Árbók Reykjavíkurborgar - 01.08.1975, Side 263
Heimilt er ráðherra að leyía frádrátt á iðgjöldum, er atvinnu-
fyrirteki greiða sem stofnframlag til kaupa á lífeyristryggingum handa
starfsmönnum sínum vegna liðins starfstíma, ef um er að ræða hliðstæðar
reglur þeim, er gilda um tryggingar annarra aðila, enda sé iðgjaldaupp-
hæðinni skipt með jöfnum greiðslum á það mörg ár, að frádráttarþærar
iðgjaldagreiðslur verði ekki hærri en hjá öðrum hliðstæðum aðilum samkv.
lögum þessum.
Skilyrði fyrir því, að iðgjöld fyrir ólögboðna lífeyristryggingu
dragist frá tekjum samkvæmt framansögðu, er, að tryggi ngin sé keypt hjá
lífeyrissjóði, vátryggingarfélagi eða stofnun, sem starfar eftir reglum,
sem fjármálaráðuneytið samþykkir, og séu þar meðal annars fyrirmæli um
vörzlu og ávöxtun tryggingarfjárins og eftirlit með starfseminni.
Þá skal draga frá tekjum iðgjald af lífsábyrgð, er skattþegn
hefur keypt sér, þó ekki hærra iðgjald en 34.800 kr.
E. Námskostnað, sem stofnað er til eftir tuttugu ára aldur, má,
eftir því sem nánar verður ákveðið í reglugerð, draga frá
tekjum næstu 5 ár, eftir að námi er lokið, enda sé gerð full-
nægjandi grein fyrir kostnaðinum.
F. Slysadagpeninga skv. 35. gr. og sjúkradagpeninga skv. 50. gr.
laga nr. 40/1963, um almannatryggingar, svo og greiðslur
svipaðs eðlis vegna veikinda eða slysa úr sjúkrasjóðum stéttar
félaga.
14. gr.
Frá tekjum sjómanna lögskráðra á íslenzk skip skal draga kostnað
vegna hlífðarfata. Frádrátturinn ákveðst 2.265 kr. á mánuði og miðast
við þann vikufjölda, sem þeir eru háðir greiðslu slysatryggingariðgj.alda
hjá útgerðinni, enda ráðnir sem sjómenn.
Sömu aðilum skal veittur sérstakur frádráttur kr. 14.345 fyrir
hvern mánuð, reiknað á sama hátt, enda hafi þeir verið skipverjar á
íslenzkum skipum ekki skemur en fjóra mánuði af skattárinu.
Hlutaráðnir menn skulu njóta frádráttar samkvæmt 1. og 2. máls-
grein, þótt þeir séu ekki lögskráðir, enda geri útgerðarmaður fullnægjand
grein fyrir, hvernig hlutaskiptum er farið, og yfir hvaða tímabil laun-
þegi hefur tekið kaup eftir hlutaskiptum.
Ef sjómenn á íslenzkum fiskiskipum þurfa sjálfir að sjá sér fyrir
fæði, skal draga þann fæðiskostnað frá tekjum þeirra. Við ákvörðun þess
kostnaðar skal farið eftir mati skattyfirvalda.
Auk frádráttar skv. 1,- 4. mgr. þessarar greinar skal frá bei'num
tekjum sjómanna af fiskveiðum á íslenzkum fiskiskipum draga 10% teknanna,
áður en skattur er á þær lagður.
Þessi ákvæði eiga einnig við um hlutráðna landmenn.
15. gr.
Um fyrningu, sbr. A-lið 11. gr., fer sem hér segir:
A. Fyrnanlegar eignir eru þeir fjármunir, sem notaðir eru til
öflunar tekna í atvinnurekstri og rýrna að verðmæti við eðli-
lega notkun eða aldur, þó ekki veltúfjármunir.
Fyrnanlegar eignir eru þessar helztar:
1. Vélar, tæki, skip, loftför og annað lausafé.
2. Byggingar og önnur mannvirki.
3. Náttúruauðæfi og keyptur réttur til nýtingar þeirra.