Bændablaðið - 27.04.2023, Page 54

Bændablaðið - 27.04.2023, Page 54
54 Bændablaðið | Fimmtudagur 27. apríl 2023 Árið 2020 mældist álmur í Múlakoti í Fljótshlíð 20,54 metrar á hæð. Þar með bættist hann í flokk þeirra trjátegunda sem náð hafa tuttugu metra hæð hérlendis. Þær eru nú tíu og nefnast í stafrófsröð alaskaösp, álmur, blágreni, degli, evrópulerki, fjallaþinur, rauðgreni, rússalerki, sitkagreni og stafafura. Fáeinar tegundir í viðbót nálgast tuttugu metra markið, skógarfura, hengibirki, gráelri, blæelri og askur. Álmur er samheiti nokkurra tuga lauftrjátegunda af álmætt- kvíslinni sem vaxa víða um norðurhvel jarðar, allt frá norðurheimskautsbaug og suður fyrir miðbaug. Þetta eru tré sem gjarnan geta orðið 30-40 metra há eða meira. Það sem við köllum í daglegu tali álm er sú tegund sem hefur fræðiheitið Ulmus glabra, er algengasta álmtegundin í norðvesturhluta Evrópu og sú eina sem hefur þrifist hérlendis. Á höfuðborgarsvæðinu eru myndarleg álmtré sem sennilega eru af dönskum uppruna. Þau geta orðið að tignarlegum trjám en eru kalsækin og henta einkum sunnanlands. Hingað hefur einnig borist álmur frá Beiarn á 67° norðurbreiddar í Noregi. Hann er fullkomlega harðger en seinvaxinn og oft kræklóttur. Slíkt getur sumum jafnvel þótt kostur frekar en galli svo sem í garðrækt eða við götur og torg þar sem er mikilvægast að trén séu hraust og þrífist en síður að þau verði mjög stór. Hér er komin tegund sem gefa mætti meiri gaum hérlendis, ekki síst hin norðlægu kvæmi frá Noregi. Álmtré eru yfirleitt einstofna tré með breiða, regnhlífarlaga krónu sem gefur þeim einkennandi svip, svo þau þekkjast gjarnan langar leiðir, hvort sem er í skógi eða görðum. Haustlitir eru fallega gulir. Álmur er áhugaverð tegund til að auka fjölbreytni og prýða umhverfið því hann brýtur upp einsleit form innan um aðrar trjátegundir með sínu hvelfda krónuformi. Tegundin hefur verið reynd víða um land og reynst vel á jafnvel ólíklegum stöðum þar sem næðir um hana, svo fremi hún búi við nægan raka og frjósaman jarðveg. Hérlendis vex álmur fremur hægt en örugglega ef hann verður ekki fyrir áföllum, svo sem kali eða snjóbroti. Styrkleiki álms er ekki síst gott vindþol tegundarinnar sem sannarlega er þakkarvert hérlendis, ekki síst í þéttbýlisgörðum. Vert væri að huga meira að ræktun álms í þéttbýli, jafnvel sem götutré. Laufið á álminum er þétt í sér og þolir þannig vindbarning mun betur en sumar aðrar tegundir, svo sem alaskaösp. Þá þolir álmur allvel saltákomu af sjó og sömuleiðis loftmengun. Annar meginstyrkleiki álms er viðurinn sem hefur verið eftirsóttur til smíða enda fallegur og oft með fallega brúnan kjarna, en líka bæði léttur og sterkur. Á sjöunda og áttunda áratugnum voru til dæmis innihurðir, innréttingar og jafnvel veggja- og loftaklæðningar í íslenskum húsum gjarnan spónlagðar með svokölluðum gullálmi, ljósgullnum viði úr tilteknu blendingsyrki álms, Ulmus x hollandica 'Wredei'. Alkunn er álmsýkin, svepp- sjúkdómur sem barkar- bjöllur bera milli trjánna og þurrkaði álm að miklu leyti út í Evrópu á seinni hluta síðustu aldar. Álmsýki olli líka miklum skaða vestanhafs og á Nýja-Sjálandi. Illa hefur gengið að finna kvæmi eða einstaklinga af evrópskum álmi með mótstöðuafl gegn álmsýki. Hins vegar hefur tekist að rækta fram yrki, bæði í Evrópu og Norður-Ameríku, sem sögð eru þola sjúkdóminn, m.a. með því að sækja erfðaefni í asískar álmtegundir með náttúrlega vörn gegn sýki þessari. Nú er komið nokkurt úrval af slíkum yrkjum í ræktun bæði austan hafs og vestan, þar á meðal blendingar við evrópska álminn. Hægt gengur þó að auka vinsældir tegundarinnar á ný, sennilega vegna þess slæma orðs sem álmurinn fékk á sig þegar trén drápust unnvörpum á síðustu öld, ekki síst glæsileg götutré sem víða settu mikinn svip á