Árbók Reykjavíkurborgar - 01.08.1975, Blaðsíða 280
270
NÚ telur skattþegn eigi fram áður en skattskrá er lögð fram, og
skal þá skattstjóri bæta 25% við þær tekjur og /eða eign, sem hann áætlar
skattþegni, sbr. 2. mgr. 37. gr.
NÚ kærir skattþegn ákvörðun skattstjóra, skv. 6. málsl. 1. mgr.
37. gr., sbr. 2.mgr. þessarar gr., til skattstjóra innan tilskilins kæru-
frests, og bætir þar úr göllum á framtali sínu, og skal þá miða skattmat
við það, sem rétt virðist skv. þá framkomnum gögnum og rökum, að viðbættum
20% viðurlögum við þær tekjur og/eða eign, sem ákvarðað er að hafi verið
undanfelldar á framtali. NÚ er eigi bætt úr göllum á framtali fyrr en
við kæru til ríkisskattanefndar, og skal þá miða skattmat við það, sem rétt
virðist skv. þá framkomnum gögnum og rökum, að viðbættum Ö5% viðurlögum
við þær tekjur og/eða eign, sem ákvarðað er að hafi verið undanfelldar á
framtali.
Framtal skattþegns, sem berst eftir lok framtalsfrests, en áður en
skattskrá er lögð fram, skal tekið sem kæra til skattstjóra, hvort sem
skattþegn kærir álagningu eða ekki, og skal þá miða skattmat við þær tekjur
og/eða eign, sem réttar virðast skv. þá framkomnum gögnum og rökum. Skal
þá lækka viðurlög þau, sem um ræðir í 3. mgr. þessarar greinar, þannig,
að þau ákveðist 1% fyrir hvern dag, sem skil hafa dregizt, af þannig
ákvörðuðum tekjum og /eða eignum, þó aldrei hærri en 15%.
NÚ sendir skattþegn framtal með kæru til skattstjóra, og skal þá
miða skattmat við þær tekjur og/eða eign, sem réttar virðast skv. fram-
komnum gögnum og rökum að viðþættum 2C% viðurlögum af þannig ákvörðuðum
tekjum og/eða eign. NÚ sendir skattþegn framtal með kæru til ríkisskatta-
nefndar, og skal þá miða skattmat við þær tekjur og/eða eign, sem réttar
virðast skv. framkomnum gögnum og rökum, að viðbættum 25% viðurlögum af
þannig ákvörðuðum tekjum og /eða eign.
Fella má niður viðurlög skv. þessari grein, ef skattþegn færir rök
að því, að honum verði eigi kennt um galla á framtali, að óviðráðanleg
atvik hafi hamlað því, að hann bætti eigi úr göllum á framtali, gerði fram-
talsskýrslu, eða hún kæmi til skila á réttum tíma.
48. gr.
NÚ skýrir skattþegn afásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi rangt
frá einhverju því, er máli skiptir um tekjuskatt hans eða eignarskatt, og
skal hann þá sekur um allt að tífaldri skattupphæð þeirri, sem undan var
dregin. Einnig er heimilt að sekta skattþegn, sem ekki hefur talið fram
til skatts, um allt að tífaldri skattupphæð þeirri, sem áætlun var of lág,
ef skattur er reiknaður að nýju samkvæmt 2. mgr. 38. gr. Eigi má þó
reikna skattsekt samkvæmt þessari mgr. lengra aftur x tímann en 6 ár,
sbr. 38. gr.
Nú verður slíkt uppvíst við meðferð dánarbús, og skal þá greiða
úr búinu tvöfalda þá upphæð, er á vantar.
Hver sá, sem af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi gefur skatt-
yfirvöldum rangar eða villandi upplýsingar um atriði, sem varða skatt-
framtöl annarra aðila, eða gegnir ekki skyldu sinni samkvæmt 36. gr., skal
sekur um allt að helmingi þeirrar fjárhæðar, sem undan skyldi draga með
hinum röngu eða villandi upplýsingum eða fellt var undan að gefa upp-
lýsingar um.
Hver sá, sem í atvinnuskyni aðstoðar við ranga eða villandi skýrslu-
gjöf til skattyfirvalda, skal sekur um allt að helmingi þeirrar fjárhæðar,
sem undan skyldi draga með hinni röngu eða villandi skýrslugjöf.