Árbók Reykjavíkurborgar - 01.08.1975, Qupperneq 250
240
Undanþegnir aðstöðugjaldi eru þeir, sem um ræðir í 6. gr. laga
nr. 68/1971, svo og skólar, þarnahæli, sjúkrahús, elliheimili, orkuver
til almenningsþarfa, sláturhús, mjólkurbú og olíufélög, sem greiða lands-
útsvar. Heimilt er þó að leggja aðstöðugjald á þær stofnanir, sem um
ræðir í 10. gr. c-lið.
37. gr.
Aðstöðugjald skal miða við rekstrarútgjöld næstliðið almanaksár
samkvæmt ákvæðum skattalaga, þar með taldar fyrningar, vöru- og efnis-
notkun.
Aldrei skal reikna aðstöðugjald af hærri upphæð en sem nemi brúttó-
tekjum.
Hafi gjaldandi með höndum fjölþættan atvinnurekstur, sem tekur til
fleiri en einnar atvinnugreinar, og verðmæti á tilgreindu verði eru flutt
milli atvinnugreina, þá skal telja verðmæti, sem þannig er flutt, til
brúttótekna hjá þeim þætti atvinnurekstrarins, er af hendi lætur, en til
aðstöðugjaldsskyldra rekstrarútgjalda hjá þeim þætti, sem á móti tekur.
Ráðherra getur með reglugerð sett nánari ákvæði um álagningu
gjaldsins.
38. gr.
Aðstöðugjald má eigi hærra vera en hér greinir:
a. Allt að 0.33% af rekstri fiskiskipa og flugvéla.
b. Allt að 0.65% af rekstri verslunarskipa og af fiskiðnaði.
c. Allt að 1% af hvers konar iðnaðarrekstri öðrum.
d. Allt að 1.3% af öðrum atvinnurekstri.
39. gr.
Skattstjórar annast álagningu aðstöðugjalds, og skal þaðálagt í
heilum hundruðum króna.
Aðstöðugjald, sem ekki nær kr. 300.00, fellur niður.
Gjalddagi aðstöðugjalds er 1. júlí.
40. gr.
Innheimta má aðstöðugjald hjá gjaldanda í öðru sveitarfélagi en þar,
sem hann á lögheimili eða hefur aðalatvinnurekstur sinn ef:
a. hann rekur þar fiskkaup, fiskverkun eða hefur þar heimilisfasta
atvinnustofnun, svo sem útibú, og verður þá ekki lagt að-
stöðugjald á hann að því leyti anpars staðar.
b. hann er búsettur erlendis og rekur atvinnu hér á landi.
Skylt er gjaldanda að gefa hlutaðeigandi skattstjóra skýrslu um
samanlögð útgjöld sín, sbr. 37. gr., vegna starfseminnar, samkvæmt a- cg
b-lið þessarar greinar, innan loka framtalsfrests, ella áætlar skattstjóri
útgjöldin að fenginni umsögn sveitarstjórnar eða nefndar skv. 4. mgr. 28. gr
41. gr.
NÚ hefur sveitarstjórn ákveðið að nota heimild þessa kafla um inn-
heimtu aðstöðugjalds, og skal hún þá tilkynna skattstjóra þá ákvörðun sxna
og láta honum samtímis í té upplýsingar um, hversu hátt gjald þetta skuli
vera sbr. 38. gr.
Tilkynning til skattstjóra skal send eigi síðar en 15. apríl ár hvert