Árbók Reykjavíkurborgar - 01.08.1975, Blaðsíða 271
261
framfæri á heimilinu barn sem þau hafa ekki átt saman. Sé
um að ræða barn, sem ekki er fullra 16 ára í byrjun þess
almanaksárs, þegar skattur er lagður á og fallist hefur verið
á sérsköttun þess samkvæmt heimild í 4. málsl. 4. gr. og með
farið um sérsköttun þess samkvæmt síðasta málsl. þeirrar laga-
greinar, skal þó aldrei koma til greiðslu samkvæmt 2. mgr.
þessa stafliðar hærri fjárhæð en 18.000 kr.
Þeir, sem taka uppheimilisfesti hér á landi á skattárinu, skulu
einungis njóta persónuaflsáttar í hlutfalli við dvalartíma sinn
hér á landi á því ári.
C. Með hverju barni, sem heimilisfast er hér á landi, þar með talin
stjúpbörn, kjörbörn og fósturbörn, sem ekki er fullra 16 ára í
byrjun þess almanaksárs þegar skattur er lagður á og er á fram-
færi heimilisfastra manna hér á landi sem skattskyldir eru skv.
1. gr. laga þessara, skal ríkissjóður greiða barnabætur til
framfæranda barnsins er nemi 30.000 kr, með fyrsta barni en
45.000 kr með hverju barni umfram eitt. Þó skal fjárhæð barna-
bóta skert um þær barnabætur eða hliðstæðar bætur sem fram-
færandi hefur fengið erlendis á skattárinu vegna barnsins.
Barnabætur greiðast til framfæranda barns að því marki sem
eftirstöðvar nema þegar frá hafa verið dregnar greiðslur eftir-
talinna opinberra gjalda framfærandans í þessari forgangsröð:
1. Tekjuskatts sem á er lagður á greiðsluárinu skv. A-lið
þessarar greinar.
2. Annarra þinggjalda sem á eru lögð á greiðsluárinu.
3. Ögoldinna þinggjalda frá fyrri árum.
4. Útsvars sem á er lagt á greiðsluárinu.
5. Aðstöðugjalds sem á er lagt á greiðsluárinu.
Fjármálaráðherra skal ákveða gjalddaga eftirstöðvanna ár hvert.
Búi foreldrar barns, sem ekki er fullra 16 ára í byrjun þess
almanaksárs þegar skattur er á lagður, saman ógift telst faðir
barnsins framfærandi þess svo og annarra barna, sem þau fram-
færa saman á heimilinu, skv. þessum staflið, en heimilt er sam-
kvæmt reglugerð, sem fjármálaráðherra setur, að draga frá barna-
bótum greiðslu opinberra gjalda móður barnsins (barnanna) að
því marki, sem eftirstöðvunum nemur á sama hátt og í sömu for-
gangsröð og fyrir er mælt í 2. mgr. þ'essa stafliðar.
Fyrir barn, sem öðlast heimilisfesti hér á landi á skattárinu,
skal einungis greiða barnabætur í hlutfalli við dvalartíma þess
hér á landi á því ári.
Þar sem innheimta þinggjalda og gjalda til sveitarsjóðs er sam-
eiginleg er fjármálaráðherra heimilt með reglugerð að kveða
svo á að þinggjöld og gjöld til sveitarsjóðs skuli vera samhliða
í forgangsröðinni.
D. Tekjuskattur þeirra félaga og stofnana, er um ræðir í 5. gr.,
skal vera 53% af skattgjaldstekjum.
E. Tekjuskatt, sem ekki nær 100 kr., skal fella niður við álagningu.
26. gr.
Eignarskattur þeirra manna, sem eignarskattskyldir eru skv.
lögum þessum reiknast þannig:
Af fyrstu 1.000.000.oo kr. skattgjaldseign greiðist enginn
skattur.
1.