Árbók Reykjavíkurborgar - 01.08.1975, Side 95
85
auk þess sem það skiptir allmiklu máli hvar og hvernig tekið er við raf-
magninu. Við verðlagningu raforku frá virkjun má hugsa sér, að fjármagns-
kostnaði vegna virkjunarinnar sé deilt á einingafjölda uppsetts afls, en
síðan sé rekstrar- og dreifingarkostnaði skipt á heildarfjölda tímaeininga,
sem orkan er nýtt. Þannig færi hlutur fjármagnskostnaðarins, aflgjaidið,
minnkandi með auknum fjölda tímaeininga, en hlutur rekstrar- og dreifingar-
kostnaðar á tímaeiningu héldist óbreyttur, eða færi minnkandi, þar sem
dreifingarkostnaður á einingu lækkar yfirleitt með aukinni notkun á hverjum
stað. í þessu sambandi skiptir það einnig miklu máli, hvort aflþörfin er
jöfn eða sveiflukennd, þar sem miða þarf orkuverð Við tiltekna hámarksaflþörf,
hvort sem hún er fyrir hendi í lengri eða skemmri tíma á því rekstrartímabili,
sem um er að ræða hverju sinni. Af þessu leiðir, að einingarverð raforku er
að jafnaði lægst hjá þeim, sem hafa jafnasta og mesta aflþörfina samfara löngum
nýtingartíma, en þar kemur þó til álita þörf á forgangsorku, sem svo er nefnd,
til aðgreiningar frá afgangsorku. í því felst, að sá, sem getur fært sér
raforkuna í nyt, þegar fáir aðrir nota hana og álag er lítið, en verið án
hennar, þegar álag er mikið og flestir þurfa á henni að halda, fær hana á
mun lægra verði en aðrir. Slíkur aðili er kaupandi afgangsorku, sem segja má
að ábátasamt sé að selja á nánast hvaða verði sem er. í kaupum á forgangsorku
felst hinsvegar það, að ekki má rjúfa straum til kaupanda vegna of mikils
álags, og þykir því eðlilegt, að greitt sé hærra einingarverð fyrir forgangs-
orku. Það er alkunna, að virkjanlegt vatnsafl til raforkuframleiðslu er mun
meira hérlendis en landsmenn þurfa til beinna eigin nota, þótt gert sé ráð
fyrir því, að raforka komi hvarvetna í stað innfluttrar orku, þar sem þess
þykir kostur. Af þeim sökum hefur athygli manna beinzt æ meir að því, hvernig
megi hafa sem mestan hagnað af sölu þeirrar orku, sem umfram er. 1 því sambandi
þarf einnig að hafa í huga val og stærð áfanga í virkjunum, sem oft mótast ekki
síður af landskostum en stærð markaðsins.
Enginn vafi leikur á því, að samraaning þessara þáfta hefur umtalsverð áhrif á
raforkuverð, en í því, sem hér hefur verið sagt um verðlagningu raforku sérstaklega,
felst meginskýringin á hinum mikla mun raforkuverðs til einstakra hópa notenda.
Lengi hefur verið um það deilt, hvort hér sé að öllu leyti um að ræða réttláta
skiptingu kostnaðar milli notenda, en þeirri spurningu verður ekki svarað á
grundvelli framleiðslu- og dreifingarkostnaðar rafmagns einvörðungu. Hitt er
auðskilið, að hinn mikli hlutur kaupenda raforku til stóriðju í heildarframleiðslu
raforku kann að valda nokkrum erfiðleikum, einkum ef almennar breytingar á
verðlagi hafa ekki sömu áhrif á orkuverð til stóriðju og annað orkuverð.