Árbók Reykjavíkurborgar - 01.08.1975, Side 247
- 237
NÚ verður ljóst, þegar álagningu útsvara lýkur, að gjald-
andi hefur þegar greitt meira en álagt útsvar, og skal þá
endurgreiða það, sem ofgreitt var, ásamt vöxtum fyrir hvern
mánuð eða hluta úr mánuði, sem féð var í vörzlu sveitarsjóðs
b. Álagt útsvar að frádregnu því, sem greiða ber samkvæmt a-lið,
ber gjaldanda að greiða með allt að fimm jöfnum greiðslum á
txmabilinu frá 1. ágúst til 1. desember eftir ákvörðun sveitar-
stjórnar, 1. ágúst, 1. september, 1. október, 1. nóvember og
1. desember.
c. Allar greiðslur samkvæmt þessari grein skulu inntar af höndum
í heilum tug króna, eftir ákvörðun sveitarstjórnar.
d. Vangreiðsla á útsvarshluta samkvaant þessari grein veldur því, að
allt útsvar gjaldandans á gjaldárinu fellur í eindaga 15 dögum
eftir gjalddagann, þó ekki fyrr en 15. næsta mánaðar, eftir að
álagningu er lokið.
30. gr.
a. Kaupgreiðendur ábyrgjast, að útsvarsgjaldendur, sem þeir greiða
kaup, standi skil á útsvari sínu, álögðu á gjaldárinu, á gjald-
dögum, sem ákveðnir verða samkvæmt 29. gr., eða þegar kaup
fellur til útborgunar eftir gjalddaga, og er kaupgreiðanda
rétt og skylt að halda eftir af kaupinu til útsvarsgreiðslunnar,
enda hafi áður komið fram krafa frá sveitarstjórn til kaup-
greiðanda um, að hann haldi eftir af kaupinu fyrir útsvars-
greiðslunni
b. Vilji sveitarstjórn haga innheimtunni á þann veg, sem segir í
a-lið, skal hún senda hverjum kaupgreiðanda í tæka tíð til-
kynningu um útsör þeirra gjaldenda sem kaupgreiðandi hefur í
þjónustu sinni og ætlazt er til, að kaupgreiðandi greiði,
og senda jafnframt þríritaða kvittanaeyðublaðabók, er sýni
glöggt, að um útsvarsgreiðslur sé að ræða. Skal kaupgreiðandi
láta útsvarsgreiðanda í té slíka kvittun í hvert sinn, er hann
greiðir upp í útsvar sitt. Samriti af kvittuninni ber kaup-
greiðanda að skila, um leið og hann afhendir útsvarsgreiðsluna
til sveitarsjóðs.
c. Orðið kaup tekur til hvers konar kaips, launa, aflahlutar eða
annarrar þóknunar, þ.á.m. eftirlauna, hvort sem greitt er sam-
kvæmt vinnusamningi, ákvæðisvinnusamningi eða öðrum samningum
eða ákvörðunum.
d. Kaupgreiðandi telst sérhver sá, sem innir framangreindar greiðslur
af hendi, hvort heldur fyrir sjálfan sig eða aðra, þ.á.m. kaup-
greiðslustöðvar. Taki hlutamaður aflahlut sinn og selji öðrum,
telst kaupandinn kaupgreiðandi.
e. Sveitarstjórn getur og gert kröfu um, að kaupgreiðendur haldi
eftir af kaupi kaupþega til greiðslu á eldri útsvarsskuldum
ásamt dráttarvöxtum og kostnaði.
f. Til lúkningar greiðslum samkvæmt e-lið skal þó ekki haldið efti'r
meira en 1/5 hluta af því kaupi, sem til útborgunar á að koma
hverju sinni, hjá útsvarsgjaldanda, sem á fyrir heimili að sjá,
en ella 1/3. Ekki má krefja útsvarshluta af manni samkvæmt e-
og f-liðum, ef kaup hans fullnægir ekki brýnustu lífsþörfum
hans, að dómi framfærslunefndar.