Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.2016, Blaðsíða 97

Muninn - 01.05.2016, Blaðsíða 97
95 Þú ert nýkomin/nn í buzakvosina að hausti til. Þú hafðir heyrt að hér ætti maður að setjast og hvergi annar staðar, og maður ætti að byrja á Twitter. Svo fannst þér dálítið skrítið að skólafélagið, Huginn, sé að geyma drykki við stofuhita í Kvosinni, en svo fattar þú að þetta eru bara SviMA strákar. Þar næst ferð þú að hlakka til að byrja í tíma. Þér gekk mjög vel í grunnskóla og ætlar svo sannarlega að demba þér í þetta nám! Fyrstu vikurnar ganga vel, og svo ferð þú á félagakynninguna. Á félagakynningunni sérðu allskyns spennandi undirfélög sem þér líst vel á. Allt frá FolfMA kynningunni hjá krullaða dvergnum til myndbandsins frá LMA, sem er fullt af einkahúmor sem enginn skilur. Þá vaknar einföld spurning; Ætti ég að taka þátt? JÁ! Félagslífið er það sem heldur okkur MA-ingum saman. Það að nemendur geti skemmt sér með því að sameinast við að grýta frisbídiskum í skrýtnar járnkeðjur á staur eða sýnt saman heila leiksýningu sem fyllir salinn í öll skipti er magnað! Ég held að við tökum þessari starfsemi allt of sjálfsagðri. Ekki þarf að líta langt til skóla í nágrenninu til þess að sjá að það er hægara sagt en gert að byggja upp félagslíf frá grunni. Fyrsta skrefið er að stíga út fyrir þægindarammann. Það er mjög erfitt og óþægilegt fyrir marga, hvort sem þeir eru nýbakaðir buzar ellegar gamlingjar á lokasprettinum; en það sem á við alla er að það mun borga sig. Fáðu nokkra vini þína til þess að koma með þér í þetta, það gerir það bærilegra. Ef þú hugsar út í það, þá hefur þú voða litlu að tapa. Segjum að þú færir í LMA prufur, þá í versta falli öðlastu reynslu á prufunum og þér gengur þá vonandi betur á næsta ári; en í besta falli munt þú upplifa 3 bestu mánuði lífs þíns, við eitthvað sem þú elskar að gera eða lærir að elska að gera. Það er mjög erfitt fyrir marga, að taka þetta skref, að stíga út fyrir þægindarammann en ég vona að þessi grein geti allavega hjálpað einni manneskju til þess að gera það; þá er markmiðinu náð. Ég vona svo innilega að fólk þori að taka skrefið, því þetta er fyrsta skrefið í átt að skemmtilegra og hamingjusamara lífi. Eftir hálfa menntaskólagöngu hef ég komist að einu; einu sem mér finnst nauðsynlegt að allir nemendur hérna þurfi að vita: Það er mismunandi milli manna, hvað er það mikilvægasta sem þeir fá út úr menntaskóla. En ég vona að það mikilvægasta sem þú lærir sé að lærdómur menntaskólanema er nefnilega ekki bara sá sem finnst í skólabókum. Að læra að fóta okkur í lífinu er ekki síðra verkefni sem við stöndum frammi fyrir. Félagslífið er frábær vettvangur til þess. Ef náminu er sinnt áttu möguleika á góðu framhaldsnámi. Ef félagslífinu er sinnt áttu möguleika á ævilöngum vinsamböndum. Óður til félagslífsins Höfundur: Egill Örn Richter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.