Bændablaðið - 27.04.2023, Side 60

Bændablaðið - 27.04.2023, Side 60
60 Bændablaðið | Fimmtudagur 27. apríl 2023 RÁÐGJAFARMIÐSTÖÐ LANDBÚNAÐARINS Opnað verður á skráningar á kynbótasýningar 4. maí. Skráning og greiðsla fer fram eins og síðustu ár í gegnum heimasíðu RML www.rml.is en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Nánari l e i ð b e i n i n g a r varðandi skrán- ingar er að finna á heimasíðu RML. Í meðfylgjandi töflu má sjá hvaða sýningarstaðir eru í boði og lokaskráningardag á hverja sýningu en skráningu þarf að vera lokið á miðnætti þess dags. Ef sýning fyllist lokast sjálfkrafa á sýninguna þó svo skráningarfrestur sé ekki útrunninn. Eigandi/umsjónarmaður hrossins verður þá að velja aðra sýningu. Til að fá aðstoð er hægt að hringja í síma 516-5000, eða senda tölvupóst á netföngin halla@rml.is og hross@rml. is. Við bendum á að utan dagvinnutíma eru starfsmenn RML ekki til staðar til að svara síma eða tölvupósti og því hvetjum við eigendur/umsjónarmenn hrossa til að skrá tímanlega. RML áskilur sér rétt til að fækka dögum á sýningum ef skráningar eru færri en búist er við og sameina sýningar ef þess gerist þörf. Sýning verður ekki haldin nema lágmarksfjöldi skráninga náist, sem eru 30 hross. Hér að ofan má sjá sýningar- áætlun vorsins og hvenær eru síðustu skráningadagar. Allar upplýsingar um röðun niður á daga munu birtast á heimasíðunni www.rml.is, þegar þær eru tilbúnar, sem verður nokkrum dögum fyrir sýningu. Sýningargjöld og fleira Verð fyrir fullnaðardóm er 39.350 kr. en fyrir sköpulagsdóm/hæfileikadóm 30.000 kr. Ganga þarf frá greiðslu um leið og hrossið er skráð. Hægt er að greiða með debet- eða kreditkortum, ekki er hægt að greiða með millifærslu. Um leið og hrossið hefur verið skráð og greiðsla framkvæmd, birtist hrossið strax inn á viðkomandi sýningu. Ef það gerist ekki er rétt að kanna hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis við skráninguna. Aðeins þau hross sem hlotið hafa fullnaðardóm á sama sýningarári er hægt að skrá eingöngu í reiðdóm. Endurgreiðslur á sýningar gjöldum koma því aðeins til greina ef forföll eru tilkynnt með tölvupósti fyrir kl. 16.00 síðasta virka dag fyrir upphaf sýningarviku á netfangið hross@ rml.is.Endurgreitt er 22.500 kr. fyrir hross sem skráð hefur verið í fullnaðardóm og 17.200 kr. fyrir hross sem hefur verið skráð í sköpulags- eða hæfileikadóm. Slasist hross eftir að sýning hefst er sama hlutfall endurgreitt gegn læknisvottorði. Endurgreiðslukrafa vegna slasaðra hrossa þarf að hafa borist fyrir 1. júlí. Skipti knapi út hrossi í sýningu og velji að sýna annað hross en það sem skráð er, ber sá hinn sami fulla ábyrgð gagnvart þeim sem greiddi fyrir plássið. Greiðsla fyrir það hross sem skipt var út verður notuð til greiðslu á hrossinu sem kom í staðinn. Minnum á eftirfarandi: • Ekki er hægt að skrá hryssur eða geldinga til sýningar nema búið sé að taka úr þeim stroksýni til DNA- greiningar og staðfesting á því liggi fyrir í WF. • Allir stóðhestar verða að vera DNA-greindir svo og foreldrar þeirra. • Úr öllum stóðhestum fimm vetra og eldri þarf að liggja fyrir í WF að búið sé að taka blóðsýni og röntgenmynda vegna spatts. • Ekki er hægt að skrá hross á kynbótasýningu nema þau séu örmerkt. • Ef örmerki finnst ekki í hrossi sem mætir