Árbók Reykjavíkurborgar - 01.08.1975, Blaðsíða 270
260
IV. KAFLI
Skattstigar■
A. Tekjuskattur ■
25. gr.
A. Tekjuskattur þeirra manna, sem tekjuskattskyldir eru samkvæmt
lögum þessum skal reiknast svo:
1. Hjá einstaklingi og hjónum telji þau fram hvort í sínu
lagi: Af fyrstu 600.000 kr. skattgjaldstekjum greiðist 20%
en af skattgjaldstekjum yfir 600.000 kr. greiðist 40%. Frá
þeirri fjárhæð skal síðan dreginn persónuafsláttur skv. 1.
eða 3. tl. B-liðar þessarar greinar eftir því sem við á.
2. Hjá hjónum sem samsköttuð eru, sbr. 3. gr. laga þessara:
Af fyrstu 850.000 kr. skattgjaldstekjum greiðist 2C% en
af skattgjaldstekjum yfir 850.000 kr. greiðist 40%. Frá
þeirri fjárhæð skal síðan dreginn persónuafsláttur skv.
2. tl. B-liðar þessarar greinar.
B. Persónuafsláttur heimilisfastra manna hér á landi, sem skatt-
skyldir eru samkvæmt 1. gr. laga þessara, skal vera sem hér
segir:
1. Fyrir einstakling, sbr. þó 3. tl., og hvort hjóna, sem
telja fram hvort í sínu lagi, 97.000 kr.
2. Fyrir hjón, sem samsköttuð eru, 145.000 kr.
3. Fyrir einstætt foreldri, sem heldur heimili og framfærir
þar barn sitt, sem ekki er fullra 16 ára í byrjun þess
almanaksárs, sem skattur er lagður á 145.000 kr.
Nemi persónuafsláttur skv. 1., 2. eða 3. tl. þessa stafliðar
hærri fjárhæð en reiknaður skattur af skattgjaldstekjum skv.
1. eða 2. tl. A-liðar þessarar greinar skal ríkissjóður leggja
fram fé sem nemur allt að þessum mun og skal því ráðstafað
fyrir hvern mann til greiðslu útsvars gjaldársins. Sá hluti
persónuafsláttar mannsins, sem enn er óráðstafað, fellur niður.
Þó skal aldrei koma til skuldajafnaðar hærri fjárhæð en sem nemur
mismun persónuafsláttar og 20% af vergum tekjum til skatts,
þegar frá þeim hafa verið dregnar 250.000 kr. hjá einstaklingi
og hjá hvoru hjóna, sem telja fram hvort í sínu lagi, en 375.000
kr. hjá samsköttuðum hjónum.
Hjá þeim skattþegnum, sem heimilt væri að beita ákvæðum 4. mgr.
23. gr. laga nr. 8/1972, um tekjustofna sveitarfélaga, skal
hækka framangreindar vergar tekjur til skatts á þann veg er
þar um ræðir.
Karli og konu, sem búa saman í óvígðri sambúð og átt hafa barn
saman, er heimilt, að skriflegri beiðni beggja, að fara þess
á leit við skattstjóra að hann sameini skattgjaldstekjur þeirra
og skattgjaldseign til skattgjalds á nafni karlmannsins, enda
séu þau þá bæði háð ákvæðum 2. og 3. málsl. 1. mgr. og 4. mgr.
3. gr. um ábyrgð skattgreiðslu. Tekjuskattur reiknast þá sam-
kvæmt 2. tl. A-liðar þessarar greinar og persónuafsláttur sam-
kvæmt 2. tl. þessa stafliðar. NÚ búa foreldrar barns saman í
óvígðri sambúð og skal þá hvorugt þeirra teljast einstætt for-
eldri skv. þessum staflið eða skv. 16. gr. laganna þótt þau