Árbók Reykjavíkurborgar - 01.08.1975, Blaðsíða 268
258
III. KAFLI
Um skattskyldar eignir.
19. gr.
Skattskyldar eignir teljast með þeim takmörkunum, sem gerðar eru
í 2. gr. 3. mgr. og 20. og 21. gr., fasteignir og lausafé skattgreiðanda
ásamt hvers konar öðrum verðmætum eignarréttindum. Frá eignum skal draga,
áður en skattur er á þær lagður, skuldir skattþegns. Til skuldar ber að
telja m.a. ógreiddar uppbætur á keyptar afurðir og ógreiddan afslátt af
seldum vörum við árslok, enda sé skattþegni skylt samkvæmt lögum, sam-
þykktum sínum, ef um félag er að ræða, eða samningum að greiða viðskipta-
eða félagsmanni sínum slíkan afslátt eða uppbætur. Þegar skattur greiðist
samkvæmt 2. gr. 3. mgr., má þó aðeins draga frá þær skuldir, sem hvíla á
þeim eignum, sem skattur er greiddur af. Eignirnar eru jafnt skattskyldar,
hvort sem þær gefa af sér nokkrar tekjur eða ekki.
20. gr.
Með skattskyldum eignum er eigi talið:
A. Skilyrðisbundin fjárréttindi, svo sem réttur til lífsábyrgðar-
fjár, sem ekki er fallið til útborgunar.
B. Réttur til eftirlauna, lífeyris eða annarrar áframhaldandi
greiðslu, sem bundin er við einstaka menn.
C. Réttur til leigulauss bústaðar eða önnur afnotaréttindi, sbr.
þó A-lið 22. gr.
D. Bækur og fatnaður til einkaafnota, húsgögn, aðrir húsmunir og
munir, sem hafa sérstætt persónulegt gildi.
21. gr.
Undanþegnar framtalsskyldu og eignarskatti eru innstæður í bönkum,
sparisjóðum og löglegum innlánsdeildum félaga, svo sem hér segir:
A. Innstæður skattgreiðanda, sem ekkert skuldar.
B. Innstæður manns, sem ekki skuldar meira fé en jafngildir há-
marki lána Húsnæðismálastjórnar ríkisins til einstaklings. um
hver áramót, enda séu skuldir þessar fasteignaveðlán, tekin
til 10 ára eða lengri tíma og sannanleg notuð til að afla
fasteigna eða endurbæta þær.
C. Sá hluti innstæðu hjá öllum skattgreiðendum, sem er umfrara
skuldir, Innborgað hlutafé og stofnfé telst til skulda félaga
í þessu sambandi.
Undanþegnir framtalsskyldu og tekjuskatti eru allir vextir af eignar
skattfrjálsum innstæðum.
Þeim sem bókhaldsskyldir eru, en njóta undanþágunnar, skulu með
venjulegum hætti færa allar innstæður sínar og vexti af þeim í bækur sínar
og ársreikninga.
Komi í ljós í framtölum gjaldenda ósamræmi milli ára, sem stafað
getur af því að innstæða hefur ekki verið fram talin vegna framangreindrar
undanþágu, ber gjaldendum að leggja fyrir skattayfirvöld, þegar þess er
krafizt, yfirlit frá innlánsstofnunum um allar innstæður sínar á tímabili
því, sem um er að ræða, og einnig geta skattyfirvöld krafizt hjá innláns-
stofnunum allra þeirra upplýsinga, sem þau telja þörf fyrir í þessu samband