Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.2016, Blaðsíða 49

Muninn - 01.05.2016, Blaðsíða 49
Það afbrigði að kjósa heldur vinstri hendina til hinna ýmsu verka þ.á.m. að skrifa, teikna eða mála hefur verið til frá upphafi tímans. Enn hefur vísindamönnum þó ekki tekist að svipta hulunni af því hvers vegna sumir draga þann djöful á eftir sér að vera örvhentir. Frá örófi alda hefur þessi spurning brunnið á vörum mannkynsins en engin greinileg svör hafa fundist. Vísindamenn hafa reynt að einangra hið ,,gallaða” gen sem veldur því að fólk verður örvhent en án árangurs. Ekki er heldur nákvæmlega vitað hvort um eitt gen er að ræða eða hvernig nákvæmlega erfðirnar ganga fyrir sig. Þau María Þórunn Númadóttir og Halldór Gunnar Hálfdánarson frá Molastöðum í Fljótum urðu fyrir því reiðarslagi að eignast örvhenta dóttur fyrir um 18 árum síðan. ,,Hún virtist ósköp heilbrigð og eðlileg fyrsta árið en þegar hún fór að byrja að teikna, mála og annað slíkt tókum við eftir því að hún notaði gjarnan vitlausa hendi” sagði Halldór Gunnar í samtali við blaðamann Munins en Halldór var í miklu sjokki á sínum tíma þegar þau hjónin komust að erfðagalla dóttur sinnar. Dóttir þeirra, Rebekka Hekla, sem nú er nemandi hér við Menntaskólann á Akureyri þrátt fyrir að vera örvhent, hefur reynt hvað hún getur til að þvinga sjálfan sig til að nota rétta hendi. ,,Ég bara get það ekki” sagði Rebekka miður sín við blaðamann en Rebekka hefur reynt margar róttækar aðferðir. ,,Einu sinni batt í vinstri höndina á mér fyrir aftan bak og reyndi að nota þá hægri í heilan dag, en það ekki vel” Halldór endurtekur að þau hjónin hafa verið í miklu taugalosti á sínum tíma enda eru þau bæði rétthent og því mjög undarlegt að Rebekka skuli hafa þróað með sér þessa afbrigðilegu hegðun. ,,Rebekka er frumburður okkar hjóna og því var þetta mjög erfitt fyrir okkur” sagði María Þórunn og Halldór bætti við að þau hefði verið svo ung og óreynd og því ekki vitað hvernig ætti að bregðast við svona. ,,Við erum líka mjög trúað fólk svo það var ekki síður erfitt að samþykkja eitthvað sem Biblían styður ekki" María og Halldór hættu þó aldrei að elska dóttur sína. ,,Við héldum fyrst að þetta væri bara tímabil að hún Rebekka okkar vissi bara ekki betur. En þegar þetta hélt áfram vorum við sannfærð um að hún þyrfti bara hjálp. Að þetta væri einhverskonar sjúkdómur. Við fórum lækna á milli í mörg ár til að leitast við að laga þetta” sagði Halldór og stundi. ,,En það virtist ekkert virka” bætti María við. Smám saman fóru hjónin að læra að lifa með þessum svokallaða galla og í dag elska þau dóttur sína skilyrðislaust. ,,Foreldrar mínir sögðu alltaf að þetta væri bara tímabil, að ég vissi ekkert hvað ég vildi. Núna eru þau orðin meira opin og ég skammast mín ekkert fyrir það að vera örvhent í dag. Auðvitað hef ég orðið fyrir miklum fordómum en samfélagið er að breytast. Fleiri og fleiri eru að átta sig á því að örvhentir eru líka fólk” sagði Rebekka sem nú er hætt öllum skrýtnu aðferðunum til að reyna að skrifa með ,,réttu” hendinni. ,,Alveg eins og samkynhneigðir fæðast samkynhneigðir þá fæddist ég örvhent, þannig er það bara. Ég held þetta hafi ekkert með erfðir að gera. Ég er bara eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað?” ,,Örvhentir eru líka fólk” Rebekka Hekla, nemandi í 3.A. Umsjón: Lovísa H Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.