Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.2016, Blaðsíða 141

Muninn - 01.05.2016, Blaðsíða 141
139 Hefð er siðvenja sem er látin ganga frá einni kynslóð til annarrar. Allir hópar eiga sínar hefðir og hafa þær oft táknræna merkingu og eru mikilvægar fyrir sjálfsmynd og tilveru þeirra. En hefðir geta líka verið eitthvað sem aðrir hópar gera ekki. Sem dæmi um það má nefna þorramat okkar Íslendinga. Nú til dags eru fáir sem raunverulega borða þorramat en samt er þetta ein okkar helsta og elsta matarhefð. Þó flestum finnist maturinn vondur erum við stolt af honum og okkur finnst gaman að segja útlendingum frá hefðinni. Hefðin snýst nefnilega ekkert endilega um hvað við gerum heldur snýst hún um hvað aðrir gera ekki. Þannig held ég að það sé einmitt með Söngsalinn okkar hér í MA. Eitt helsta sérkenni hans er einmitt að enginn annar skóli gerir þetta í dag og okkur finnst gaman að segja öðrum frá þessari hefð, jafnvel þó við tökum ekki sjálf þátt. Núna í ár hefur verið enn minni áhugi fyrir söngsal þó hann hafi nú þegar dvínað allverulega. Á hverju ári er það sama sagan, fáir mæta og enn færri syngja. Skólameistari hefur því brugðið á það ráð tvisvar sinnum á þessari önn að neita nemendum um söngsal vegna dræmrar þáttöku. Þá hafa vaknað upp háværar raddir um að söngsalur sé ekki sjálfssagður og að nemendur þurfi að mæta ef þeir vilja halda í hefðina. En það er einmitt það, vilja nemendur halda í hefðina fyrst enginn mætir? Eiga nemendur að mæta á söngsal vegna þess að þeim finnst það gaman eða eiga þeir að mæta einfaldlega vegna þess að það er hefð sem verður að halda uppi? Þurfum við að halda uppi gömlum hefðum skólans þó okkur finnist þær ekki skemmtilegar? Að sjálfsögðu er mikilvægt að varðveita sögu okkar, hvort sem það er saga skólans eða saga í einhverju stærra samhengi. En ég held að þessi hugsun um að verða að halda hefðum skólans til streitu sama hvað sé nokkuð ný. Flest erum við í þessum skóla í 4 ár og þekkjum því varla félagslíf hans nema þá bara af sögum frá fjölskyldumeðlimum og vinum. Það sem við, núverandi nemendur skólans, teljum vera hefðir skólans eru líkega alls ekki það sem nemendur fyrir 5 til 25 árum síðan töldu vera hefðir. Til dæmis má nefna að lagið Hesta Jói sem við núverandi nemendur teljum vera eitt af einkennislögum okkar er ekki lag sem 30 ára stúdentar kannast við. Svo þarf ekki að líta lengra aftur en nokkur ár á lagið ‘MA í berjamó’ sem var oft sungið en við könnumst ekki einu sinni við. Málið er sem sagt að nú á síðustu árum höfum við tekið hefðunum alltof alvarlega. Hefðir skólans eru nefnilega ekkert annað en uppákomur sem voru svo skemmtilegar að ákveðið var að endurtaka þær. Nemendur skólans eru eigendur hefðanna og mér finnst að við ættum að leika okkur meira með þær. Ég er engan vegin að leggja til að við leggjum söngsal niður en ég vil bara koma því á framfæri að við ættum ekki að líta svo á að við séum skuldbundin honum á nokkurn hátt. Við gætum til dæmis, á meðan söngsalur er svona óvinsæll, haft hann sjaldnar. Við eigum ekki að vera hrædd við að skapa nýjar hefðir en við eigum heldur ekki að vera hrædd við að leggja niður úreltar hefðir. Það er alltaf hægt að taka upp gamlar hefðir aftur! Að fylgjast ekki með í sögu er jafn mikil hefð og söngsalur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.