til dóms ber að örmerkja það á staðnum og taka stroksýni úr nös til DNA-greiningar á ætterni, með þeim kostnaði sem af því hlýst fyrir eiganda/forráðamann. Örmerki og DNA-sýni þurfa ávallt að fylgjast að. Ekki er hægt að skrá hross til sýningar nema ofantaldar kröfur séu uppfylltar og skráning liggi fyrir í WorldFeng. Hross sem koma inn á sýningu í stað annarra skráðra hrossa, og uppfylla ekki þessi skilyrði, verður vísað frá sýningu strax hjá mælingamanni án undantekninga. Sýningargjald er ekki endurgreitt í slíkum tilfellum. Ef þess er nokkur kostur þá er fyrir alla aðila farsælast að skrá rétt hross á sýningu strax í upphafi því það einfaldar alla vinnu á sýningarstað. Munum því eftir að taka sýni og röntgenmyndir í tíma. Nánari upplýsingar um reglur og annað sem viðkemur kynbóta- sýningum má finna á heimasíðunni www.rml.is eða hringja í síma 516-5000 hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið hross@rml.is. Halla Eygló Sveinsdóttir, ráðunautur í hrossarækt. Sýningaráætlun vorsins Dags. Staður Loka skráningadagur 30.5- 02.6 Gaddstaðaflatir, Hella I föstudagur 19. maí 05.6- 09.6 Víðidal, Reykjavík föstudagur 26. maí 05.6- 09.6 Gaddstaðaflatir, Hella II föstudagur 26. maí 12.6- 16.6 Sprettur, Kópavogi föstudagur 26. maí 12.6- 16.6 Gaddstaðaflatir, Hella III föstudagur 26. maí 12.6- 16.6 Hólar, Hjaltadal I föstudagur 26. maí 19.6- 23.6 Brávellir, Selfossi föstudagur 26. maí 19.6- 23.6 Gaddstaðaflatir, Hella IV föstudagur 26. maí 19.6- 23.6 Hólar, Hjaltadal II föstudagur 26. maí Hrossarækt: Skráningar á kynbóta- sýningar vorsins Halla Eygló Sveinsdóttir. Kristján Óttar Eymundsson við mælingar á síðsumarsýningu á Hólum. Á heimasíðu RML er auðvelt að skrá hross til sýningar. LÍFRÆNT ÍSLAND Þórarinn Lárusson, fv. ráðunautur, annaðist sýnatökur og mælingar á þurrefni og þúsundkornavigt yfir 20 ára tímabil (1994-2014) á Austurlandi og dæmi um hans útreikninga er að sjá á mynd. Línuritið er dæmigert fyrir mælingarnar yfir þetta tímabil, óháð árferði, og sýnir niðurstöðu úr sýnum sem tekin voru í fyrrihluta september 2009 en sýnin úr lífrænni ræktun í Vallanesi er að sjá efst á myndinni. Það hafa margir eflaust lesið skýrslu starfshóps um eflingu kornræktar hér á landi af áhuga, enda fróðleg um margt. En það vakti athygli margra hve hispurlaust er talað fyrir aukinni notkun plöntuvarnarefna (eiturefna) í umræddri skýrslu. Skýrsluhöfundar telja nær útilokað annað en að auka notkun á varnarefnum hér á landi þar sem mikið er undir í kornrækt. Ég leyfi mér að hvetja til endurskoðunar á þeim markmiðum sem fela í sér þaulrækt og efnanotkun til að viðhalda henni, í því annars mikilvæga verkefni að efla kornrækt á Íslandi, því vel er hægt að rækta korn án varnarefna. Áhrif eiturefna s.s. skordýraeiturs í landbúnaði á lýðheilsu, jarðveg og grunnvatn eru þekkt. Notkun eiturefna í Evrópu lýtur reglum stjórnvalda sem setja viðmið um leyfilegt magn þeirra auk þess sem framleiðendur setja notkunarreglur til að standast þau viðmið. Nú er vitað að víða er þessum reglum og viðmiðum ekki fylgt í Evrópu, þetta er vandræðaástand sem ESB er að reyna að sporna gegn. Hvort þessi almenna hegðun af meginlandi Evrópu hafi tilhneigingu til að endurtaka sig hér skal ósagt látið. Evrópa hefur skilgreint „rétt almennings til