Árbók Reykjavíkurborgar - 01.08.1975, Page 256
246
A. Tekjur af landbúnaði, sjávarútvegi, siglingum, verzlun, verk-
smiðjuiðnaði, handiðn, námurekstri og sérhverjum öðrum atvinnu-
rekstri, enn fremur allar tekjur, sem telja má endurgjald fyrir
starfsemi í þágu vísinda, lista, og bókmennta eða fyrir hvers
konar vinnu, greiða eða aðstoð. Til slíkra tekna telst fæði,
húsnæði, endurgreiðsla flutningskostnaðar milli heimilis og
vinnustaðar, afnot bifreiða, svo og hvers konar aðrar greiðslur
eða hlunnindi sem látin eru í té sem kaupgjald eða jafna má
til kaupgreiðslu
B. Tekjur af embættum eða sýslunum, svo sem: Föst laun, auka-
tekjur, embættisbústaður og önnur hlunnindi, landauragjald,
jarðarafnot, endurgjald fyrir skrifstofukostnað (sbr. 11. gr.
C). Enn fremur eftirlaun, biðlaun, lífeyrir, gjafir og
styrktarfé. Til skattskyldra gjafa telst meðal annars: Gjafir
eða hlunnindi, sem sýnilega eru gefin sem kaupauki, beinar
gjafir í peningum eða öðrum skattskyldum verðmætum, sem nokkru
nemur, þar með talin afhending slíkra eigna í hendur nákominna
ættingja, nema um fyrirframgreiðslu upp í arf sé að ræða, sbr.
10. gr. B. Komi endurgjald fyrir þessar eignir að einhverju
leyti, skal meta til tekna mismuninn á því endurgjaldi og
áætluðu matsverði hinnar gefnu eignar. Undanskildar skulu þó
tækifærisgjafir, nema arðberandi eignir séu gefnar.
C. Landskuld af leigujörðum og arður af hvers konar hlunnindum og
ítökum, leiga eftir lóðir, hús og önnur mannvirki, svo og
áætlað gjald af jörðum, ítökum, hlunnindum, lóðum, húsum og
öðrum mannvirkjum, sem eigendur eða rétthafar nota sjálfir eða
láta öðrum í té til afnota án eðlilegs endurgjalds. Enn fremur
leiga af innstæðukúgildum á jörðum, sem eru í leiguábúð, arður
af byggingarpeningi, svo og leiga eða arður af lausafé, þar
með talin skip og loftför, sem á leigu er selt.
D. Vextir eða arður af hlutabréfum, skuldabréfum og öðrum innlendum
og erlendum verðbréfum, svo og vextir af sparisjóðsinnstæðum,
útistandandi skuldum og öðrum arðberandi kröfum. Undanþegnir
skattskyldu eru þó vextir af skattfrjálsum sparisjóðsinnlánum
samkvamt 21. gr. og vextir af stofnsjóðsinnstæðum félagsmanna
í samvinnufélögum.
Til arðs af hlutabréfum telst auk venjulegrar arðgreiðslu sérhver
afhending verðmæta til hluthafa, er telja verður sem tekjur af hlutaeign
þeirra í félaginu. Til arðs telst þó ekki úthlutun jöfnunarhlutabréfa,
sem hefur ekki í för með sér breytta eignarhlutdeild hluthafa í hluta-
félagi og telst því ekki heldur til skattskyldra tekna hluthafans. Útgáfa
bréfanna skal byggð á raunverulegu verðmæti hreinna eigna félagsins, annarra
en arðjöfnunarsjóðs eða skattfrjáls varasjóðs. Samanlagt nafnverð jöfnunar-
hlutabréfanna, miðað við hlutafé félagsins, má ekki vera hærra en svarar
til almennrar verðhækkunar frá 1. janúar 1973, eða frá stofnun hlutafélags
eða innborgunar hlutafjár eftir þann tíma. Fjármálaráðherra ákveður,
hvernig reikna skal hina almennu verðhækkun. NÚ selur hluthafi hlutabréf
til hlutafélags þess, er bréfin gaf út, og skal þá teljast til arðs hjá
seljanda mismunur söluverðs og nafnverðs hlutabréfanna, þ.m.t. nafnverð
útgefinna jöfnunarhlutabréfa eða samsvarandi fjárhæð, er heimilt hefði
verið að úthluta sem jöfnunarhlutabréfum, og skiptir ekki máli í því sam-
bandi, fyrir hvaða verð seljandi keypti hlutabréfin eða hvenær. Þó skulu
ákvæði 1. og 7. mgr. E-liðs 1. mgr. 7. gr. taka til sölu hlutabréfa til
félagsins sjálfs, svo lengi sem eða að því marki sem hlutfall eigin hluta-
bréfa hlutafélagsins við kaupdag fer ekki, þrátt fyrir kaupin, yfir 10%