Árbók Reykjavíkurborgar - 01.08.1975, Side 253
- 243
L Ö G
um tekjuskatt og eignarskatt
m/áorðnum breytingum skv. lögum nr. 7/1972, 60/1973 10/1974 og nr. 11/1975.
I, KAFLI
Um skattskyldu.
1. gr.
Hver maður heimilisfastur hér á landi er skyldur til, með þeim tak-
mörkunum, sem settar eru í lögum þessum, að greiða skatt í ríkissjóð af
tekjum sínum og eignum.
NÚ dvelst maður erlendis um stundarsakir, en bregður eigi heimilis-
fangi sínu hér á landi, og skal hann þá gjalda skatt eins og hann dveldist
að staðaldri í landinu.
2. gr.
NÚ er maður eigi heimilisfastur hér á landi, en á hér fasteignir og
hefur tekjur af þeim eða af atvinnu eða af sýslan, sem hér eða héðan er
rekin, svo sem sjómenn á íslenzkum skipum, sem eigi greiða skatt í öðru
ríki, og skal hann þá gjalda skatt af tekjum þessum og tilnefna fyrir
hlutaðeigandi skattheimtumanni, hver greiði skattgjald hans, enda sé sá
maður búsettur á skattsvæði skattheimtumanns.
Sömuleiðis skal sá, er eigi hefur aðsetur hér á landi, en hefur
laun, biðlaun eða styrk úr ríkissjóði, eða arð af hlutafé í innlendu
hlutafélagi eða innborguðu stofnfé í öðrum atvinnufélögum eða fyrirtækjum,
eða tekjur frá öðrum innlendum aðilum, gjalda skatt af þessum tekjum, og
skal tekjuskattinum haldið eftir við greiðslu fjárins.
Menn sem eigi eru heimilisfastir hér á landi, og útlend félög
greiða eignarskatt af þeim eignum sínum hér á landi, sem gefa af sér
tekjur þær, er um ræðir í þessari grein. Reiknast skattur einstaklinga
samkvæmt reglunum í 26. gr. 1. Eignarskattur útlendra félaga reiknast
samkvæmt 26. gr. II.
Ríkisstjórninni er heimilt að gera samninga við stjórnir annarra
ríkja um gagnkvæmar ívilnanir á tekju- og eignarskatti þeirra erlendra
og íslenzkra skattaðilja, sem eftir gildandi skattalöggjöf ríkjanna eiga
að greiða skatt af sömu tekjum eða eignum bæði á íslandi og í einhverju
öðru ríki.
3. gr.
Tekjur hjóna, sem samvistum eru, skulu saman taldar til skatt-
gjalds, enda þótt séreign sé eða sératvinna. Ábyrgjast þau bæði skatt-
greiðslu og undirrita skattframtalið. Rétt er því hjóna, er skattgreiðslu
annast, eða erfingjum þess að krefjast endurgjalds af hinu eða erfingjum
þess á þeim hluta skattsins, er að réttum tölum kemur á séreign eða sér-
atvinnu þess hjóna, er eigi innti af hendi skattgreiðslu.