að lifa í óeitruðu umhverfi“, hvorki meira né minna. Aukinn lífrænn landbúnaður er í stefnu sambandsins eitt veigamikið atriði til að ná því markmiði að draga úr efnanotkun um 50% fyrir árið 2030. Á málþingi Fagráðs í lífrænum landbúnaði nýverið kom fram hversu mikið er í húfi fyrir mannkynið að varðveita heilbrigði jarðvegs fyrir komandi kynslóðir, s.s. til að sporna gegn áhrifum hlýnandi loftslags en heilbrigður jarðvegur getur bundið mikið kolefni. Meðal fyrirlesara var Austurríkismaðurinn Gerald Dunst, sem er sérfræðingur í jarðgerð og lífkolum. Austurríki er það land sem hvað mestum árangri hefur náð við útbreiðslu lífræns landbúnaðar í Evrópu og gegnir greinin mikilvægu hlutverki þar í landi umhverfislega en einnig til verðmætasköpunar. Fram kom að lífrænir bændur eru að skila meiri uppskeru þar í landi. Uppskerumagn hér á landi hefur auk þess verið sambærilegt eða meira í lífrænni kornrækt skv. mælingum og samantektum sem gerðar hafa verið. Þórarinn Lárusson, f.v. ráðunautur, annaðist sýnatökur og mælingar á þurrefni og þúsundkornavigt yfir 20 ára tímabil (1994-2014) á Austurlandi og dæmi um hans útreikninga er að sjá á mynd. Línuritið er dæmigert fyrir mælingarnar yfir þetta tímabil, óháð árferði, og sýnir niðurstöðu úr sýnum sem tekin voru í fyrrihluta september 2009 en sýnin úr lífrænni ræktun í Vallanesi er að sjá efst á myndinni. Hér á landi eru afköst í lífrænni ræktun oft töluð niður m.a. vegna þess að þar þarf að stunda skiptiræktun (sáðskipti) en gætum sanngirni í þeim samanburði. Lífrænir bændur fylgja því fyrirkomulagi að færa tegundir á milli spildna eftir takti sem er misjafn eftir tegundum. Í kartöflum ættu að líða 3 ár á milli þess sem þær eru ræktaðar á sama stað. Korn er æskilegt að færa eftir 3 ár. Tegundir af krossblómaætt s.s. repju ætti að færa ár hvert. Þetta þýðir ekki að landið sé ekki í notkun það ár sem er skipt heldur ber að víxla tegundum í ræktun á viðkomandi spildu. Skiptiræktun þýðir því ekki að land sé alfarið tekið „úr framleiðslu“ það ár sem er skipt. Það fer eftir aðstæðum. Bændur í fjölbreyttri lífrænni ræktun hafa því að öllu jöfnu tækifæri til að halda landi nær alltaf „í framleiðslu“. Túnrækt er vissulega hluti af þessu. Skiptiræktun, sem alltaf hefur talist til góðra búskaparhátta, er grundvallaratriði í lífrænni ræktun sem gerir að verkum að plöntusjúkdómar þrífast síður í jarðveginum og dregur úr þörf á að eitra. Heilbrigði plantna og geta þeirra til að verjast skaðvöldum getur einnig oltið á því að næring í jarðveginum sé fjölbreytt og góð enda fóðraður á lífrænum áburðarefnum. Í hefðbundnum landbúnaði hér á landi virðast sveppasýkingar algengar í kornrækt og þá er gripið til sveppavarnarefna til að kornið leggist ekki og fari forgörðum. Þessi vandamál eru nær óþekkt þeim sem stunda lífræna kornrækt hér á landi. Losun kolefnis út í and- rúmsloftið, hnignandi jarðvegs- gæði, mengun grunnvatns, minni líffræðilegur fjölbreytileiki eru allt raunveruleg vandamál sem raunverulega þarf að vinna gegn. Með þaulrækt, tilbúnum áburði og eiturefnanotkun er ekki verið að leggjast á árarnar í þeirri baráttu. Eygló Björk Ólafsdóttir, lífrænn ræktandi í Vallanesi. Ræktunarmenning og akuryrkja Eygló Björk Ólafsdóttir.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.