er fækkunin í nautum yngri en 12
mánaða, eða í ásetningsnautum en
þau eru í dag tæplega 1.200 færri en
þau voru fyrir tveimur árum.
Neikvæð afkoma nautakjöts-
framleiðenda, ár eftir ár
Ástæður samdráttar í nauta-
kjöts framleiðslu eru ein faldar.
Rekstarskilyrði í nautakjöts-
framleiðslu hafa verið gífurlega
erfið undanfarin ár. Skýrsla
RML um rekstur og afkomu
nautakjötsframleiðenda 2017-2021
sýnir þetta glöggt.
• Árið 2019 borguðu nautakjöts-
framleiðendur 603 krónur með
hverju framleiddu kílói.
• Árið 2020 borguðu nautakjöts-
framleiðendur 568 krónur með
hverju framleiddu kílói.
• Árið 2021 borguðu nautakjöts-
framleiðendur 412 krónur með
hverju framleiddu kílói.
Varlega áætlað er að á árinu
2022 hafi nautakjötsframleiðendur
greitt a.m.k. 500 krónur með hverju
kílói af framleiddu nautakjöti, þrátt
fyrir að afurðaverð hafi hækkað og
viðbótarfjármagn hafi komið í formi
áburðarstuðnings og í gegnum
spretthóp matvælaráðherra.
Þar sem að rúmlega 3.000
tonn af nautakjöti voru framleidd
á árinu 2022, þýðir það að
nautakjötsframleiðendur greiddu
rúmlega 1,5 milljarða með
framleiðslu sinni það árið.
Þessari stöðu þarf að bregðast
við strax. Við höfum góðar
aðstæður hér á landi til að framleiða
það nautakjöt sem við þurfum hér
innanlands.
Það verður því að skapa
nautakjötsframleiðslunni ásætt-
anlegt starfsumhverfi og tryggja
að þeir sem hana stunda hafi
viðunandi afkomu.
Rafn Bergsson.
Þá er vorið komið og sumarið
á næsta leiti, hefðbundnar
sviptingar í veðurfari og flest
eins og við eigum að venjast
sem stundum sauðfjárrækt.
Fram undan er skemmtilegasti
tími ársins, sauðburðurinn.
Annasamur tími þar sem oft geta
skipst á skin og skúrir.
Við sem stönd-
um í stafni fyrir
sauðfjárbændur
gerum það af
óbilandi trú á
íslenskri sauð-
fjárrækt og þeirri
gæðaframleiðslu
sem hún gefur
af sér.
Íslenskt lamba-
kjöt stendur undir öllum þeim
kröfum sem neytendur nútímans gera
til matvæla, lítil notkun sýklalyfja,
hreint vatn, heilnæmt fóður og svo
væri lengi hægt að telja.
Á síðastliðnum 6 árum höfum
við verið að undirbúa okkur undir
nákvæmlega það sem er að gerast á
markaði hérlendis. Innflutningur á
lambakjöti er orðinn að veruleika og
í verslunum má finna kjötkæla fulla
af innfluttu spænsku lambakjöti. Það
eru kaldar kveðjur til sauðfjárbænda
nú í upphafi sauðburðar.
Reyndar þurfa sauðfjárbændur
ekki að óttast neina samkeppni.
Svo framarlega sem afurðastöðvar
og smásöluaðilar nýti sér kosti
og gæði íslenska lambakjötsins í
markaðs- og sölustarfi. Þar skiptir
miklu máli að upplýsa neytendur
um gæði vörunnar, sérstöðu og ekki
síður að upprunaland vörunnar komi
skýrt fram á neytendapakkningum.
Nýlega fékk íslenskt lambakjöt
verndaða upprunatilvísun frá
Evrópusambandinu, svokallaða
PDO-merkingu (e. Protected
designation of origin).
Þessi vottun er árangur af
starfi Icelandic Lamb. Með
þessari vottun er lambakjötið sett
á sama stall og margar þekktar
evrópskar landbúnaðarafurðir svo
sem parmaskinka, fetaostur og
kampavín.
Um þessar mundir er meðal-
afurðaverð til sauðfjárbænda 1.120
kr/kg. Síðasta haust var reiknað
meðalafurðaverð á Íslandi 755 kr/
kg. Aðeins afurðaverð í Rúmeníu
er lægra. Ef það er raunverulegur
grundvöllur að flytja inn lambakjöt
frá Spáni, hvar bændur fá 43%
hærra afurðaverð, þá hlýtur að vera
hægt að tryggja íslenskum bændum
sambærileg kjör. Við óttumst ekki
samkeppni við innflutt lambakjöt.
Við sauðfjárbændur gerum bara þá
einföldu kröfu að okkur séu gefin
tækifæri til að lifa af okkar búskap.
Markaðurinn sér svo um sína.
Komi þeir sem koma vilja, fari
þeir sem fara vilja, mér og mínum
að meinalausu.
Trausti Hjálmarsson,
formaður deildar sauðfjárbænda.
Trausti
Hjálmarsson.
Komi þeir sem
koma vilja!
Heimild: Weekly price report on Heavy Lamb and Light Lamb prices in the EU. https://europa.eu.
Afurðaverð á lambakjöti í Evrópusambandinu - 10. apríl 2023
Miðað við gengi Evru = 150
Nýlega fékk íslenskt lambakjöt verndaða upprunatilvísun frá Evrópu-
sambandinu, svokallaða PDO-merkingu (e. Protected designation of origin).
Þessi vottun er árangur af starfi Icelandic Lamb.
Í verslunum má finna kjötkæla fulla af
innfluttu spænsku lambakjöti.