Bændablaðið - 27.04.2023, Page 51

Bændablaðið - 27.04.2023, Page 51
51Bændablaðið | Fimmtudagur 27. apríl 2023 Landsliðið í dælum Eldsneytis- og efnadælur, tunnudælur, mælar, slöngur og fylgihlutir. LANDVÉLAR | SMIÐJUVEGI 66 | 580 5800 | LANDVELAR.IS LAUSNIR Á LAGER Samþykkt - búið að skila LÁGAFELL VERSLUN OG BYGGINGAR EHF VÖLUTEIGUR 4, 270 MOSFELLSBÆR WWW.LAGAFELLVERSLUN.IS 846 7014 – 895 4152 Sérstyrkt fyrir íslenskar aðstæður - 24 ára reynsla á Íslandi SERRALUX Gróðurhús og yndisreitir í miklu úrvali Rekstur kúabúa fer hallandi Samkvæmt skýrslu RML um rekstur kúabúa fyrir árin 2019-2021 kemur fram að framlegðarstig afurðatekna hafi lækkað frá árinu 2019, úr 53,5% niður í 51,8% árið 2021, þrátt fyrir að hagnaður búanna hafi aukist. Bendir það til þess að íslenskir mjólkurframleiðendur séu farnir að vinna utan bús í auknum mæli til að ná endum saman í rekstrinum. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að á árunum 2019-2021 hafi auknar afurðatekjur einfaldlega ekki náð að halda í hlutfallslega hækkun á aðföngum og aðkeyptri þjónustu, en á tímabilinu hækkuðu afurðatekjurnar um 9,3% en á sama tíma hækkaði breytilegi kostnaðurinn um 13,3% og annar kostnaður um 7,1%. Á árinu 2022 og það sem af er ári 2023 hafa aðfangahækkanir haldið áfram og hafa hækkanir á áburði, kjarnfóðri, olíu o.fl., hlaupið á tugum prósenta. Staða mjólkurframleiðenda hefur því síst batnað. Í skýrslu RML kemur einnig fram að heildarskuldir þátttökubúanna hafi verið tæplega 122 milljónir krónur að meðaltali fyrir hvert bú í lok árs 2021. Frá miðju ári 2021 hafa stýrivextir hækkað úr 1% í 7,5%, en þessi hækkun hefur þó ekki farið öll út í vaxtakjör bankanna. Ef við gefum okkur að vaxtakjör búanna í rekstrarskýrslunni hafi hækkað um 5% þá hafa vaxtagreiðslur hækkað um 6,1 milljón á ári, eða um 17 krónur á hvern lítra. Frá 1. desember 2021 hefur afurðastöðvaverð til bænda hækkað um 20 krónur. Það er því ljóst að mikið vantar upp á til að afurðatekjurnar haldi í við þær hækkanir sem bændur hafa orðið fyrir. Á skuldsettustu búunum dugar hækkunin á afurðaverði því ekki fyrir hækkun á vaxtaliðnum einum, og þá eru eftir allar aðrar hækkanir. Aukin framleiðsla, minni stuðningur Frá aldamótum hafa íslenskir mjólkurframleiðendur brugðist við aukinni eftirspurn mjólkur með auknum framförum í afköstum og framleitt mjólk upp í heildargreiðslumark sem er í dag 149 milljónir lítra en var 100 milljónir lítra árið 2000. Á sama tíma hefur heildar ríkisstuðningur við nautgriparæktina lækkað um þrjá milljarða, sbr. mynd hér að neðan. Stuðningsgreiðslur á hvern lítra hafa þannig lækkað úr 103 kr./ltr. niður í 49,8 kr./ltr. sé gert ráð fyrir því að heildarstuðningur nautgriparæktarinnar deilist allur á greiðslumark hvers árs, en það gerir hann í raun ekki og dreifist einnig á allt nautakjöt sem framleitt er hér á landi. Þessu til viðbótar hafa tollkvótar verið auknir og sú tollvernd sem er til staðar hrunið að raunvirði. Endurskoðun búvörusamninga Nú er endurskoðun búvörusamninga hafin. Það er nauðsynlegt að stjórnvöld setji aukið fjármagn í búvörusamninga til að tryggja framleiðslu og til að bæta afkomu bænda. Viðunandi afkoma er forsenda þess að greinin geti þróast áfram, og bændur geti haldið áfram að framleiða gæðaafurðir við góðan aðbúnað. Trygg afkoma og fyrirsjáanleiki er einnig forsenda þess að tryggja nýliðun. Nú þarf að snúa þróuninni við og efla innlenda landbúnaðarframleiðslu og um leið að efla fæðuöryggi þjóðarinnar. Samhliða verjum við þau fjölmörgu afleiddu störf sem landbúnaðurinn skapar. Ef stjórnvöldum er alvara í að efla fæðuöryggi þá er tækifæri til þess núna, í endurskoðun búvörusamninga. Rafn Bergsson, formaður búgreinadeildar nautgripabænda hjá BÍ. Næsta Bændablað kemur út 11. maí Skráið smáauglýsingar á www.bbl.is

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.