Árbók Reykjavíkurborgar - 01.08.1975, Side 244
234
17. gr.
Félagsmálaráðherra hefur á hendi yfirstjórn Jöfnunarsjóðs. Skal
^jóðurinn vera í vörzlu félagsmálaráðuneytisins, sem annast bókhald hans,
úthlutun framlaga, greiðslur samkvæmt 8. gr., svo og afgreiðslur á vegum
sjóðsins.
18. gr.
Fé sjóðsins skal ávaxtað í tryggri lánsstofnun.
19. gr.
Árlega skal semja reikning Jöfnunarsjóðs, sem endurskoðaður skal
af ríkisendurskoðuninni.
Ársreikningar sjóðsins skulu birtir í B-deild Stjórnartíðinda.
20. gr.
Félagsmálaráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um starfsemi
sjóðsins, þar á þeðal um álagingu, áfrýjun úrskurða, gjalddaga og inn-
heimtu landsútsvara, samkvæmt 9. - 12. gr.
IV. KAFLI
Um útsvör.
21. gr.
Hver maður skal greiða útsvar til þess sveitarfélags, sem hann átti
lögheimili í næstiliðinn 1. efcesember samkvæmt þjóðskrá, eftir því sem
nánar er ákveðið í lögum þessum,
22. gr.
Útsvarsskyldir eru þeir, sem um ræðir í 1. - 4. gr., sbr. 6. gr.
laga nr. 68 15. júní 1971, um tekjuskatt og eignaskatt, sbr. og lög nr.
22 9. marz 1956, um skatt- og útsvarsgreiðslur útlendinga, gjaldenda, sem
eru á förum úr landi o.fl.
23. gr.
Útsvar skal leggja á tekjur þær sem taldar eru í 7. gr. að teknu
tilliti til ákvæða 8. gr., 10. gr. og 1. mgr. 16. gr. laga nr. 68 ls. júní
1971, um tekjuskatt ; og eignarskatt með síðari breytingum:
Frá tekjum þessum skal draga gjöld þau, sem talin eru í 11. gr.
A-lið, B-lið 1. mgr. og C-lið, sbr. 15. gr. laga nr. 68/1971, hjá þeim,
sem atvinnu reka eða sjálfstæða starfsemi í eigin nafni, þó ekki útleigu
íbúðarhúsnæðis. Frádráttur skal þó aldrei hærri vera hjá gjaldanda en
tekjur hans af atvinnurekstri og starfsemi. Enn fremur skal draga frá
tekjum eigin húsaleigu og skyldusparnað, sbr. 11. gr. laga nr. 30/1970.