evrópskar borgir. Hingað til lands hefur álmsýki ekki borist og ekki heldur aðrar helstu óværur sem herja á tegundina, ef undanskilin er álmlús. Hún getur farið illa með lauf trjánna þegar líður á sumarið og spillt útliti þeirra en er ekki skaðleg að öðru leyti. Rifstegundir eru millihýsill álmlúsar og því er óráðlegt að rækta rifs í nágrenni við álmtré. Ef rétt er staðið að ræktun álms ætti þessi tegund að geta í auknum mæli prýtt götur og torg íslenskra þéttbýlisstaða en líka verið til yndisauka og aukinnar fjölbreytni í görðum og skógum landsins. Pétur Halldórsson. Álmur (Ulmus glabra) Stofn og lauf á álmi. Myndir/ Pétur Halldórsson SKÓGRÆKT Á FAGLEGUM NÓTUM Hið árlega og einkar áhugaverða danska fagþing nautgripa- ræktarinnar, Kvægkongres, var haldið í lok febrúar sl. og líkt og undanfarinn áratug voru þar flutt ótal erindi sem eiga mörg hver erindi við íslenska bændur. Fagþingið, sem er í senn bæði ársfundur félagasamtaka danskra nautgripabænda og fagfundur helsta vísindafólks í greininni, stóð í tvo daga og var skipt upp í 12 málstofur með 67 erindum. Í þessari grein verður gripið niður í nokkur erindi sem voru flutt í málstofunum um dýraheilbrigði og -velferð og nýtingu. 7. Dýraheilbrigði og -velferð Í málstofunni voru flutt fimm erindi og sneri eitt þeirra m.a. að því hvers vegna fjölónæmar bakteríur eru að verða stærra og umfangsmeira vandamál en verið hefur. Skýringin á því er nánast hömlulaus og röng notkun á sýklalyfjum í fjölmörgum löndum, bæði í landbúnaði en ekki síður í almennri heilbrigðisþjónustu. Þannig er t.d. aðgengi að slíkum lyfjum víða þannig að fólk getur einfaldlega keypt þau í næsta apóteki án lyfseðils. Þetta leiðir bæði til ofnotkunar og rangrar notkunar og bakteríurnar þróast þá samhliða slíkri notkun, aðlagast og þannig geta þróast afbrigði sem eru hreinlega ónæm fyrir lyfjameðferð. Þetta er auðvitað grafalvarlegt og getur valdið stórtjóni ef ekki verður brugðist við og/eða ný lyf koma fram sem ráða við þessar breyttu bakteríur. Um þetta fjallaði erindi læknisins Ute Wolff Sönksen og dýralæknisins Øystein Angen. Þeir sögðu í erindi sínu að þó svo að mörg lönd, svo sem Ísland og Noregur, hafi náð verulega góðri stjórn á notkun sýklalyfja, þá sé áhyggjuefni hve hömlulaus notkunin er í mörgum öðrum löndum. Hinar breyttu bakteríur spyrja ekki um landamæri og geta því hæglega dreift sér um allan heim m.a. með bæði ferðamönnum og matvælum og komið sér þannig fyrir á nýjum stað með tilheyrandi vandamálum. Fram kom í erindi þeirra að talið sé að 1,3 milljón manns hafi látist af völdum fjölónæmra baktería í heiminum árið 2019 og þessi fjöldi vaxi ár frá ári. Þó svo að þeir félagar hafi í raun hrósað dönskum landbúnaði, og þá sérstaklega kúabændum, fyrir ábyrga notkun sýklalyfja, þá lögðu þeir áherslu á að allir þurfi að vera á varðbergi og fylgja í einu og öllu þeim leiðbeiningum sem gefnar eru varðandi notkun sýklalyfja. Þá væri mikilvægt að passa vel upp á að stöðva mögulegar smitleiðir á búum, svo draga megi úr líkum á því að óheppilegar bakteríur dreifi sér. Hér vegur þyngst að huga að hreinlæti og passa upp á að rjúfa mögulegar smitleiðir inn á búin, s.s. tryggja að aðkomandi bílar eða einstaklingar beri ekki með sér smit. Frumuhátt mjaltaþjónabú Annað áhugavert erindi í þessari málstofu var reynslusaga danska Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com Fagþing dönsku nautgripa- ræktarinnar 2023 – Þriðji hluti CFIT kerfið reiknar út þunga kúa og fylgist með áti þeirra. Fjölónæmar bakteríur eru vaxandi vandamál víða um heim. Myndin sýnir hlutfall sumra tegunda baktería sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum. Flemming skipti of sjaldan um bursta í mjaltaþjónunum. Álmur er hentugt garðtré.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.