Árbók Reykjavíkurborgar - 01.08.1975, Page 283
273
55. gr.
Fjármálaráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd
þessara laga, svo sem nánar um ákvörðun tekna og eigna, störf skattstjóra,
ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra, ríkisskattanefndar og nefndar
samkvæmt 6. mgr. 48. gr.
56. gr.
NÚ hafa undirskattanefndum eða yfirskattanefndum verið falin sér-
stök störf samkvæmt lögum eða reglugerðum, og skulu þá skattstjórar þeir,
sem skipaðir verða eftir lögum þessum, leysa þau störf af hendi, unz
öðruvísi verður ákveðið.
57. gr.
Með lögum þessum eru felld úr gildi ákvæði 1., 2. og 3. gr. laga
nr. 78/1967 og lög nr. 48/1970.
Lög þessi skulu þegar öðlast gildi og koma til framkvæmda við
álagningu skatta til ríkissjóðs fyrir skattárið 1971.
Ákvæði 4. mgr. 38. gr., 39. gr., 40. gr., 2. málsl. 6. mgr. 47. gr.,
3. mgr. 52. gr., svo og I. tl. ákvæða til bráðabirgða skulu þó koma til
framkvæmda við álagningu skatta fyrir skattárið 1970.
ÁKVÆÐI TIL BRÁÐABIRGÐA.
I.
Heimilt er atvinnufyrirtækjum á árunum 1971 - 1972 að endurmeta
fyrnanlegar eignir sínar, samkvæmt 1. og 2. tl. 2. mgr. A-liðs 15. gr.,
sem þau höfðu eignazt fyrir árslok 1968 og hafa síðan átt. Endurmatsverð
eigna samkvæmt 2. tl. 2. mgr. A-liðs 15. gr. skal teljast jafnt fast-
eignamatsverði samkvæmt fasteignamati því, sem staðfest var á árinu 1971.
Endurmatshækkun fasteigna skal telja til heildarfyrningarverðs samkvæmt
B-lið 15. gr.
Heimild til endurmatshækkunar lausafjár samkvæmt 1. tl. A-liðs
15. gr. tekur til lausafjár, sem atvinnufyrirtæki hafa eignazt á árunum
1960 til 1968 að báðum árum meðtöldum. Skip, sem verið hafa í eigu skatt-
þegns síðan fyrir 1960, er heimilt að endurmeta eftir sömu reglum.
Aldrei má endurmatshækkun að viðbættu bókfærðu verði eignar vera hærra en
sennilegt gangverð hennar. Endurmatshækkun má að hámarki vera 20% - tuttugu
af hundraði - af upphaflegu kaup- eða kostnaðarverði viðkomandi eignar,
og skal afskrifa hana á 5 árum, nema raunverulegur endingartxmi eignar-
innar sé skemmri. Þá skal afskrifa hana á þeim tíma.
Hækkun bókfærðs verðs eigna samkvæmt mati þessu telst ekki til
skattskyldra tekna. Þeir, sem óska eftir að endurmeta lausafé sitt,
skulu senda skattstjóra greinargerð um matið ásamt nauðsynlegum gögnum.
Skal þar m.a. sérgreina þær eignir, sem endurmeta skal. Skattstjóri skal
úrskurða matið án ástæðulausrar tafar. Skattþegn, sem ekki vill sætta
sig við úrskurð skattstjóra, getur skotið máli sínu til ríkisskattstjóra,
sem kveður upp fullnaðarúrskurð.
Fjármálaráðuneytið setur í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd
matsins.