Árbók Reykjavíkurborgar - 01.08.1975, Page 252
242
Akvæði til brAðabirgða.
1. A árinu 1972 er félagsmálaráðuneytinu heimilt að veita sveitar-
félögum sérstakt aukaframlag, ef í ljés kemur, að ákvæði laga
þessara reynast þeim óhagstæðari en lög nr. 51/1964. Slíkt
framlag skal þó aðeins veita, ef hlutaðeigandi sveitarfélag
innheimtir fasteignaskatt með fullu álagi, sbr. 3. mgr. 3. gr.,
leggur á fullt útsvar samkvæmt 25. gr. og fullt aðstöðugjald sam-
kvæmt ákvæðum 38. gr. Heimilt er að endurgreiða Jöfnunarsjóði
úr ríkissjóði framlög, sem veitt eru samkvæmt þessu ákvæði.
2. Gjalddagi fasteignaskatts á árinu 1972 skal vera 15. maí, sbr.
þó 4. gr. i, f. Hafi sveitarstjórn þá innheimt fasteignaskatt,
skv. lögum nr. 51/1964, skal endurgreiða gjaldendum það, sem
ofgreitt kann að vera.
3. Fjármálaráðherra er heimilt að ákveða breytingu á hinu nýja
fasteignamati til samræmis við verðlag 1. nóvember 1973.
4. 43. gr. laga nr. 8/1972 gildi svo orðuð til og með 31. desember
1975:
Ef gjöld samkvæmt lögum þessum eru ekki greidd áður en 2 mán-
uðir eru liðnir frá gjalddaga, skal greiða sveitarsjóði dráttar-
vexti af því, sem ógreitt er, l|% fyrir hvern mánuð eða brot
úr mánuði sem líður, talið frá og með gjalddaga uns gjaldið
er greitt.
5. Þar til nýtt fasteignamat hefur tekið gildi, er ráðherra heimilt
að ákveða fyrir 15. nóvember ár hvert, að gjöld næsta árs, sem
reiknuð eru sem hlutfall af fasteignamati, megi breytast í hlut-
falli við þá breytingu byggingarvísitölu, sem orðið hefur frá
1. nóvember árið áður til 1. nóvember ákvörðunarársins.