Árbók Reykjavíkurborgar - 01.08.1975, Blaðsíða 258
248
umfram leyfilega lágmarksfyrningu, ákveðna eftir reglum C-liðs 15. gr.
laganna, allan fyrningartímann til söludags, þó ekki hærri fjárhæð en
söluhagnaði nemur. í þessu sambandi skulu hámárksfyrningar skipa, skips-
búnaðar og loftfara teljast lágmarksfyrningar fyrstu þrjú ár eignar-
haldstímans, enda sé söluhagnaði varið til kaupa sams konar eigna innan
tveggja ára frá sölu. Enn fremur skulu í þessu sambandi allar fyrningar
fengnar fyrir gildistöku laga þessara teljast lágmarksfyrningar. Sölu-
hagnaður að frádregnum skattskyldum fyrningum samkvæmt 2. málslið þessarar
málsgreinar telst skattskyldur ágóði samkvæmt 1. og 3. mgr.
Ágóði af sölu fasteigna, sem eigi er heimilt að fyrna samkvæmt
15. gr., og íbúðarhúsnæðis, sem fyrnt hefur verið samkvæmt E-lið 15. gr.,
telst mismunur á söluverði þeirra annars vegar og kaupverði eða kostnaðar-
verði þeirra hins vegar, þó skal heimilt að miða við fasteignamatsverð,
staðfest á árinu 1971, í stað kaupverðs eða kostnaðarverðs, hafi fasteign
verið x hendi seljanda í árslok 1969.
NÚ selur skattþegn sérgreinda fasteign eða mannvirki ásamt eignarlóð
eða landi í heild eða hluta, og skal þá heildarsöluverði skipt í sama hlut-
falli og þessar einingar eru metnar til gildandi fasteignamatsverðs á sölu-
degi. Sama skal gilda um skiptingu söluverðs mannvirkja eingögnu sé um að
ræða sameiginlega sölu íbúðarhúsnæðis og atvinnurekstrarhúsnæðis. Á sama
hátt skal ákvörðuð skipting á kaupverði kaupanda.
Ágóði af sölu hlutabréfa skal teljast mismunur raunverulegs sölu-
verðs þeirra annars vegar og kaupverðs þeirra hins vegar. Kaupverð hluta-
bréfa í hendi seljanda skal ákvarða sem samanlagt nafnverð kayptra hluta-
bréfa og þeirra jöfnunarhlutabréfa, sem hann hefur fengið úthlutað eða
heimilt hefði verið að úthluta honum, eða raunverulegt kaupverð, hvort sem
hærra reynist. Kaupverð hlutabréfa, sem skattþegn hefur eignazt við sam-
runa hlutafélaga samkvæmt 8. gr., skal ákvarðast jafnt kaupverði þeirra
hlutabréfa, er hann lét af hendi. Þegar ákvarða skal ágóða af sölu hluta-
bréfa, skal kaupverð hvers hlutabréfs ákvarðað jafnt meðalverði allra
hlutabréfa sömu tegundar í hendi sama eiganda.
Falli sala eigna undir atvinnurekstur skattþegns, telst ágóði af
sölu þeirra ávallt að fullu til skattskyldra tekna á söluári. Ágóði
telst mismunur á söluverði eignanna annars vegar og kaupverði, kostnaðar-
verði eða bókfærðu verði þeirra hins vegar.
Bætur vegna altjóns og eignarnámsbætur teljast sem söluverð í
þessu sambandi. Stafi söluhagnaður af greiðslu bóta vegna altjóns eða
eignarnáms, er skattþegni heimilt að dreifa skattskyldum hluta sölu-
hagnaðarins á fimm ár, þannig að með tekjum hvers árs skuli aðeins teljast
einn fimmti hluti.
Skattþegni skal heimilt að fresta skattlagningu skattskylds hluta
söluhagnaðar um tvenn áramót, afli hann sér eigna, sem fyrna má samkvæmt
ákvæðum C-liðs 15. gr., innan þess tíma og fyrni þessar eignir samkvæmt
ákvæðum 6. mgr. D-liðs 15. gr., enda noti skattþegn þá eigi heimildar-
ákvæði 9. mgr. þessa stafliðs.
Hafi skattþegn eignast hið selda fyrir arftöku, þar með talda fyrir-
framgreiðslu arfs, skal við ákvörðun eignartíma samkvæmt þessari grein
miðað við samanlagðan eignartíma arfleifanda og arftaka.
Áður en skattskyldur ágóði af sölu eigna samkvæmt þessari grein
er ákveðinn, má skattþegn draga frá heildarágóðanum það tap, sem hann kann
að hafa orðið fyrir vegna sölu sams konar verðmæta á sama ári.
F. Vinningur í veðmáli, happdrætti eða því um líku, nema skatt-
frjálst sé samkvæmt sérstökum lögum. Fjármálaráðherra er þó
heimilt að ákveða, fyrir eitt ár í senn, að vinningar í til-
teknum happdrættum teljist ekki til skattskyldra tekna, enda
sé öllum ágóðanum af happdrættunum varið til menningarmála,
mannúðarmála eða kirkjulegrar starfsemi.