Árbók Reykjavíkurborgar - 01.08.1975, Síða 238
228
STARFSFÓLK, STARFSAÐFERÐIR
Félagsráðgjafi: Félagsráðgjöf er sérhæfð starfsgrein, sem hefur það að markmiði að stuðla að betri og gagnkvæmari aðlögun einstaklinga, fjölskyldna, hópa að félagslegu umhverfi þeirra. - Félagsráðgjafi er sérmenntaður.
Félagsmála- fulltrúi: Starfsmaður, sem vinnur að nokkru störf félagsráðgjafa, en er ekki sérmenntaður.
Teimi: Hópur sérfræðinga, sem vinnur saman að úrlausn mála.
Fjölskylduvernd: Starfsemi, sem miðar að því að halda fjölskyldunni saman, sem einingu og koma í veg fyrir að hún splundrist.
Fjölskyldumeðferð: Litið á fjölskylduna sem heild og farið með mál hvers einstaklings með tilliti til þessarar heiidar, sem hann er í nánustu tengslum við.
Varnaðarstarf: Starf, sem miðar að því að koma í veg fyrir vandamál og getur bæði haft almennt varnaðargildi og einstaklings- bundið.
Skjólstæðingur: Sá, sem leitar aðstoðar og er til meðferðar.
Endurhæfing: Þjálfun, andleg eða líkamleg, sem beinist að því að endurnýja getu, m.a. vinnugetu, sem fólk einhverra hluta vegna hefur misst. Endurhæfingin getur beinst að líkamlegri þjálfun (t.d. endurhæfing eftir slys) geðrænni aðlögun, félagslegri aðlögun eða þessu öllu samtímis.
Hæfing: Markviss vakning getu, sem legið hefur í láginni. Hér er um að ræða að kenna eitthvað nýtt, sem ekki var áður fyri r hendi. Hér heyrir meðal annars til að kenna vangefnum að samhæfa huga og hönd í einföldum verkum.
Umskólun: Námskeið/verknám, sem gerir fólki unnt að hverfa frá starfi, sem ofbýður vinnugetu þess eða ógnar henni á einhvern veg, og gerir því unnt að hverfa til starfs, sem er í samræmi við vinnugetu þess. Umskólun þessi er því liður í fullorðinsfræðslu*