Árbók Reykjavíkurborgar - 01.08.1975, Page 274
264
VI. KAFLI
Um framtöl, fresti, úrskurði, innheimtu o.fl.
34. gr.
Gjaldendur skulu skattlagðir þar, sem þeir eiga lögheimili samkvæmt
þjóðskrá hinn 1. desember á viðkomandi skattári. Hlutafélög og önnur atvinnu-
félög innlend skulu skattlögð þar, sem þau eiga heimili, en erlend þar, sem
aðalumboðsmenn þeirra hér á landi eru búsettir, enda bera téðir umboðsmenn
ábyrgð á greiðslu skattsins.
Aðrir gjaldendur, sem ekki eru búsettir hér á landi, greiða skatt á
þeim stöðum þar sem þeir hafa tekjur sínar eða eignir.
Ríkisskattstjóri sker úr, ef vafi leikur á, hvar gjaldandi skuli
skattlagður.
35. gr.
Allir þeir, sem skattskyldir eru samkvæmt ákvæðum I. kafla laga
þessara, svo og þeir, er telja sig skattfrjálsa samkvæmt lokaákvæði A-liðs
1. mgr. 5. gr., skulu afhenda skattstjóra eða umboðsmanni hans skriflega
skýrslu í því formi, sem ríkisskattstjóri ákveður, þar sem greindar eru að
viðlögðum drengskap tekjur síðastliðið ár og eignir í árslok. Framtals-
skyldan hvílir á hverjum einstaklingi, sameiginlega á hjónum, sem samvistum
eru, á stjórn félags eða stofnunar og þeim, er hefur á hendi fjárhald
fyrir þann, sem ekki er fjárráða, og einnig á skiptaráðendum og skipta-
forstjórum dánar- og þrotabúa, erfingjum, er skipta einkaskiptum, og maka,
er situr í óskiptu búi, svo og á hverjum þeim, sem veitir forstöðu verzlun,
verksmiðju eða öðru atvinnufyrirtæki, ef eigandinn er eigi búsettur innan-
lands. Skýrslur þessar skulu komnar til skattstjóra eða umboðsmanns hans
fyrir lok janúarmánaðar. Þeir, sem hafa atvinnurekstur með höndum, þurfa
þó eigi að hafa skilað framtalsskýrslu fyrr en fyrir lok febrúarmánaðar.
Ef sérstaklega stendur á, getur skattstjóri eða umboðsmaður hans veitt
frest til framtals til febrúarloka. Þeim, sem stunda atvinnurekstur, má
þó veita frest til 31. marz. Vátryggingarfélög þurfa eigi að skila fram-
tali fyrr en 31. maí.
NÚ er framteljandi sjálfur ófær að rita framtalsskýrslu, og er þá
skattstjóri eða umboðsmaður hans skyldur að veita honum aðstoð til þess,
en skylt er framteljanda að láta í té allar upplýsingar og gögn, til þess
að framtalið verði rétt. Sá, er aðstoð veitir samkvæmt þessari málsgrein,
skal rita á skýrsluna yfirlýsingu um, að hann hafi veitt aðstoð við gerð
hennar
36. gr.
Allir framtalsskyldir aðilar, embættismenn og aðrir, er einhver störf
hafa á hendi í almenningsþarfir, stjórnendur þanka og sparisjóða, hlutafélaga
og annarra félaga og stofnana, eru skyldir að láta skattyfirvöldum í té
ókeypis,og í því formi, sem óskað er, allar nauðsynlegar upplýsingar og
skýrslur, er þau beiðast og unnt er að láta þeim í té, svo sem skýrslur
um starfslaun, skuldabréf, vaxtabréf, hlutabréf og arð, um vaxtabréf í
bönkum, sparisjóðum og annað því um líkt.