Árbók Reykjavíkurborgar - 01.08.1975, Síða 282
272
VIII. KAFLI
Ýmis ákvæði.
52. gr.
Heimilt er skattstjóra að taka til greina umsókn skattþegns um
lækkun tekjuskatts, þegar svo stendur á sem hér segir:
1. Ef ellihrörleiki, veikindi, slys eða mannslát hafa skert gjald-
þol skattþegns verulega.
2. Ef á framfæri skattþegns eru börn, sem haldin eru langvinnum
sjúkdómum eða eru fötluð eða vangefin og valda framfærendum
útgjöldum umfram venjulegan framfærslukostnað. Fallist skatt-
stjóri á umsókn skattþegns, skulu tekjur hans til álagningar,
lækkaðar um eigi lægri fjárhæð en nemur barnafrádrætti samkvæmt
16. gr. fyrir hvert barn, sem þannig er ástatt um.
3. Ef skattþegn hefur foreldra eða aðra vandamenn sannanlega á
framfæri sínu.
4. Ef skattþegn hefur haft veruleg útgjöld vegna menntunar barna
sinna eldri en 16 ára.
5. Ef skattþegn hefur orðið fyrir verulegu eignatjóni af völdum
náttúruhamfara, eldsvoða eða búfjársjúkdóma, enda hafi hann
ekki fengið tjón sitt bætt úr hendi annarra aðila.
6. Ef gjaldþol skattþegns hefur skerzt verulega vegna tapa á úti-
standandi kröfum, sem ekki stafa frá atvinnurekstri hans.
7. Ef skattþegn lætur af störfum vegna aldurs og gjaldþol hans
skerðist verulega af þeim sökum.
Nánari ákvæði um skilyrði fyrir framangreindum ívilnunum skulu
sett í reglugerð. Skattstjóri getur veitt ívilnanir samkvæmt þessari
grein án umsóknar. Ákvörðun skattstjóra samkvæmt þessari grein má skjóta
til ríkisskattstjóra, sem tekur endanlega ákvörðun í málinu. Ríkisskatt-
stjóri skal sérstaklega fylgjast með ívilnunum þeim, sem skattstjórar
veita samkvæmt þessari grein, og sjá til þess, að samræmis sé gætt og
réttum reglum fylgt.
Greiði skattþegn, sem skattskyldur er hér á landi, samkvæmt ákvæðum
I. kafla þessara laga, skatta af eignum sínum og tekjum, sem skattskyldar
eru hér á landi, til ríkissjóðs eða opinberra aðila í ríki, sem ísland
hefur ekki gert við tvísköttunarsamning, er ríkisskattstjóra heimilt, sam-
kvæmt umsókn skattþegns, að lækka tekjuskatt eða eingarskatt með hliðsjón
af þessum skattgreiðslum.
53. gr.
Skylt er að hækka eða lækka þær fjárhæðir, sem um ræðir í 3. mgr.
3. gr., 1. mgr. 4. gr., A- og D-liðum 13. gr., 14. gr. og A-, B- og C-
liðum 25. gr., í samræmi við skattvísitölu sem ákveðin skal í fjárlögum
ár hvert, í fyrsta sinn í fjárlögum fyrir árið 1976.
54. gr.
Heimilt er fjármálaráðherra að breyta tímaákvörðunum og frestum þeim,
sem um ræðir í VI. kafla, eftir því sem þörf krefur.