Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.2016, Blaðsíða 102

Muninn - 01.05.2016, Blaðsíða 102
100 Ég skil ekki þá tísku að allir eigi að vera eins. Karlmannafatatíska hefur í gegnum tíðina verið alveg skelfileg. Horfum bara á Alþingi, þar eru allir karlar í jakkafötum og í skyrtu en að vísu kemur fyrir að menn eru ekki með bindi. Hinsvegar eru konurnar í alls konar fötum og geta verið hvernig sem er, þær hafa miklu meira frelsi í klæðaburði. Þær geta til dæmis leyft sér að vera í hvaða litum sem er. Ég skil ekki að einhver góður fatahönnuður hafi ekki enn reynt að búa til brúklega spariflík handa karlmönnum. Jakkafatajakkinn passar ekki á neinn heilbrigðan mann. Klæðaburður karla var reyndar allt öðruvísi hér á öldum áður, til dæmis í Egyptalandi, Grikklandi og í Rómaveldi hinu forna, þá var litanotkunin miklu meiri. Þá notuðu karlmenn andlitsfarða og naglalakk og voru í skrautlegum, sterklituðum flíkum. Í fornsögunum er mikið sagt frá glæsilegum litklæðum, en svo einhvern veginn datt allt ofan í þetta gráa leiðinlega. Þegar ég var hérna í skóla þá var tískan allt öðruvísi en nú. Sparifatadagurinn hjá ykkur í fjórða bekk var eins og hversdagurinn var í skóla þegar ég var hér nemandi. Eftir að ég lauk hér stúdentsprófi og fór suður í háskóla þá gerðist eitthvað og ég fór að kaupa litríkari föt. Ég fór einn vetur til Neskaupstaðar að kenna og þar var ég kallaður „maðurinn í gulu sokkunum“ eða „maðurinn í grænu buxunum“. Þessi klæðaburður þótti alger latína fyrir saumaklúbbunum sem töluðu mikið um mig. Svo leið tíminn og ég hætti að þola að vera með bindi og í skyrtu sem var hneppt upp í háls og nú eru komnir nokkrir áratugir þar sem ég hef aðallega gengið í bol. Ég er oftast í víðum fötum og vel föt eftir þægindum en ekki útliti. Maður á að láta sér líða vel, það skiptir engu máli hvað öðrum mönnum finnst. Klútasöfnunin byrjaði einhvern tímann fyrir kannski 4-5 árum þegar vinir mínir gáfu mér einfaldan, fallegan og litríkan klút í afmælisgjöf og það er sennilega upphafið að þessu öllu. Svo einhvernveginn verður þetta bara venja og manni finnst maður vera hálf-ómögulegur þegar maður er ekki með klút. Ég stóð mig að því hér um daginn að ég fór á Glerártorg og þegar ég kom þangað þá tók ég eftir því að ég var ekki með neinn klút um hálsinn. Með Sverri Páli Klútatal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.