Árbók Reykjavíkurborgar - 01.08.1975, Qupperneq 264
254
4. Keyptur eignarréttur að verðmætum hugverkum og auðkennum,
svo sem höfundarréttur, útgáfuréttur, réttur til notkunar,
þekkingar og reynslu, réttur til eiknaleyfis, vörumerkis,
og sérstök atvinnuréttarleyfi.
5. Sérstakur stofnkostnaður, svo sem frumkostnaður við markaðs
leit, rannsóknir, öflun einkaleyfa og vörumerkja.
B. Heildarfyrningarverð eigna telst kostnaðarverð þeirra, þ.e.
kaupverð eða framleiðsluverð ásamt kostnaði við endurþætur,
þreytingar eða endurþyggingu að viðþættum tolluip, flutnings-
gjöldum, niðursetningarkostnaði og öðrum áföllnum kostnaði,
þó eigi vöxtum, sbr. þó heimild í A-lið 12. gr., þar til eignin
er hæf til teknaöflunar, en að frádregnum óendurkræfum styrkjum
sbr. þó 4. mgr. D-liðs, afsláttum, eftirgjöfum skulda eða skaða
bótum, sem til falla í sambandi við kaup eða framleiðslu eignar
innar.
Gengistap á skuldum, sem stofnað var til vegna öflunar fyrnanlegra
eigna, sem fyrnast samkvæmt C-lið, má færa•sérstaklega til eignar á því
rekstrarári, sem gengisbreyting á sér stað.
Fyrningartími eigna hefst, þegar þær eru hæfar til teknaöflunar
í hendi eiganda. Fyrningartími verðmæta samkvæmt 3. tl. A-liðs hefst
þó fyrst við nýtingu þeirra. Upphaf fyrningartíma fyrnanlegra eigna, sem
skattþegn á í árslok 1970, telst 1. janúar 1971.
Heildarfyrningarverð eigna skv. 2. tölulið A-liðs þessarar greinar
má þó jafnan vera fasteignamatsverð, enda þótt kaup- eða kostnaðarverð
hafi verið lægra.
C. Fyrning skal, að vali skattþegns við upphaf fyrningartíma,
ákveðin sem fastur árlegur hundraðshluti af heildarfyrningar-
verði þeirra eigna og innan þeirra marka, sem hér greinir:
1. véla og tækja til jarðvinnslu, námarekstrar og mannvirkja-
gerðar, svo og allra flutningatækja, skipa og skipsbúnaðar.
Lágmark IQflo, en hámark 15%.
2. Allra véla, tækja og annars lausafjár, sem eigi fellur
undir 1. tl. Lágmark 8%, en hámark 12.5%.
3. Bygginga og annarra mannvirkja, annarra en íbúðarhúsnæðis.
Lágmark skal vera helmingur af hundraðshluta hámarks.
Fjármálaráðherra skal í reglugerð flokka til fyrningar
byggingar og önnur mannvirki samkvæmt þessum tölulið
4. Keypts eignarréttar að verðmætum hugverkum og auðkennum
samkvæmt 4. tl. A-liðs og sérstaks stofnkostnaðar samkvæmt
5. tl. A-liðs. Lágmark 5%, en hámark 20%.
Fyrning náttúruauðæfa og keypts réttar til nýtingar þeirra skal
miðuð við áætlaða heildarnýtingu og raunverulega nýtingu ár hvert. Áætluð
heildarnýting er háð samþykki skattstjóra. Heildarfjárhæð fyrningar samkv
þessari málsgrein má aldrei verða hærri en heildarfyrningarverð hins
fyrnda, að frádregnu verðmæti því, sem eftir stendur að lokinni nýtingu.
Eignir þær, sem um ræðir í 1. mgr., má aldrei fyrna í heild meira
en svo, að ávallt standi eftir sem niðurlagsverð eignanna 1C% af heildar-
fyrningarverði þeirra sbr. þó 4. og 5. mgr. þessa stafliðs.
Stofnkostnað þann, sem um ræðir í 5. tl. A-liðs, má fyrna að fullu
á því ári, sem hann myndast.
Gengistap, sbr. 2. mgr. B-liðs, má fyrna að fullu á eftirstöðvum
fyrningartíma hlutaðeigandi eignar eða á 5 árum, eftir vali skattþegns.