Árbók Reykjavíkurborgar - 01.08.1975, Blaðsíða 279
- 269
NÚ hefur fjármálaráöherra ákveðið að gjalddagar tekju- og eignar-
skatts skuli vera fleiii en einn á ári og veldur þá vangreiðsla að hluta
því að skattar gjaldandans á gjaldárinu falla í eindaga, þó ekki fyrr en
15. næsta mánaðar eftir að álagningu er lokið.
Innheimtumaður getur ekki krafið gjaldanda um þá fjárhæð, sem kaup-
greiðandi hefur haldið eftir af launum hans til greiðslu skatta, þó að
kaupgreiðandi hafi ekki staðið skil á greiðslunni til ríkissjóðs. Krafa
rxkissjóðs í þrotabú kaupgreiðanda vegna slíkra greiðslna skal vera for-
gangskrafa og í skuldaröð með þeim kröfum, sem nefndar eru í a-lið 83. gr.
laga nr. 3/1878, um skipti á dánarbúum og félagsbúum o.fl. Skatt-
greiðandi, sem ofgreitt hefur skatt til kaupgreiðanda samkvæmt þessari
grein, á rétt á endurgreiðslu beint frá innheimtumanni, hvort sem kaup-
greiðandi hefur greitt innheimtumanni skattinn eða ekki.
Þeir, sem hafa á hendi fjárforræði ólögráða manna, bera ábyrgð á
skattgrefðslu: þeirra. Um ábyrgð atvinnuveitenda á skattgreiðslu útlendinga,
sem þeir hafa í þjónustu sinni, fer svo sem segir í 5. gr. laga nr. 22/1956.
Fjármálaráðherra getur með reglugerð ákveðið, að innheimta skuli
fyrir fram upp í væntanleg þinggjöld yfirstandandi árs hjá hverjum gjald-
anda fjárhæð, er nemi ákveðnum hluta þeirra þinggjalda, sem honum bar að
greiða næstliðið ár. Við ákvörðun fyrirframgreiðslunnar skal gætt þeirra
tekjubreytinga, sem orðið hafa, og almenns efnahagsástands í landinu.
Ráðherra er heimilt að miða fyrirframgreiðslu skv. þessari málsgrein við
hlutfall af tekjum yfirstandandi árs í stað hlutfalls af gjöldum næst-
liðins árs, telji hann þá aðferð betur henta. Þar sem innheimta opinberra
gjalda er sameiginleg, sbr. lög nr. 68/1962, skulu heimildir þessarar mgr.
taka með sama hætti til innheimtu annarra gjalda en þinggjalda.
NÚ verður ljóst, þegar álagningu skatta lýkur, að gjaldandi hefur
þegar greitt meira en álagða skatta, og skal þá endurgreiða það, sem
ofgreitt var, ásamt |% vöxtum fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði, sem
fé var í vörzlu ríkissjóðs.
Ny breytir ríkisskattanefnd skatti svo seint, að tilkynning um
það hefur eigi náð innheimtumanni fyrir gjalddaga skattsins, og skal
hann þá innheimta eða endurgreiða þann skatt síðar.
óheimilt er að slíta félagi og úthluta eignum þess, fyrr en opin-
berir skattar af tekjum þess og eignum hafa verið greiddir að fullu fyrir
allan starfstíma félagsins.
VII. KAFLI
Refsiákvæði.
47. gr.
NÚ bætir skattþegn úr göllum á framtali sínu, sbr. 5. málsl. 1.
mgr. 37. gr., og er þá skattstjóra heimilt, þrátt fyrir það, að bæta allt
að 15% við þær tekjur og/eða eign, sem skattþegn kann að hafa undanfellt
í framtali sínu.
Bæti skattþegn eigi úr göllum á framtali sínu, sbr. 6. málsl.
1. mgr. 37. gr., skal skattstjóri bæti 25% við þær tekjur og/eða eign,
sem hann áætlar, að skattþegn hafi undanfellt x framtali sínu.
Telji skattþegn eigi fram innan tilskilins framtalsfrests, sbr.
1. mgr. 35. gr., en framtalsskýrsla hans barst áður en skattskrá er lögð
fram, skal skattstjóri bæta 25% við þær tekjur og/eða eign, sem hann
áætlar skattþegni, sbr. 2. mgr. 37. gr.